Hugur - 01.06.2008, Page 35

Hugur - 01.06.2008, Page 35
Heimhvörf hnattvæðingar og uppstreymi menninga 33 að spyrja um ...,,hvaðan“? og einnig, afþví að heimur þessi er á stöðugri hreyfingu, „á hvaða tíma“?“10 Hvernig getum við tekið á þessu bili milli tungumála og þeirrar heimssýnar sem falin er í þeim? Ef Ludwig Wittgenstein hefur rétt fyrir sér með þeirri til- gátu að „takmörk tungumáls okkar eru takmörk heims okkar“ þá má vera að við þurfum einfaldlega á meira tungumáli að halda. Með því að þróa með okkur blæbrigðaríkan skilning á forngrískum orðaforða — logos, nous,phusis, kosmos, eidos, alethea og svo framvegis — getum við komist aftur fyrir Descartes og að vissu marki lesið forngríska texta á forsendum þeirra sjálfra og á fágaðri hátt. Með því að mynda og tileinka okkur orðaskrá yfir heimspekileg lykilhugtök sem kínversku textarnir vefjast utan um öðlumst við betri færni í að staðsetja þessa megintexta innan þess vitsmunalega landslags sem tilheyrir þeim sjálfum. Það sem heimspekilegir túlkendur þurfa að taka sér fyrir hendur er að auka næmi nemenda í kínverskri heimspeki fyrir þeim óvenjulegu grundvallarforsend- um sem valda því að sú údegging á veröldinni sem tjáð er í kínverskri heimspeki er svo frábrugðin okkar. Það eru þessar forsendur sem móta hinn heimspekilega orðaforða og setja merkingu hans skorður. Eru þessar almennu forsendur eðlislæg- ar og óbreytanlegar? Að sjálfsögðu ekki, en þar með er ekki sagt að við getum gert menningarlegan samanburð án þess túlkunarfræðilega næmis sem forðar okkur frá hættum menningarlegrar smættarhyggju. Þegar dregnar eru upp údínur þess samhengis sem túlkunin fer fram innan er aðeins ein nálgun hættulegri en sú að greina slíkar alhæfingar og hún er, satt best að segja, að gera það ekki. Túlkendur sem bregðast í því að vera sjálfsmeðvitaðir og taka eðlilegt tillit til eigin gadamer- ískra „for-dóma“ með þá afsökun að vopni að þeir styðjist við einhverja „hlutlæga" orðabók sem reynist vera sjálf sterklega lituð af menningarlegri hlutdrægni, þegar allt kemur til alls, gera sig ekki einungis seka um einföld heldur tvöföld svik gagnvart lesendum sínum. Rétt eins og sérhver kynslóð velur úr hugsuðum fyrri alda, miðlar þeim áfram og endurmótar þá samkvæmt eigin ímynd, þá endurmet- ur sérhver kynslóð hin klassísku meginrit veraldarheimspekinnar í samræmi við eigin þarfir. Eins og hverjir aðrir erum við óhjákvæmilega fólk tiltekins tíma og staðar. Þessi sjálfsmeðvitund skrumskælir ekki heimspekihefð Kína heldur rennir einmitt stoðum undir grundvallarforsendur hennar. Þar að auki hefúr ensk-evrópsk heimspeki lagt aukna áherslu á túlkandi orða- forða í seinni tíð, en það hæfir enn betur tjáningu kínverskra sjónarmiða. I stað hins hefðbundna tungumáls sem grundvallað er í verundarheimssýn er nú í ríkari mæli beitt orðaforða ferla og breytinga. Innan vestrænnar heimspekihefðar hefúr nýleg áhersla á ferli, sem tengist heimspekingum á borð við Whitehead, Bergson og nú fyrir skemmstu endurkomu klassíska ameríska pragmatismans, orðið að viðvarandi gagnrýni á verundarverufræði og þá tvíhyggjuheimssýn sem hún felur í sér. Meginstefna hefðbundinnar tvíhyggjuheimssýnar er í átt til „lokunar" fyrir til- stilli hugmynda á borð við frelsun, sáttargjörð og eftirsókn eftir fúllvissu sem IO A.C. Graham, Studies in Chinese Philosophy and Phi/osophical Literature (Albany: SUNY Press, 1990), s. 360-411.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.