Hugur - 01.06.2008, Síða 8
6
Inngangur ritstjóra
frumsamdar af íslenskum heimspekingum. Svavar Hrafn Svavarsson gerir víð-
reist um helstu stórvirki Platons í þekkingarfræðilegri greiningu sinni á frum-
myndakenningunni. Hér er á ferðinni umfangsmikil ritskýring sem útlistar
skilning Platons á frummyndunum, þann mun sem hann taldi vera á þeim og
skynhlutum og ekki síst ástæður hans fyrir því að setja fram þessa áhrifamiklu
kenningu sína.
Viðfangsefni Eyju Margrétar Brynjarsdóttir í grein sinni „Skilið á milli“ er sá
heimspekilegi vandi að gera ásættanlega grein fyrir huglægni. Eyja gerir úttekt
á því hvernig tekið hefur verið á huglægni í nokkrum helstu kenningum þekk-
ingarfræðinnar, þ.á m. samhengishyggju og afstæðishyggju, en leiðir að því líkur
að nálgun þeirra sé á villigötum. Þar er gengið út frá því að huglægni geri kröfu
um villulausan ágreining aðila sem eru ósammála um huglæga eiginleika, t.d.
smekksatriði, þ.e. að þeir hafi báðir rétt fyrir sér. Að mati Eyju er hér þó um
frumspekilegt afstæði að ræða sem sé ekki nauðsynleg forsenda fyrir því að gera
ráð fyrir huglægum eiginleikum.
Þema síðasta heftis Hugar var heimspeki menntunar. I afmælisheftinu heldur
sú umræða áfram og vonandi er til að dreifa viðvarandi áhuga á þessu mikilvæga
efni. I grein sinni í þessu hefti sýnir Olafiir Páll Jónsson með skemmtilegum hætti
hvað felst í því að vera gagnrýnin manneskja. Hann færir sannfærandi rök fyrir
því að hin klassíska ímynd af gagnrýninni manneskju sem einangruðum hugs-
uði, líkt og listamaðurinn Rodin setti fram í samnefndri höggmynd, sé villandi,
ófullnægjandi og jafnvel hættuleg. Raunverulega gagnrýnin manneskja þarf ekki
einungis að vera hugsandi, heldur einnig virk í athöfnum sínum. Þannig gerir
gagnrýnin jafnframt kröfu um siðferðilega ábyrgð og meðvitund um það sam-
félagslega samhengi sem manneskjan hrærist í.
Heimspeki í skólum hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og er í
talsverðum vexti. í febrúar 2009 fer til dæmis fram stór samnorræn ráðstefna um
slíka heimspeki á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Islands. A meðal þeirra
sem hafa látið til sín taka á þessu sviði er Jóhann Björnsson en í grein sinni í
heftinu fj allar hann um þær heimspekilegu aðferðir og nálganir sem hann hefur
hannað og beitt í grunnskólum í því skyni „að spilla æskunni" að hætti Sókrates-
ar, þ.e. efla gagnrýna hugsun þeirra, skilningsþorsta og spurulsemi, nokkuð sem
stjórnmálamönnum stendur jafnan mikill stuggur af,jafnvel í lýðræðissamfélagi
þar sem slíkir eiginleikar ættu þó að teljast til nauðsynlegra dygða.
Franski fyrirbærafræðingurinn Maurice Merleau-Ponty hefði orðið 100 ára í ár,
hefði honum enst aldur, og af því tilefni var ákveðið að endurskoða og fínpússa
þýðingu Páls Skúlasonar og Jóns Laxdals Halldórssonar á formálanum að einu
þekktasta riti hans, Fyrirbœrafrœöi skynjunarinnar (Phénoménologie de la percep-
tion), er út kom árið 1945. Mikill fengur er að því að þessi krefjandi texti birtist
nú loks á prenti í endanlegri gerð, enda hefur hann verið notaður við kennslu við
Háskóla íslands í óbirtu handriti um nokkra hríð. Við hóp þýðenda bætist nú
Björn Þorsteinsson sem bar þýðinguna gaumgæfilega saman við frumtextann og
lagði til ýmsar breytingar til bóta.
Sami Björn er höfundur greinarinnar „Valsað um valdið" sem valsar allvíða um