Hugur - 01.06.2008, Side 10

Hugur - 01.06.2008, Side 10
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 8-23 Erindi Konfusíusar við samtímann Geir Sigurðsson ræðir við Henry Rosemont Jr. Vestrænir heimspekingar hafa verið tregir til að taka kínverska og raunar asíska heim- speki alvarlega. I Fyrirlestrum um sögu heimspekinnar skrifar Hegel að „öllu pví sem austrænt er eigi að úthýsa úr sögu heimspekinnar", meðal annars vegna skorts á sértekinni hugsun og tilhneigingar til óvirkrar sjálfsskoðunar. Viðhorf á borð við petta virðist enn nokkuð ráðandi á meðal vestrænna heimspekinga. Hvað telurpú að kínversk heimspeki hafi að bjóða vestrænum heimspekingum? Hér er freistandi að vísa til þeirra orða Bertrands Russell, í riti hans Óvinsælar ritgerðir, að vegna þess að Hegel vissi ekki annað um Indland en að það var til var það honum tákngerving „hreinnar veru“, en vegna þess að í Berlín hafði honum verið veitt staða prófessors var borgin honum tákngerving „hins altæka“. Hegel var mjög hrokafullur gagnvart öðrum menningarheimum, eins og raunar fyrir- rennari hans Kant, sem hélt því fram að Konfusíus hefði engan skilning haft á siðferði og einungis sett fram hegðunarreglur fyrir prinsa og fursta. Tilvitnunin í Hegel tjáir raunar tilhneigingu vestrænnar heimspeki til sértekningar og þar með „frelsunar" úr viðjum rúmlegra og tímanlegra aðstæðna. Flestir vestrænir heim- spekingar hafa skilið þessa tilhneigingu sem viðleitni til að setja fram fúUkomlega altæk sannindi. Nauðsynleg forsenda þessarar afstöðu er sú trú, sem soðin var saman úr grískum sjónarmiðum og gyðing-kristnu hefðinni, að Guð hafi fúll- komna þekkingu á öllum hlutum. Þar sem maðurinn er skapaður í líki Guðs ætti hann h'ka að geta öðlast slíka þekkingu. Aðrar menningarhefðir hafa verið öllu hógværari, en vegna þess að vestræn heimspekihefð hefúr alla tíð haft þessa guðsmynd bak við eyrað hefúr sértekin hugsun nánast verið skilgreiningaratriði fyrir vestræna siðmenningu. Það er hins vegar ekkert í sjálfú sér sem knýr á um að heimspeki eigi að einskorðast við sértekningu. Ef við göngum út frá upphafi hennar, að heimspeki sé „ást á visku“, má sjá fyrir sér ótal mismunandi leiðir sem hún getur farið. Persónulega gremst mér andúð margra vestrænna heimspek- inga á asískri heimspeki því ef markmiðin eru að víkka út sjóndeildarhringinn og efla frumleika og gagnrýna hugsun hljóta hin framandi sjónarmið sem finnast í asískri heimspeki að greiða götuna til þeirra markmiða. Eflaust má rekja þessa andúð bæði til hroka og öryggisleysis. Heimspekingar sleppa ódýrast með því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.