Hugur - 01.06.2008, Side 91

Hugur - 01.06.2008, Side 91
Skilið á milli 89 Sannleikurinn er það sem við kennum barni að segja, til dæmis ef barnið hefur brotið rúðu í næsta húsi með boltanum sínum. Sannleikurinn er það sem við viljum að standi í dagblaði, til dæmis ef blaðið tæki upp á að segja frá því sem fram fer hér í Háskólabíói í dag. Um dæmi af þessu tæi blasir eitt við. Sannleikurinn er í því fólginn að það sem sagt er eða skrifað samsvari því sem sagt er frá.8 Hugmyndin er að sanngildi setningar ráðist af merkingu hennar annars vegar og heiminum hins vegar og setningin er þannig sönn ef merking hennar teng- ist heiminum á viðeigandi hátt, eða samsvarar honum. Þær kenningar sem fela í sér að fleiri aðilar séu að þessu sambandi má svo kalla afstæðiskenningar um sannleika, þ.e. þær fela í sér að sanngildi setningarinnar sé afstætt við eitthvað umfram merkingu og samsvörun við heiminn. Þær kenningar sem lengst hafa gengið í þeim efnum hafa kveðið á um að sannleikurinn yfirleitt, eða sanngildi hvaða setningar sem er, væri afstæður við t.d. hugtakakerfi eða menningarheim. Sh'kar kenningar hafa verið gagnrýndar á ýmsan máta, til dæmis fýrir að vera í raun sjálfhrekjandi, en hér verður sjónum beint að mun afmarkaðri útgáfu af afstæðiskenningu um sannleika. Þær sértæku afstæðiskenningar um sannleika sem settar hafa verið fram á undanfornum árum, m.a. í því skyni að gera grein fýrir möguleikanum á viflulaus- um ágreiningi,9 eru talsvert frábrugðnar kenningum um að sannleikurinn eins og hann leggur sig sé afstæður. Afstæðiskenningar sem þessar ganga almennt ekki út á að allur sannleikur sé afstæður, heldur er þeim ætlað að eiga við um eitthvert tiltekið brot af honum, til dæmis sannleika sem varðar það sem við getum kallað smekksatriði. Utfærslan getur verið mismunandi en í grófum dráttum eiga slíkar kenningar það sameiginlegt að gera ráð fýrir tveimur mismunandi „lögum“ af sjónarhornum sem staðhæfing er metin út frá. Þessa hugmynd má rekja til Davids Kaplan en í greininni „Demonstratives" sem kom út árið 1977 sýnir hann fram á mikflvægi þess að gera greinarmun á því samhengi sem staðhæfing er notuð í (e. context of use) og því samhengi sem hún er metin í (e. context of evaluation).'° Lítum nú á hvernig sértæk afstæðiskenning útskýrir það hvernig villulaus ágreiningur geti ríkt milli Guddu og Gvendar: Staðhæfing Gvendar, „þátturinn er fýndinn", og staðhæfing Guddu, „þátturinn er ekki fyndinn“, eru ósamrýmanlegar ef gengið er út frá sama notkunarsjónar- horninu. Þetta gerir það að verkum að ágreiningur er til staðar mifli þeirra tveggja. Hins vegar er sanngildi staðhæfingar um smekksatriði á borð við fyndni afstætt við samhengið sem hún er metin í. Staðhæfingu Gvendar um að þátturinn sé fyndinn er eðlilegt að meta út frá sjónarhorni hans en staðhæfingu Guddu skal meta út frá sjónarhorni hennar. Þannig er hvor staðhæfingin um sig sönn miðað við það sjónarhorn sem hún er metin út frá. 8 Þorsteinn Gylfason (2006), s. 177. 9 Dæmi um slíkar kenningar er að finna hjá Kölbel (20043; 20048) og MacFarlane (2007). to Kaplan (1977/1989). Einnig má segja að hugmyndir Kaplans og Arthurs Prior (1967) um afstæði sanngildis staðhæfinga við tíma hafi haft áhrif á þær hugmyndir sem hér er lýst.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.