Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 160
142
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
Byron, að fresta fundi til kl. hálf tíu á
þriðjudagsmorgun, þann 23. Samþykt.
Fundi slitið.
Samkoma á mánudagskvöld
Á mánudagskvöldið var haldin sam-
koma, sem var opin fyrir alla ókeypis.
Samkomunni stýrði varaforseti Þjóð-
ræknisfélagsins, dr. Richard Beck, og var
hún algerlega helguð yngri kynslóðinni.
Þar fluttu erindi Miss Margrét Björns-
son, B.A., á ensku og Mr. Hjalti Thorfinns-
son, B.Sc. frá Wahpeton, N. D.. á ensku
og íslenzku. Var að báðum gerður hinn
bezti rómur. Fleira var þar til skemtunar,
svo sem: Mrs. W. D. Hurst (Gyða John-
son, B.A.) með fiðluspili ágætu, Miss
Lillian Baldwin með einsöng og Marvin
Halldórsson með píanospil, lék hann meðal
annars frumsamin piano-lög, eftir sjálfan
sig, er spá góðu um framtíð hans, því enn
er hann aðeins unglingspiltur. Að skemti-
skránni iokinni var fundur settur og tók
Björn Edwin Olson við fundarstjórn. Hélt
hann snjalla og ágæta ræðu um nauðsyn
á þjóðræknissamtökum meðal yngra fólks-
ins. Hafði ræða hans þann árangur, að
nefnd var kosin á fundinum tdl að hafa
framkvæmdir í þessu máli. 1 þeirri nefnd
eru: B. Edwin Olson, Miss Margaret
Björnsson, Tryggvi .Oleson, Dr. Lárus
Sigurðsson og J. W. Jóhannsson.
ÞRIÐJI FUNDUR
Þriðji fundur hins átjánda ársþings
ÞjóðræknisféíLags Islendinga í Vestur-
heimi var settur þriðjudaginn 23. febr.
1937, kl. 10 árdegis, af forseta félagsins.
Fundarbók var lesin.
Asmundur P. Jóhannsson gerði þá at-
hugasemd við fundarbókina, að ekki væri
getið skýrslu fjármálanefndarinnar, sem
hefði verið lögð fram undir fundarlok. —
Fundarbókin var staðfest með þvi til-
skildu, að þessu yrði bætt inn í hana.
Skýrsla um minjasafnið
Bergthór E. Johnson gaf skýrslu um
minjasafnið:
Hafa þessir munir verið gefnir á árinu
1936:
C. J. Abrahamson, Sinclair, Man.:
Bildur
Saumaskrúfa
Hom spónn
Séra Sigurð ölafsson, Arborg, Man.:
Skónál
Valdimar Gíslason, Wynyard, Sask.:
Kopar reizla
Signet
Brekán
Hom spónn
Jón Jónsson, Selkirk, Man.:
Beizlistangir
Jóhanna Bjarnadóttir, Selkirk, Man.:
Skautar
Mrs. Þórunn Anderson, Winnipeg, Man.:
Vöflujárn
Sagði ihann, að munirnir væru sem
stæði geymdir hjá sér, en ættu í fram-
tíðinni að komast á fjöllistasafn Manitoba.
Aðeins einn munur væri nú þegar kom-
inn þangað, kvarnarsteinar. Á. P. Jó-
hannsson lagði til, að skýrslan væri við-
tekin. Var það stutt og samþykt.
Minnisvarðamál.
Þá skýrði B. E. Johnson frá minnis-
varðamálinu.
Landnema minnisvarðinn á Gimli
frá febr. 1936 til febr. 1937
Á banka febr. 1936 Sept. 1. 1936, borgað til $ 56.26
Th. Borgfjörð ..$ 28.60
Vextir á banka .76
I sjóði á banka .. 28.42
$ 57.02 S 57.02
Álit útgáfumálanefndar.
Nefndin leggur til að eftirfarandi til-
lögur séu samþyktar:
1. trtgáfu Tímarits Þjóðræknisfélags-
ins verði haldið áfram með svipuðu sniði
og verið hefir og stjórnarnefndinni sé fal-
ið að annast um útgáfu þess.
2. Stjórnarnefndinni sé falið, að Ijúka
við prentun á hinni merku ritgerð dr.
Ragnar Lundborgs í ritinu næsta ár.
3. trtgáfu bamablaðsdns “Baldursbrá”
sé haldið áfram, telji stjórnarnefndin það
fært.