Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 168
150
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
G. Amason lagði til, að þriggja manna
nefnd vseri kosin til þess að hafa mál það,
sem séra Sig. ólafsson hefði hafið umræð-
ur um, með höndum til næsta þings. Til-
lagan var studd af Ph. Johnson og sam-
þykt. I nefndina voru kosnir: Sig. ólafs-
son, G. Árnason og J. J. Bíldfell.
G. Arnas-on talaði nokkur orð um rit-
höfundasjóðinn og hvatti menn til þess að
leggja eitthvað af mörkum í hann.
Nikulás Ottenson gerði fyrirspumir um
“Ingólfssjóðinn” og “Selskinnu”. Forseti
svaraði spurningum hans á þá leið, að
fyrra atriðið hefði verið leitt til lykta á
þingi fyrir fimm árum, og að umræður um
það yrðu ekki leyfðar; en frá hinu síðara
hefði verið skýrt fyrir tveimur árum, og
væri engu þar hægt við að bæta nú.
Ásm. P. Jóhannsson talaði um auglýs-
ingarnar í ársriti félagsins; hvatti hann
meðlimi tli þess, að láta þess getið að
þeir hefðu lesið auglýsingu í ritinu, er
þeir ættu viðskifti við einhvern þann,
sem auglýsir þar. J. J. Bildfell og A.
Eggertson töluðu líka nokkur orð um
þetta mál. Var getið nafna allmargra
þeirra, sem lengi hafa auglýst í ritinu, og
sömuleiðis ýmsra þeirra vandkvæða, sem
eru á auglýsingasöfnun í rit af þessu tæi.
Þar sem ekki lá fleira fyrir fundinum,
lagði B. E. Johnson til og Margrét Byron
studdi ,að fresta fundi til kl. 8.15. Sam-
þykt.
Fundi slitið.
SJÖUNDI FUNDUR
Sjöundi fundur var settur af forseta kl.
8.20 miðvikudagskvöld þann 24. febr.
Forseti gat þess, að ræðuhöld og aðrar
skemtanir færu fram áður en þinginu
yrði slitið. Kallaði hann þar næst á séra
Egil Fáfnis, sem flutti ágætt erindi um
félagslega samvinnu meðal Vestur-lslend-
inga. Að því loknu lék master Allan
Halldórsson á píanó. Mr. Tryggvi Oleson
flutti fróðlegan og skemtilegan fyrirlestur
um Sverri konung, og karlakórinn söng
f jögur lög undir stjóm Ragnars H. Ragn-
ars. Urðu þeir að endurtaka lögin, og var
fögnuður áheyrenda yfir söngnum mjög
mikill. G. Arnason las tvö erindi í ljóðum
eftir Jónas K. Jónasson, sem hann hafði
sent. Mr. Soffanias Thorkellsson lét draga
um rúmábreiðu forkunnar fagra, sem Mr3.
Ingibjörg Goodmundsson hafði búið til og
gefið deildinni Frón. Lýsti hann þvi yfir,
að allur ágóði af sölu miðanna, rúmir
áttatíu dollarar, yrði notaður til þess að
kaupa íslenzkar bækur fyrir bókasafn
deildarinnar. Dr. Beck flutti kveðju
frá Islendingafélaginu “Vísi” í Chicago og
frá forseta ríkisháskólans í Grand Forks,
N. D. Forseti gat þess, að annar íslenzki
fáninn ,sem salurinn hefði verið skreyttur
með meðan á þinginu stóð, væri gjöf til
Þjóðræknisfélagsins frá aldraðri, íslenzkri
konu; hafi henni verið sendur fáninn að
gjöf frá Islandi.
Þá nefndi forsetinn ritara félagsins,
Gísla Jónsson, til þess að bera fram til-
lögu stjómarnefndarinnar um heiðurs-
félaga, nefndi ritarinn eftirfylgjandi konu
og menn, sem þá, er stjómamefndin (hefði
i þetta sinn komið sér saman um að
heiðra: frú Jakobínu Johnson, skáldkonu í
Seattle ,Wash.; hr. Guttorm J. Guttorms-
son, skáld í Riverton, Majn.; og Þorstein
Þorsteinsson, skáld í Reykjavik á Islandi.
Dr. Beck mælti nokkur orð með tillögunni
og var hún samþykt með því að allir við-
staddir risu úr sætum.
Thorl. Thorfinnsson mælti nokkrum
þakkarorðum fyrir hönd þeirra, sem þing-
ið höfðu sótt frá Norður-Dakota, fyrir
rausnarlegar viðtökur; sömuleiðis Guð-
mundur Goodman frá Wynyard, sem þakk-
aði fyrir viðtökur og samvinnu.
Þá gat forseti þess, að utanbæjar-gest-
um og fulltrúum væri, eins og venjulega,
boðið til kaffidrykkju þetta síðasta þing-
kvöld í neðri sal hússins; sagði hann, að
söngflokkurinn hefði góðfúslega lofað, að
syngja þar aftur nokkur lög.
A. Eggertson og Ph. Johnson lögðu
til, að stjórnarnefndinni væri veitt leyfi
til þess, að samþykkja síðasta fundargem-
ing, eftir að hann væri fullgerður. Til-
lagan var samþykt.
Mælti þá forsetinn blessunarorðin og
lýsti þinginu slitið.
Rögnv. Pétursson, forseti
Gísli Jónsson, ritari