Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 166
148
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
fyrir því alt, sem í sínu valdi stæði. G.
Arnason sagði og nokkur orð um þetta mál
og kynni Austur- og Vestur-Islendinga
hverra af öðrum. Thorl. Thorfinnsson
lagði til, að þingið tjái Á. P. Jóhannssyni
þakkir fyrir það, sem hann hefir gert i
þessu máli, og óski eftir, að sem fyrst
geti orðið af þessari fyrirhuguðu ferð
kórsins. Tillagan var studd af K. Beck
og samþykt í einu hljóði.
Thorst. Thorsteinsson las skýrslu frá
Hockey-deild íþróttafélagsins “Fálkamir"
(The Falcon Athletic Association), og
Grettir Jóhannsson las bréf frá ritara fé-
lagsins, sem var þess efnis, að félagið
segir sig úr lögum við Þjóðræknisfélagið
sem sambandsfélag þess. G. Árnason og
Á. P. Jóhannsson lögðu til, að skýrslan og
úrsögnin væru viðteknar. Samþykt.
Iþróttanefnd sú er var k-osin á þessu
þingi álítur að Hockey-samkepnin sé mjög
heppileg uppörfun í íþróttum fyrir is-
ienzkan ungdóm og álítur nauðsynlegt að
halda þeirri samkepni áfram.
Og þótt Winnipeg Islendingar sjái sér
ekki fært að taka þátt í samkepninni í ár,
þá vonast nefndin eftir þvi að þeir geri
það í framtíðinni.
Nefndin álítur að þrátt fyrir það, þá
muni vera hægt að fá nógu marga flokka
utanbæjar til að halda samkepninni áfram
í vetur.
Nefndin álítur að Þjóðræknisfélagið geti
ekki stuðlað að öðrum leikfimis æfingum
sökum óhjákvæmilegra peninga útláta.
Grettir Jóhannsson
Th. S. Thorsteinsson
Thor Pétursson
Millenial Hockey Trophy Fund
1935—36 Balance .......... $ 13.53
Rep. Trophy and Name
plate.................$ 7.00
Printing passes............ 1.00
Referee fees, Mr. Skinner 6.00
Telephone, postage, etc... 1.50
2 Trips to Gimli, expenses 5.00
Adv. in Falcon publication 3.00
Gross receipts 2 nights at
Selkirk ............. 47.85
Net receipts ............. 23.95
Net balance .............. 13.98
? 37.48 $ 37.48
A. Blondal
Th. S. Thorsteinsson
Skýrsla Hockey-nefndar fyrir 1936
Hockey-semkepni um bikar Þjóðræknis-
félagsins, var háð í marz í fyrra í Selkirk.
Sex flokkar tóku þátt í þeirri samkepni,
fjórir frá Winnipeg, einn frá Gimli og einn
frá Selkirk. Selkirk flokkurinn vann sig-
ur í þeirri samkepni.
Þessi samkepni fór prýðilega vel fram,
og öllum flokkum til mikils sóma. Við
þeim sem aðstoðuðu við þessa samkepni,
sem nefndarmenn viljum þakka öllum
sérstaklega Mr. B. Kelly í Selkirk, Man.,
sem hefir góðfúslega aðstoðað nefndina
s. 1. 2 ár endurgjaldslaust og einn.ig þökk -
um vér Islendingum í Selkirk sem hjálp-
uðu til þess að þátttakendur í samkepn-
inni fengu frian dans og fríar veitingar
seinna kveldið sem samkepnin fór fram.
Bikar var afhentur sigurvegurunum.
Th. S. Thorsteinsson
A. Blondal
The Icelandic National League,
Gentlemen:
The executive of the Falcon Athletic
Association hereby give notice that they
wish to resign from the membership of
the Icelandic National League on account
of being unable to pay the necessary mem-
bership fee.
Thanking you,
Falcon Athletic Association,
Geir Thorgeirson, secretary
G. Árnason og Dr. Beck lögðu til að
þriggja manna milliþinganefnd væri kosin
til þess að hafa eftirlit, ef með þyrfti, með
Hockey-samkepni um bikar Þjóðræknis-
félagsins. Tillagan samþykt. 1 nefndina
voru kosnir: Grettir Jóhannsson, Thorst.
Thorsteinsson og B. Edwin Olson.
G. Árnason skilaði kveðjum frá tveimur
félagsmönnum, sem ekki gátu sótt þingið
í þetta sinn, þeim Andrési J. Skagfeld á
Oak Point og Jónasi K. Jónassyni að Vog-
ar. Guðm. Levy lagði til, að þingið veitti
kveðjum þessum móttöku og að þær væru
bókfærðar,. Tillagan var studd af Pk.
Johnson og samþykt.
Á Eggertson vakti athygli á því, að eins
•og að undanförnu mundi verða beðið um