Hugur - 01.06.2008, Page 27
Heimhvörf hnattvæðingar og uppstreymi menninga
25
viðteknum hefðum er að setja fram eftirnútímann sem safn gagnorðræðna sem
byggja um of á ríkjandi túlkunum eigin menningarhefða til þess að þjóna hags-
munum annarra en Evrópubúa.
A meðan vestræn gildi halda áfram að einoka hnattvæðingarferlið mun ekkert
lát verða á tilhneigingum til útþenslu, nýlenduvæðingar og trúboðs sem tengjast
gylliboðum um frjálslynt lýðræði, sjálfræði einstaklinga og röklega tækni. En það
eru mikilvæg teikn á lofti um að þessi móderníska ásýnd hnattvæðingar sé að um-
myndast. Ut af fyrir sig er engin ástæða til þess að skilja hnattvæðingu annaðhvort
sem evrópska útþenslu eða ameríska úthverfavæðingu. Auk hins staðbundna og
tvímælalaust vestræna skilnings á hnattvæðingu er að finna annars konar skilning
sem fellst á að aðrir menningarheimar en hinn vestræni hafi margt að bjóða. I
þessum síðari skilningi vísar hnattvæðing einfaldlega til þess möguleika að öðlast
innsýn íframandi menningarleg sjónarmið.
Hnattvæðing sem möguleiki á fjölmenningarlegri innsýn heldur eftir einum
mikilvægum þætti „póstmódernisma", nefnilega þeim að hnattvædd veröld er af-
miðjuð með róttækum hætti. Tilfærsla heimsathyglinnar í átt frá Evrópu og til
Asíu; hreyfiöfl margbrotinna samskipta hinna íslömsku og kristnu heima; hægfara
en stöðugur uppgangur Afríku: Allir þessir straumar hafa sýnt í verki að einungis
ein söguleg útlegging veruleikans er óviðunandi til að gera grein fyrir atburðum
í fortíð, nútíð og framtíð. Vestræn ferli markaðs- og McDonaldsvæðingar munu
án efa halda áfram enn um sinn en vera má að þróttur hnattvæðingarinnar í dag
sé nægur til að standast jafnvel þessum myrku öflum snúning. Þvert á trúboðs-
drauma ensk-evrópskra stjórnmálamanna og viðskiptafrömuða má vera að til sé
önnur tegund hnattvæðingar en sú sem túlkuð er fyrst og fremst sem vestræn
nýlendutaka.
Á Vesturlöndum kemur skipuleg meðvitund um heim okkar fyrst fram í
forngrískum hugleiðingum. Eiginleg .f/aý/í-meðvitund mótaðist samfara tilurð
nútímans. Endanlegum blóma hafa hvort tveggja sjálfs- og heimsmeðvitund náð
á meintum „eftirnútíma", þar sem okkar sjálfs- og heimsmeðvitund hefúr þurft
að lúta afstæði samfara því að margvísleg sjálfstjáning hefúr öðlast gildi, samhliða
jafn íjölbrcyttri verufræðilegri sýn á það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. I stað
þeirrar viðleitni að móta heiminn í röklegri og siðrænni mynd vestrænu upplýs-
ingarinnar hafa fáeinir menningarlega meðvitaðir póstmódernískir gagnrýnendur
viðurkennt að nafn okkar er Hersing og að bæði við og heimurinn erum marg-
föld.
Sú fjölmenningarlega innsýn sem þessi síðari skilningur hnattvæðingar leiðir
til felur í sér að samróma almannaviðhorf er ekki fyrir hendi og því hljóti mergð
menninga og hefða óhjákvæmilega að leiða til þess að reynt sé að komast að sam-
komulagi á forsendum hvers staðar og með tilliti til hvers ágreiningsatriðis fyrir
sig. I stað þess að knýja fram röklegt og siðrænt almannaviðhorf verður vaxandi
þörf á að miðla málum milli óh'kra siða og sjónarmiða. Frjó hnattræn heimspeki
getur hvorki fallist á né liðið kröfúr til eins ráðandi sjónarhorns eða yfirsögulegrar
útleggingar. Ein tegund orðræðu sem allir sammælast um er útilokuð. Það hnatt-
ræna samhengi sem við hrærumst í knýr okkur öllu heldur til að horfast í augu