Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 142
124
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hatur Stephans á hræsni og heig-
ulshætti, hin sárbeitta gremja —
saeva indignatio — háðskáldanna,
sem þeirra Juvenals og löngu síðar
Swjfts, kemur glöggvast fram í
“Vigslóða” og umfram allt í “Vopna-
hlé”. Þetta er eitt af hinum fáu
stórkvæðum sem heimshrun styrj-
aldarinnar blés skáldunum í brjóst.
Hann veigrar sér ekki við að draga
fram hinn allsnakta veruleik til þess
að fordæma glæp allra glæpa, sem
mannkynið hefir framið.
Hin alþekta saga, sem rituð var af
þýzkum hermanni og nefnist: “Tíð-
indalaust á Vesturvígstöðvunum” er
barnahjal í samanburði við hinar
logandi fordæmirigar, hinna óum-
ræðilegu hryðjuverka, sem framin
eru í nútíðar stríðum.
Friðarfélögin gætu ekkert gert,
sem betra væri en það að ráða
prófessor Kirkconnell til þess að
þýða hvert einasta orð í litla kverinu
sem prentað var 1920 — Vígslóða,
ásamt hinum samúðarríka formála
eftir Guðmund Finnbogason.
Stephan ber gremjufulla fyrir-
litningu fyrir hinum andlegu leiðtog-
um á báðar hliðar — leiðtogum, sem
sviku sína háleitu köllun með því að
sameinast þessum glæpsamlega
skrípaleik og ljá honum fylgi.
“—Kannske friðar-tungur þinnar þjóðar
Þannig hafi ei vafist sér um tennur?”
“Þær hafa dugað ykkur líkt og okkur,
Okkar skáld. Þau sungu hálfan aldur
Prið á jörð, um samúð, sátt og kærleik
Svo sem kristnir menn. En tóku að belja
Hersöngvana hver í sínu lagi
Hávært, strax og fyrsta skotið glumdi,
Þar til sérhvert leirflag úti um löndin
Líka drundi. Gamlir vígabarðar
Sem að alltaf einir höfðu blásið
Arg um styrjöld, þótt við aldarháttinn
Hjárómaðir, mistu næstum málið
Mærð þá undir, líklega af fegni.”
Falinn er hræðilegur spádómur,
sem því miður, hefir fullkomlega
ræzt, í eftirfylgjandi erindum:
Það er satt, við höfum hugsað okkur
Heimsfrið settan, við sem gerumst hrörir,
Horfnir mætti að hugsa um það lengur.
Hvar er æskan? við sem taka ætti
Lengra framsýn, djarfleikurinn, dáðin ?
Drepin út! Það liggur hérna í valnum!
Næstu framtíð ihnekt við það, í hendur
Heiglinga og sérgæðinga einna.
Friðurinn verður friður máttleysingja—
Fáist hann—og týndra möguleika
Stríðsins sjálfs til sigurvalds í heimi.
Svona kaupir næsta kynslóð friðinn.
—Verða kannske endalokin manna
Sálgun undir sínum handaverkum ?
Setja þeir jafnört brellur móti hrekkjum
Unz þeir komast hvorki fram né aftur,
Kurlast niður sigurvonalausir,
Neyðast til að bjargast undan byrði
Bákna-vits sins, þreyttu að eyðileggja?
—Eg að einni huggun hvarflað huga
Hefi stundum: þeirri, ef morðsótt þessi
Legði i valinn heimamann í húsi
Heimsins hverju—son og bróður, eða
Eiginmann, og eftirsjáin brytist
Inn um hverjar dyr, og settist niður
Óvelk’omin, aldrei til að víkja—
Alvörunnar samúð kynni að lokum
Sættast yfir allra manna skipbrot!
Efldust tunga sannleikans er reynslan.
-—Helzt við aumkvum þá sem drepnir
deyja,
Deyja og falla, og hafa skemst að bera.
Hatrið allt og eymdin sem að lifir
Eftir, væri tifalt hörmulegri.
Forlög hinna fáu einstaklinga, sem
mótstöðu hafa veitt alþjóðabrjál-
æðinu, knýr skáldið til þess að mæla
þessum heitu meðaumkunarorðum: