Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 34

Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 34
32 Roger T. Ames tilraunir til að komast á bak við hinn viðtekna „sjálfgefna" orðaforða sem leynist í menningarlegum sjónarmiðum þeirra sjálfra. En vandinn er heldur óárennilegri en það. Við komumst ekki hjá því að spyrja þeirrar spurningar hvort, þegar öllu er á botninn hvolft, evrópsk tungumál, þrung- in af skuldbindingu sinni við verundarverufræði, geti „talað“ þá ferlaheimssýn sem liggur þessum kínversku textum til grundvallar? Getur texti eins og Daode- jing, svo dæmi sé tekið, verið þýddur á ensku og samt sem áður miðlað tilæfluðum boðskap sínum? Friedrich Nietzsche hugleiðir í Handan góðs og ills hvernig tiltekin heimssýn er inngróin þeim tungumálum sem orða hana: Það er æði auðvelt að skýra hið undarlega ættarmót allrar indverskrar, grískrar og þýskrar heimspeki. Þar sem tungumálin eru skyld er óhjá- kvæmilegt vegna sameiginlegrar heimspeki málfræðinnar - en þar á ég við hina ómeðvituðu drottnun og leiðsögn skyldra málfræðireglna - að allt miði fyrirfram að því að einstök heimspekikerfi þróist og fylgi hvert á eftir öðru með h'kum hætti, jafnframt því sem ótal ljón virðast í veginum fyrir því að vissar aðrar skýringar á veröldinni geti komið fram.8 Hér er Nietzsche alls ekki að renna stoðum undir tungumálanauðhyggju - þá hugmynd að tungumál okkar þröngvi okkur óhjákvæmilega til þess að hugsa á ákveðinn hátt. Hann er öllu heldur að benda á þá augljósu staðreynd að tungumál og setningabygging þeirra eru hlaðin innsýn ákveðinnar menningar í það sem ljær mannlegri reynslu merkingu. Það er fullkomlega merkingarbært að segja að tungumál „tali“ okkur ekki síður en við tölum tungumálið. Það fær okkur til að hneigjast til að taka við reynslu með einum hætti fremur en öðrum og hvetur okkur til að spyrja tiltekinna spurninga fremur en annarra. Þegar hann veltir til dæmis fyrir sér hvernig tungumál eins og franska og þýska urðu kynjuð („la table“ og „le soleil") segir Nietzsche að „þegar maðurinn gaf öllum hlutum kyn taldi hann sig ekki vera að leika sér, heldur hefði hann öðlast djúpstæða innsýn ...“.91 raun er Nietzsche sjálfur lýsandi dæmi um það vandamál sem hann dregur fram. Maður hefur á tilfinningunni að þegar Nietzsche reynir að gagnrýna verundarverufræði innan vestræns reynsluheims verði hann sjálfur að styðjast mjög við málskrúð og myndhvörf einmitt vegna þess að tungumálið sem hann beitir til að reyna að tjá nýjar hugmyndir sínar heftir hann, neyðir hann til málamiðlana og svíkur hann jafnvel. Nokkru styttra er síðan hinn virti Kínafræðingur Angus Graham dró þá álykt- un að þegar fornkínverska tjáir viðburðaflæði hinnar kínversku yi-heimsfræði „komi setningabygging fomkínversku okkur fyrir í heimi ferla sem við hljótum 8 Friedrich Nietzsdie, Handan gdðs og ills. Forleikur að heimspeki framtiðar, Þröstur Ásmundsson og Arthúr Björgvin Bollason þýddu (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1994 [1886]), §20, s. 110-111. 9 Friedrich Nietzsche, Morgenröthe. Gedanken úber die moralischen Vorurtheile, Kritische Studien- ausgabe 3, ritstj. Giorgio Colli og Mazzino Montinari (Berlín og New York: Walter de Gruyter, 1988 [1881]), §1:3, s. 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.