Hugur - 01.06.2008, Síða 87

Hugur - 01.06.2008, Síða 87
Ski/ið á milli 85 Þetta er svo skýrt með því að huglæga eiginleika hafi hlutir í krafti huglægrar afstöðu til þeirra. Nú ríður á að skýra betur tvennt: annars vegar hvað átt sé við með huglægum eiginleikum og hins vegar hvað villulaus ágreiningur sé. Byrjum á eiginleikunum: Greinarmunur á huglægum og hlutlægum eiginleikum snýst um það að huglægir eiginleikar séu á einhvern mikilvægan hátt háðir huglægri afstöðu sem hlutlægir eiginleikar eru þá óháðir. Ymsar leiðir hafa verið farnar til að gera þennan greinar- mun og þar með til að skilgreina huglæga eiginleika. I grein sinni „Values and Secondary Qualities“2 nefnir John McDowell til dæmis tvær þeirra. Sú fyrri er að kalla þá eiginleika huglæga sem við getum ekki fyllilega skilið og haft hugtök yfir öðruvísi en með vísun í tiltekið hugarástand og reynslu okkar af því.3 Seinni leiðin er að kalla þá eiginleika huglæga sem eru í raun aðeins ímyndaðir af okkur eða afurðir þess hugarástands sem fær okkur til að halda að hlutir hafi þá.4 5 * Þeir huglægu eiginleikar sem ég þalla um hér eru meira í ætt við seinni leið- ina hjá McDowell en þá fyrri. Það sem málið snýst um er ekki það hvernig við öðlumst skilning á eiginleikunum heldur það hvemig hlutirnir hafa þá eiginleika sem um ræðir. Samkvæmt seinni leiðinni hjá McDowell er þó óljóst hvort hlut- irnir geti yfirleitt haft þessa eiginleika, þeir virðast fyrst og fremst vera til í koll- inum á okkur sjálfum. Huglægu eiginleikarnir sem ég á við eru eiginleikar sem hlutir geta haft en ástæða þess að hlutur hefur slíkan eiginleika er eitthvað sem býr í kollinum á okkur.s Það að hlutur hafi tiltekinn huglægan eiginleika er samkvæmt skilgreiningu minni háð tiltekinni huglægri afstöðu sem hefur ekki áhrif á það hvort hann hefur tiltekinn hlutlægan eiginleika. Nú þarf auðvitað að spyrja hvers konar hug- læg afstaða það er sem málið snýst um og á hvaða hátt hluturinn sé háður henni. Hinir ýmsu hlutir og eiginleikar geta verið háðir ýmiss konar huglægri afstöðu á ýmsa vegu án þess að það tengist verufræðilegri stöðu þeirra beinlínis. Hugsum okkur til dæmis að ég sitji með leirklump í höndunum og ákveði að móta úr honum kúlu. Hluturinn sem ég bý til úr leirnum verður þá hnöttóttur vegna þess að ég ákvað að hafa hann hnöttóttan og lögun hlutarins er að þessu leyti háð ákvörðun minni, sem er vissulega einhvers konar huglæg afstaða. Þetta þýðir hins vegar ekki að lögun sé huglægur eiginleiki.Til að eiginleiki teljist hug- lægur þarf það hvort hlutur hefiir hann að standa og falla með því að einhver (og við vitum kannski ekki alveg hver þessi „einhver11 er) hafi þá afstöðu til hans að hann hafi þennan eiginleika. Yfirleitt er ekki litið á lögun sem huglægan eigin- leika þar sem ekki er talið að það hvort hlutur sé hnöttóttur standi og falli með því hvort einhver h'ti svo á að hann sé hnöttóttur. Ef ég ákveð að búa til kúlu en bý svo til teningslaga hlut án þess að gera mér grein fyrir því þá verður sá hlutur 2 McDowell (1985/1988), s. 170. 3 Þennan skilning á huglægum eiginleilcum má t.d. finna hjá Colin McGinn (1983). 4 Það er þessi leið til að greina milii huglægra og hlutlægra eiginleika sem J.L. Mackie hefur í huga, sjá t.d. Mackie (1976). 5 Þann greinarmun á huglægum og hludægum eiginleikum sem ég miða við má t.d. finna hjá Gareth Evans (1980) ogjohn Campbell (1993).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.