Hugur - 01.06.2008, Síða 55

Hugur - 01.06.2008, Síða 55
Tákn og merkingar iBreytingaritningunni - Yi Jing 53 Á eftir textunum við sexgröfin, sem eins og gefiir að skilja eru 64 talsins, eru línutextarnir næstir að mikilvægi. Alls eru 384 (6 x 64) línur og hver með sinn línutexta, auk þess sem fyrstu tvö sexgröfin sem eru qian, eða hreint yang, og kun, eða hreint yin, hafa sérstakan h'nutexta til viðbótar fyrir tilvik þegar allar hnur eru breytanlegar, þ.e. qian með 9 í öhum hnusætum og kun með 6 í öllum sætum. Því eru textahnurnar alls 386 og þetta reglubundna táknkerfi og túlkunarfræði þess byggir öll á grunni þeirrar heimsfræði að náttúran og samfélagið séu linnulaust að breytast. Það er hið eðlilega ástand alheimsins. Þetta nefndu Kínverjar til forna bianyi Hf-Jv sem mætti þýða sem „hverfulleiki“. Handan þessara breytinga, sem kunna að virðast óræðar í fyrstu, er þó gert ráð fyrir vissum óbreytanlegum lögmálum sem nefnd voru „hið óbreytanlega" eða buyi 'FJa. Með hagræðingu táknrænna mynda þessara lögmála sem eru fyrrgreind gröf, eða gua jfy, er unnt að birta þessi lögmál og skilja verkanir og gagnverkanir þeirra á hverri stundu. Þessi hst að hagræða gröfunum eftir ákveðnum reglum, eða öllu heldur gagnverkun táknanna og alheimslögmálanna sem þau standa fyrir, er stundum nefnd jian yi fíjjJÍj sem þýða mætti sem „einfaldleiki". Upprunaleg merking fyrra táknsins jian Pí eru bambusstrimlar og vera má að elsta spádómsaðferð Breytinganna hafi falist í uppskiptingu og talningu sh'kra strimla fyrir myndun sexgrafa en ekki vallhum- alsstilka eins og síðar tíðkaðist. Hér fyrir framan hefur fyrst og fremst verið fjallað um elsta hluta Breytinga- ritningarinnar. Þessi hluti á uppruna sinn að rekja aftur til upphafs tímabilsins sem kennt er við Zhou-ættina og oft er jafnvel litið svo á að hann sé sjálf ritn- ingin ásamt skýringum við hana sem kenndar eru við Vængina tíu. En eins og fyrr greinir eru þeir ritaðir nokkru seinna, eða sennilega á tíma hinna stríðandi ríkja. Vengirnir víkka út og skýra merkingu ritningarinnar með margvíslegu móti. Þegar notast er við Breytingaritninguna til spádóma er fyrst og fremst stuðst við textana við sexgröfin og línutextana til að ákvarða hvort spáin boðaði lán eða ólán, en þessir textar eru oftar en ekki afskaplega torræðir og fornir. Ef einhver fengi til dæmis spádóm og svarið væri í sexgrafi 28 j 1111 j da guo eða „yfirburðir hins mikla“ þá hljómar textinn með eftirfarandi hætti: „Aíll • fijiílÉ • • -*r • Yfirburðir hins mikla. Burðarásinn svignar. Það er hagur í að ferðast langt. Gæfa.“ Eitt og sér er þetta harla torskilið og því er þörf á að útskýra tengshn á milli forms línutáknsins, nafns þess og línutextans. Og það er það sem fyrsti hluti Vængjanna sem nefnist „Ályktanir skýrðar" fyjffy Tuan zhuan gerir með eftirfar- andi hætti: xmmtn ■ mmttftitL ■ mijmmý • hmuíít • mmm ■ Jh ^■ Hið mikla hefur yfirburði. Burðarásinn svignar því endar hans eru veik- ir. Hið sterka hefur yfirburði og er í miðju. Hið milda og hið glaðværa [þrígröfin r= xun H og EE dui jí sem mynda sexgrafið] ráða ferðinni, því er hagur í að ferðast langt og það verður til gæfu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.