Hugur - 01.06.2008, Side 91
Skilið á milli
89
Sannleikurinn er það sem við kennum barni að segja, til dæmis ef barnið
hefur brotið rúðu í næsta húsi með boltanum sínum. Sannleikurinn er
það sem við viljum að standi í dagblaði, til dæmis ef blaðið tæki upp á
að segja frá því sem fram fer hér í Háskólabíói í dag. Um dæmi af þessu
tæi blasir eitt við. Sannleikurinn er í því fólginn að það sem sagt er eða
skrifað samsvari því sem sagt er frá.8
Hugmyndin er að sanngildi setningar ráðist af merkingu hennar annars vegar
og heiminum hins vegar og setningin er þannig sönn ef merking hennar teng-
ist heiminum á viðeigandi hátt, eða samsvarar honum. Þær kenningar sem fela
í sér að fleiri aðilar séu að þessu sambandi má svo kalla afstæðiskenningar um
sannleika, þ.e. þær fela í sér að sanngildi setningarinnar sé afstætt við eitthvað
umfram merkingu og samsvörun við heiminn. Þær kenningar sem lengst hafa
gengið í þeim efnum hafa kveðið á um að sannleikurinn yfirleitt, eða sanngildi
hvaða setningar sem er, væri afstæður við t.d. hugtakakerfi eða menningarheim.
Sh'kar kenningar hafa verið gagnrýndar á ýmsan máta, til dæmis fýrir að vera
í raun sjálfhrekjandi, en hér verður sjónum beint að mun afmarkaðri útgáfu af
afstæðiskenningu um sannleika.
Þær sértæku afstæðiskenningar um sannleika sem settar hafa verið fram á
undanfornum árum, m.a. í því skyni að gera grein fýrir möguleikanum á viflulaus-
um ágreiningi,9 eru talsvert frábrugðnar kenningum um að sannleikurinn eins og
hann leggur sig sé afstæður. Afstæðiskenningar sem þessar ganga almennt ekki
út á að allur sannleikur sé afstæður, heldur er þeim ætlað að eiga við um eitthvert
tiltekið brot af honum, til dæmis sannleika sem varðar það sem við getum kallað
smekksatriði. Utfærslan getur verið mismunandi en í grófum dráttum eiga slíkar
kenningar það sameiginlegt að gera ráð fýrir tveimur mismunandi „lögum“ af
sjónarhornum sem staðhæfing er metin út frá. Þessa hugmynd má rekja til Davids
Kaplan en í greininni „Demonstratives" sem kom út árið 1977 sýnir hann fram á
mikflvægi þess að gera greinarmun á því samhengi sem staðhæfing er notuð í (e.
context of use) og því samhengi sem hún er metin í (e. context of evaluation).'°
Lítum nú á hvernig sértæk afstæðiskenning útskýrir það hvernig villulaus
ágreiningur geti ríkt milli Guddu og Gvendar:
Staðhæfing Gvendar, „þátturinn er fýndinn", og staðhæfing Guddu, „þátturinn
er ekki fyndinn“, eru ósamrýmanlegar ef gengið er út frá sama notkunarsjónar-
horninu. Þetta gerir það að verkum að ágreiningur er til staðar mifli þeirra tveggja.
Hins vegar er sanngildi staðhæfingar um smekksatriði á borð við fyndni afstætt
við samhengið sem hún er metin í. Staðhæfingu Gvendar um að þátturinn sé
fyndinn er eðlilegt að meta út frá sjónarhorni hans en staðhæfingu Guddu skal
meta út frá sjónarhorni hennar. Þannig er hvor staðhæfingin um sig sönn miðað
við það sjónarhorn sem hún er metin út frá.
8 Þorsteinn Gylfason (2006), s. 177.
9 Dæmi um slíkar kenningar er að finna hjá Kölbel (20043; 20048) og MacFarlane (2007).
to Kaplan (1977/1989). Einnig má segja að hugmyndir Kaplans og Arthurs Prior (1967) um afstæði
sanngildis staðhæfinga við tíma hafi haft áhrif á þær hugmyndir sem hér er lýst.