Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 30
28
Roger T. Ames
nýmarxisma, afbyggingar, femínískrar heimspeki og svo framvegis. Gagnrýni
þessara þölbreyttu hreyfinga beinist að sameiginlegu skotmarki sem Robert Sol-
omon hefur kallað „forskilvitlega yfirvarpið" - hughyggju, raunhyggju, yfirsögu-
legri skýringu, „goðsögninni um hið gefna“.
Ennfremur hafa slík hnattvæðandi öfl innan bandarískrar fagheimspeki mynd-
að eins konar uppstreymi sem knýr innfæddu hefðina upp á yfirborðið. A síðustu
tíu eða fimmtán árum, einkum en ekki eingöngu í Bandaríkjunum, hefur átt sér
stað endurvakning í klassískum pragmatisma sem birtist í sífelft fleiri fáguðum
rannsóknum á þróun amerískrar heimspeki. Hnattvæðing sem sá möguleiki að
öðlast innsýn í fjölmenningarleg sjónarmið gerir þá forgangskröfu að Ameríka
öðlist innsýn í og hafi skilning á sínum eigin heimspekilega anda.
Nýverið hefur einnig önnur breyting átt sér stað innan heimspekideilda í Am-
eríku. Til skamms tíma hefur vestræn fagheimspeki getað leyft sér að hunsa as-
ískar heimspekistefnur (svo ekki sé minnst á afrískar og íslamskar hefðir). Hún
hefur einungis haft óljóst hugboð um inntak þessara hefða og því getað sært
fram þá fullvissu sína að sh'kar hugmyndastefnur séu ekki eiginleg „heimspeki".
Með þessu móti varð til í faginu hugtakið „samanburðarheimspeki", en þetta ein-
kennilega greinarheiti á sér landfræðilega en ekki heimspekilega réttlætingu.
Langt er nú liðið síðan heimspekideild Hawaii-háskóla tók að helga sig því
verkefni að hnattvæða heimspekina. Hawaii er fjölmcnningarlcgt samfélag sem
hefur tekið á móti innflytjendum frá öllum heimshornum og sér í lagi frá Asíu.
Á þriðja áratugi síðustu aldar ákváðu þrír ungir menntamenn - Charles Moore,
Greg Sinclair og Wing-tsit Chan - að námskrá heimspekinnar ætti að endur-
spegla þessa staðreynd og tóku sér fyrir hendur að stuðla að framgangi veraldar-
heimspeki.
Það kann að vera heppileg tilviljun að deila sem nýverið hefur risið í Bandaríkj-
unum um „grundvallarrit og fjölmenningu" hefur blásið þessu verkefni vind í
seglin og verulega aukið framgang þess. Tilfinnanleg þörf fyrir „alþjóðavæðingu"
grunnmenntunar í amerískum háskólum hefur haft þau óhjákvæmilegu áhrif
að heimspekihefðir sem eru upprunnar utan Vesturlanda hafa greinilega gert
áhlaup á námskrár heimspekinnar. Fyrir vikið hafa þeir hópar sem kenna sig við
samanburðarheimspeki, þ.e. heimsþingið sem flakkar á milli staða hverju sinni,
samanburðarklíkan í Honolulu og konfusíusarsinnarnir í Boston, alfir lagst á eina
sveif og komið skriði á það sem til skamms tíma virtist einbert sísýfosarverk.s
Fjölhyggjan sem nú er að koma fram í námskrám heimspekinnar sýnir hægt og
bítandi hvernig öðlast má innsýn í fjölmenningarleg sjónarmið.
Lítum þá næst til kínversku akademíunnar. Segja má að meðan samtímaheim-
speki á Vesturlöndum hunsaði Kína hafi kínversk heimspeki verið gegndræp
og lagt stund á beinan „samanburð" í þeim skilningi að taka inn hvaðeina sem
veitti henni hvað mesta samkeppni. Þannig hefur kínverska akademían verið trú
5 Sigur fyrir hreyfingu samanburðarheimspekinnar er ennþá fjarlæg von, en ef og þegar hann verð-
ur að veruleika þá verður hann blessunarlega pyrrískur. Með öðrum orðum felur árangur í þessari
viðleitni í sér að þetta sérlega óeðlilega fagheiti, „samanburðarheimspeki", hverfi fyrir fullt og allt
úr orðabók heimspekinnar.