Hugur - 01.06.2008, Page 57
Tákn og merkingar íBreytingaritningunni - Yi Jing
55
og aðra náttúru, en einnig þekkingar á táknmáli ritningarinnar og sögulegum
bakgrunni.
Breytingaritningin hefur sjálf að geyma alvarlega áminningu til þeirra sem leita
svara í henni í formi spádóma. Svo segir í graftexta sexgrafs númer 4 11 ] 111 meng
W. „ungæðisleg glópska":12 „WWLcS • • Fyrsti spádómur er
upplýsandi, en annar og þriðji eru gruggugir, og það sem er gruggugt getur ekki
upplýst." Þetta eru varnaðarorð gegn því að spyija véfréttina aftur og aftur sömu
spurningar. Það ber að taka fyrsta svarinu og hugleiða það þar til það skýrist
hvernig torræð myndh'king hins forna texta tengist aðstæðum spyrjandans.
Einnig ber að hafa í huga að graf- og línutextar ritningarinnar eru stuttir en
torræðir auk þess að vera sprottnir úr framangreindri frumstæðu samfélagsgerð
sem og ófriðartímum. Því er vel hugsanlegt að þegar spurt er um tilhugalíf þá
færi véfréttin fram eitthvað sem tengist stríði. I shkum tilvikum ber að h'ta á
textann sem táknræna líkingu og þá reynir fyrst og fremst á innsæi spáandans að
heimfæra táknrænan forntexta upp á raunverulegar aðstæður spyrjandans.
Túlkunarfrœdi Breytinganna
I stuttu máli mætti segja að hugmyndafræðilegur grunnur Breytingaritningarinn-
ar sé táknfræði eða táknræn framsetning, en þess ber að gæta að Breytingaritn-
ingin er táknkerfi í tvennskonar merkingu. Annars vegar liggur táknræn merking
í formi sexgrafanna (og þrígrafanna sem byggja þau) og hins vegar hefur texti
ritningarinnar að geyma merkingarþrungið táknmál og myndh'kingar.
I fyrsta lagi eru það form sexgrafanna sem eru táknræn fyrir fyrirbæri og hvers
kyns atvik í alheiminum. Ef skoðuð eru tengslin á milli forms sexgrafsins og þess
fyrirbæris sem það táknar, þá eru annarsvegar form sem hafa til að bera eðlileg og
óumdeilanleg tengsl við hið táknaða fyrirbæri og hinsvegar form sem virðast ekki
hafa nema afar óljós og geðþóttaleg tengsl við hið táknaða. En þótt gróflega megi
flokka sexgröfin í þessa tvo hópa er einstaklingsbundið og stundum torskilið hvað
menn kalla eðflleg og óumdeilanleg tengsl og hvað þeir telja óljós og geðþóttaleg
tengsl.
Til dæmis eru tengsl táknmyndanna 11111 og j j j j j j og hugmyndanna qian
„hins skapandi/himins" og kun flþ „ hins móttækilega/jarðar" nokkuð sem verður
fyrst og fremst skilið út frá innsæi eða grundvaflað í hugmyndafræðinni frekar
en sjáflu forminu, en vefst þó varla fyrir neinum. Sexgraf númer 27 | j [ j j | yi EM er
ýmist kaflað „munnur" eða „næring"'3 og tengsl formsins við munn eru augljós,
auk þess sem yang-línurnar tvær eru harðar að eðli og geta táknað tennur, en yin-
flnurnar á mifli mjúkar og geta táknað t.d. fæðu. Ennfremur geta þrígröfin E= j§|
„hið örvandi" að neðan og Es ^ „kyrr“ að ofan augljóslega vísað til efri og neðri
kjálka við tyggingu. En þegar kemur að sexgröfum eins og 56 j j 11 j | lii Jíf „foru-
12 „Youthfiil Folly“ í þýðingu Baynes/Wilhelms.
13 „Corners of the Mouth (Providing Nourishment)" í þýðingu Baynes/Wilhelms.