Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 144
126
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hita og þunga dagsnis blés honum
í brjóst einu hans allra fegursta
kvæði. Mér finst sá maður fyrirlit-
legur, sem ekki tárfellir sem ekki
viknar—þegar hann sér myndina af
heimilr Stephans í öðru bindinu af
Andvökum — eg á ekki við það að
gráta aumkvunartárum; því fer
fjarri, heidur metnaðartárum yfir
því að mannlegur andi, þegar hann
nýtur sín sem bezt, skuli geta risið
og lyft sér yfir hinar • erfiðustu
kringumstæður; skuli geta haft vald
yfir slíkum kringumstæðum og gert
þær að smávægilegum aukaatriðum
í hinu hrífandi' æfintýri, sem vér
nefnum líf.
Norski höfundurnn Hans Kinck
segir í einum af formálum sínum
að hann hafi afsagt að slaka til eða
slá af list sinni með því að laga mál
sitt eftir geðþótta útlendra þýðenda.
Vafalaust hefir Stephan hugsað
eins; en það er hið mesta hrygðar-
efni að hinn Engil-saxneski heimur
skuli ekki geta notið þess boðskapar
sem hann hefir að flytja.
Eg vildi óska þess, að sá dagur
kæmi' þegar lýsingarorðið “Steph-
ánst”(mjög “Stephanst” segir Ágúst
Bjarnason) hefði eins mikla þýðingu
fyrir enska lesendur og orðið
“Byronst” hefir nú.
Einmitt nú þegar þetta handrit
berst með svifhraða flugvélarinnar
í gegn um loftið, í samskonar vél sem
til þess er höfð í Evrópu og Asíu að
myrða og limlesta varnarlausa menn,
konur og börn—já, einmitt samtímis
heldur Bandaríkjaþjóðin hátíðlegan
fæðingardag hins mesta manns, sem
enn hefir fæðst og lifað í Vestur-
heimi. Það er Abraham Lincoln:
“Fremsti borgari Vesturálfunnar.”
Stephan G. Stephansson er eina
skáldið hér í álfu, er sæti skipar
meðal fremstu skálda heimsins. —
Þessir tveir menn — Lincoln og
Stephan — eru líkir að því, er bar-
áttu og erfiðleika snerti í æsku og
einnig vegna hinnar ódauðlegu
frægðar, sem þeir áunnu sér á efri
árum. Skógarhöggsmaðurinn frá
Ulinois og frumbýlingurinn í Alberta
eru andlega skilgetnir bræður.
Vinur minn og lærifaðir Sigurður
Noi-dal lýsti einhverju sinni fyrir
mér íslendingasögunum svo meist-
aralega og í stuttu máli: “Það er
svo hreinn málmur í þeim,” sagði
hann. Þessi dómur á jafn vel við
Stephan G. Mesta lofið og það sem
honum hefði verið kærast, hefi eg
geymt til þess að enda með þessa
giæin: Hann var forn í skapi og
skörungur mikill.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi