Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 145
lEHg
Átjánda ársþing- Þjóðræknisfélags Is-
lendinga í Vesturheimi var hafið í efri sal
Goodtemplara hússins íslenzka í Winnipeg
mánudaginn 22. febrúar 1937, kl. 10 ár-
degis. Þrátt fyrir illviðri er þá geysaði
yftr var mikið fjölmenni samankomið.
Áuk bæjarbúa voru þar fulltrúar, félags-
menn og gestir frá Selkirk, Hiverton,
Gimli, Lundar, Glenboro, Brown, Wynyard,
Leslie, Dakota, Minneapolis og víðar að.
Forseti Þjóðræknisfélagsins, dr. Rögn-
valdur Pétursson ,bað ritara félagsins, hr.
Gísla Jónsson, að lesa fundarboð þingsins.
Þá var sunginn sálmurinn nr. 619 í
islenzku sálmabókinn: "Þú Guð ríkir hátt
yfir hverfleikans straum” af öllum við-
stöddum. Á eftir söngnum flutti séra
R-unóifur Marteinsson bæn.
Að því búnu lýsti forseti þingið setit og
as ávarpt sitt, sem bæði var glögg grein-
agerð á starfi stjórnamefndarinnar á ár-
uiu og fróðleg og vel samin þjóðræknis-
uugvekja.
Arsskýrsla forseta.
Heiðruðu félagsmenn!
Þeirri venju hefir verið fylgt ár hvert
þingbyrjun, að forseti hefir getið
elztu atburða ársins, í sögu félagsskap-
artns, og að einhverju leyti lýst hinu al-
enna viðhorfi, er snertir að meira eða
nunna leyti þjóðfélagið í heild, Venju
essari vil eg halda, þó ítarlega verði
Jgh út í þetta farið.
ú þegar vér setjum ársþing þetta, hið
Janda, að frátöldu stofnþinginu, er
I sern í senn vill þrengja sér fram í
r'k^ann f'uiamir hafa verið viðburða-
II þetta síðast liðna ár, svo að mörgu
r nú öðruvisi komið en var, fyrdr ári
S' 8X1 • Sumt hefir gerst með skipan svo
s jótri að naumast eru dæmi til. Hvort
. r breytingar boða önnur og meiri tíð-
ln i verður ekki ráðið í sem stendur frem-
bf.en Það, hvort þykknið á morgunloftinu
j. ar ^rfelli eða heiðríkju þegar á daginn
' ur- Víst er þó um það, að mökkvin’-
austurloftinu hefir fremur þykknað en
njaðnað.
Viðhorf manna er annað og þrengra en
það var fyrir ári síðan. Yfir heiminn er
hvarvetna ófriðlegt að lita. Þá stóðu að
vísu hermdarverkin í Eþíópíu sem hæst.
Alvörulausar og óhreinskilnar raddir
gengu út frá helztu stjórnarsetrum Norð-
urálfunnar , gegn hinu svívirðilega athæfi
Itala. En það voru magnlaus og áhrifa-
laus andmæli. Það var eitthvað, sem
rændi þær allri dáð og alvöru, sem al-
þýðu var ekki ljóst hvað væri, né þeim er
eigi gátu skygnst á bak við tjöldin. Ein-
hverjir gátu þess til að það væri hergagna-
verksmiðjurnar, sem þetta gerðu en um
það varð ekkent fullyrt fyr en eftir rann-
sóknina á Dupont félaginu í Bandarikj-
unum. Við þá rannsókn vitnaðist það að
hergagnaverkstæði út um allan heim eru
innbyrðis í einu sambandi og hluthafar
hver í annars fyrirtækjum, þó stærst og
voldugust séu Vickers Ltd., á Englandi og
Dupont í Bandaríkjunum. I félagi kosta
þau fulltrúa við öll stjórnarsetur, er þeim
lofsverða tilgangi þjóna að vekja van-
traust og heiftúð milli þjóða og koma inn
hjá þeim tortryggni og ótta við alla sem
í kringum þær búa. Það vitnaðist að
stríðið í Suður-Ameríku milli Paraguay
og Bolivíu var kostað af hergagnaverk-
smiðjunum, þær voru að reyna nýjustu
vopnin og verjurnar er þær höfðu fundið
upp. Sama var með Eþíópíu stríðið að
Italir voru þar að reyna ýms ný hernað-
artæki er ekki voru áður kunn, en þeir
þurftu að reyna hvernig gæfust. Allar
þjóðir er ugg og ótta báru til nágrann-
anna vildu læra af þessu hvemig vopn
þessi reyndust, máske þyrftu þær á þeim
að halda innan skamms. Að minsta
kosti var það bending um hvað þær
skyldu kaupa af vopnasmiðjunum. And-
mælin voru því aðeins gerð fyrir siða-
sakir.
Annað kom þar til greina líka. Á þess-
um atvinnuleysistímum var þetta ekki lít-
ill atvinnugjafi, allur þessi verksmiðju-
iðnaður. Það var gott “business”. Það
var áhætta fyrir stjórnmálamennina að
stöðva þenna iðnað. Þvi hefði ekki verið