Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 157
ÁTJÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
139
Wuta í þessum heimi. Telur deildin það
gaefu sína að hafa getað verið þátttak-
andi í þessari viðurkenningu.
Islendingadagshátíðahaldið hefir verið
undir umsjón deildarinnar síðan skömmu
eftir að deildin var mynduð, og var svo
að þessu sinni. Ræður fluttu þeir séra
Jakob Jónsson og W. S. Steinsson, yfir-
kennari við miðskóla (Collegiate) í York-
ton. Einsöngvar voru sungnir af Mrs. J.
S. Thorsteinsson og almennur söngur með
aðstoð próf. S. K. Hall. Auk þess var
sýndur gamanleikur I 4 þáttum, saminn
af Benjamín Einarssyni, (tengdabróðir
séra Jak. Jónssonar) og leikinn undir um-
sjón og með aðstoð hins velþekta lista-
Jhanns og leikara Arna Sigurðssonar. Var
gerður hinn bezti rómur að leiknum, og
11111 n flestum hafa þótt það ekki alllítil
uPPbót, við hið venjulega prógram.
Þakkar deildin af heilum hug öllu þessu
fólki, og mörgum öðrum, sem ekki eru
^ér nafngreindir, í stuttu máli öllum þeim
er á einn eða annan hátt, hafa hjálpað
til að gera Islendingadaginn ánægjulegan
°S uppbyggilegan.
Þrír félagar deildarinnar hafa flutt burt
úr bygðinni á árinu. Eru það Mrs. Svan-
b°rg Jónasson, Mrs. Matthildur Friðriks-
son og dr. Kr. Austmann. Hefir alt þetta
fólk aðstoðað deildina á margvíslegan
hátt, á undanförnum árum, og þökkum
v'ú þeim af alhug, vel unnið starf, og
samvinnu og óskum þeim allra heilla í
framtiðinni.
Félagatalan mun hafa að mestu leyti
staðið í stað, rúmir 40. Fjárhagurinn
teljast í góðu lagi. Deildin er skuld-
laus, á allgott bókasafn og bókaskápa, en
ekki munu vera peningar i sjóði, að
uokkru ráði.
Með kærri kveðju til þingsins og ósk
um ánægjulegt og heillarikt starf.
Jón Jóhannsson, ritari
Tú. Gíslason, fulltrúi deildarinnar “Is-
'and”, Brown, hafði ekki skrifaða skýrslu.
Fvað hann tuttugu félaga í deildinni, eða
einn af hverju heimili í bygðinni, en ann-
ars heyrðu allir Islendingar í Brown-bygð
feIaginu til; þeir sem ekki eru félagar, eru
aukafélagar (associate members). Alt sem
1 Þágu þjóðræknismála væri gert þar, væri
unnið af öllum Islendingum; sérstaklega
væri reynt að beita unga fólkinu fyrir að
örfa það til starfa í þjóðræknismálum.
R. Beck lagði til og Sigm. Laxdal studdi,
að skýrslur þessar væru viðteknar með
þökkum. Samþykt.
Þá las A. P. Jóhannsson upp tillögur
dagskrárnefndar sem fylgir:
Dagskrárnefnd
Nefndin sem skipuð var til þess að
semja dágskrá þingsins leyfir sér að
leggja til að mál verði tekin í þeirri ráð
sem hér segir:
1. Þingsetning.
2. Skýrsla forseta og annara embættis-
manna.
3. Kosning kjörbréfanefndar.
4. Kosning dagskrárnefndar.
5. Skýrslur embættismanna.
6. Skýrslur frá deildum.
7. Skýrslur milliþinganefnda.
8. Fræðslumál.
9. Fjármál.
10. Samvinnumál.
11. tttgáfumál.
12. írtbreiðslumál.
13. Bókasöfn.
14. Iþróttamál
15. Minjasafn.
16. Rithöfundasjóður.
17. Kosning embættismanna.
18. Ný mál.
19. Ólokin störf.
20. Þingslit.
A. P. Jóhannsson
Th. Thorfinnsson
J. J. Bíldfell
Tillaga J. J. Bíldfells og P. Guðmunds-
sonar, að nefndarálitið sé samþykt. Sam-
þykt með öllum greiddum atkvæðum.
Sig. Melsteð mælti með að fundi væri
nú frestað, þar eð klukkan væri orðin eitt.
Tillaga Friðriks Sveinssonar og G. Jó-
hannssonar að fresta fundi þar til eftir
jarðarför Ó. S. Thorgeirssonar var sam-
þykt.
Fundi frestað til kl. fjögur.