Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 167
ÁTJÁNDA ÁRÞSING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
149
samskot í ritlhöfundasjóð, og mæltist hann
til þess, að þeir, sem nú væru hér stadd-
ir, og vildu í sjóðinn leggja gæfu sig fram
við einhvern nefndarmanna.
Samþykt var að fresta fundi til kl.
1 og 45 min.
Fundi slitið.
SJÖTTI FUNDUR
Sjötti fundur hins átjánda ársþings
Þjóðræknisfélags Islendinga i Vesturheimi
var settur kl. 1.45 min. miðvikudaginn 24.
febr.
Fundarbók var lesin og staðfest.
Forseti gat þess, að samkvæmt lög-
Um félagsins ættu embættismanna kosn-
ingar nú að fara fram, nema að önnur
störf, sem ganga þyrftu fyrir, væru fyrir
hendi.
Miss Sigurrós Vidal lagði til, að gengið
vœri strax til kosninga. Tillagan var
studd af P. Guðmundssyni og samþykt.
Forseti las upp lista þann, sem lagður
hafði verið fram af útnefningarnefnd.
Tiliaga útnefningarnefndar Þjóðræknis-
télagsins fyrir embættismenn á komandi
ári:
Foi'seti: Dr. R. Pétursson
Vara-forseti: Dr. R. Beck
Ritari: Gísli Johnson
Vara-ritari: B. E. Johnson
Gjaldkeri: Árni Eggertson
Vara-gjaldkeri: Á. P. Jóhannsson
Fjármálaritari: Guðmann Levy
Vara-fjármálaritari: B. E. Olson
Skjalavörður: S. W. Melsted.
Winnipeg 23. febr. 1937.
tltnefningarnefndin.
Á- P. Jóhannsson gat þess, að þó að út-
nefningarnefndin nefndi mann í hvert em-
ætti, væri hverjum og einum heimilt að
utnefna hverja aðra sem hann vildi. Um
Þetta urðu nokkrar umræður. J. J. Bíld-
feii tjáði sig á móti því að útnefninga-
nefnd nefndi í embættin, og kvað þá, sem
utnefndir kynnu að verða af öðrum, naum-
ast hafa jöfn tækifæri á að komast i
embætti.
Var þá gengið til kosninga og voru eft-
írfylgjandi menn kosnir samkvæmt til-
iögum útnefningarnefndar. Ritari lýsti
hjöri jafnóðum og kosið var.
Forseti: Dr. Rögnv. Pétursson, endurk.
Vara-forseti: Dr. Richard Beck, endurk.
Ritari: Gísli Jónsson, endurk.
Vara-ritari: B. E. Johnson, endurk.
Gjaldkeri: Á. Eggertson, endurk.
Vara-gjaldkeri: Ásm. P. Jóhannsson
Fjármálaritari: Guðmann Levy, endurk.
Vara-fjármálaritari: B. E. Olson
Skjalavörður: Sig. Melsteð, endurk.
Annar endurskoðandi reikninga tál
tveggja ára var kosinn Grettir Jóhanns-
son. trtnefningarnefnd til næsta árs var
kosin, og hlutu þessir kosningu: Gunnbj.
Stefánsson, J. W. Jóhannsson og Ragnar
H. Ragnar.
Forseti gat fráfarandi embættismanna,
séra Philips M. Péturssonar og J. W. Jó-
hannssonar, og lauk lofsorði á starf
þeirra í stjórnarnefnd félagsins á liðnu
ári. Tillaga Dr. Becks og Ph. Johnsons
að þeim væri greitt þakklætisatkvæði fyr-
ir störf þeirra í þágu félagsins. Sam-
þykt með því að menn risu úr sætum.
Forseti gat þess, að séra Sigurður
ölafsson hefði mál að flytja fyrir þing-
inu, og bauð honum að taka til máls. Séra
Sigurður sagði, að sér hefði komið til
hugar, að hreyfa því, hvort félagið vildi
ekki gangast fyrdr þvi að safnað yrði
meðal Vestur-lslendinga sögnum, sem
bygðar væru á reynslu þeirra, bæði sál-
rænni og annari, og skýrðu frá atburðum-
sem gerst hefðu bæði á Islandi og hér
vestan hafs. Benti hann á kapp það, sem
nú væri lagt á söfnun þjóðsagna og sagna
af óvenjulegum atburðum heima á ætt-
jörðinni. Sagði, að margt merkilegt af
því tæi lifði eflaust í minni ýmsra Is-
lendinga hér.
Forsetinn mælti nokkur orð með hug-
myndinni. Dr. Beck sagðist vilja ljá þessu
eindregið fylgi sitt. Árni Eggertson
sagði að í reynslu Islendinga hér frá fyrri
árum væru fjölda mörg atvik, sem þess
væru verð, að geymast í sögnum. For-
setinn mintist á minningar Jóns Jónsson-
ar, sem birzt hefðu í ársriti félagsins bæði
í fyrra og í ár, og taldi þær spor i áttina.
Jón J. Bíldfell talaði og um þetta mál og
mintist um leið á samkomu deildarinnar
Frón, og lauk miklu lofsorði á starf
Ragnars H. Ragnars í sambandi við hana.