Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 96

Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 96
94 Eyja Margrét Brynjarsdóttir að skoða mögulega afstæðiskenningu um eiginleika sem tæpast verður kallaður huglægur: það að vera stór. Hugsum okkur að ioo g þung hagamús yrði á vegi okkar. Væri rétt að segja að hún væri stór? I samanburði við aðrar hagamýs væri hún afar stór. I samanburði við flestar aðrar spendýrategundir væri hún hins vegar ekki stór. Þetta má væntanlega afgreiða án afstæðishyggju um sannleika með einhvers konar samhengishyggju, til dæmis þannig að hagamúsin geti ekki einfaldlega haft eiginleikann að vera stór heldur geti hún aðeins verið stór-miðað-við-hagamýs, stór-miðað-við-spendýr, o.s.frv. En ef hægt er að setja fram afstæðishyggju um eiginleika á borð við fyndni hlýtur að vera hægt að setja fram sambærilega kenningu um þann eiginleika að vera stór. Samkvæmt slíkri kenningu getur hagamúsin vel haft þann eiginleika að vera stór. Hins vegar er sanngildi setningarinnar „Músin er stór“ afstætt við það samhengi sem setningin er metin í. I þessu tilfelli ræðst það samhengi þó ekki af sjónarhorni tiltekins aðila, eins og í dæminu um fyndnina, heldur af þeim hlutum sem eðlilegt er að bera músina saman við undir þeim kringumstæðum sem um hana er rætt. Það er þá bæði satt og ósatt að hundrað gramma hagamús sé stór, eftir því við hvað er miðað. Það hvort eitthvað er stórt er hins vegar ekki huglægt. Vissulega getur ýmiss konar huglægt mat farið fram í tengslum við það. Gvendur gæti til dæmis kom- ist að þeirri niðurstöðu að hundrað gramma hagamús sé of stór til að gaman sé að eiga hana í búri á meðan Guddu fyndist að hundrað gramma hagamús væri alveg hæfilega stórt gæludýr. Þetta mat Gvendar og Guddu er samt ekki það sem ákvarðar það hvort hagamúsin er stór. Hundrað gramma hagamús er fjórum sinn- um þyngri en meðalhagamúsin og þar með stór miðað við aðrar hagamýs óháð því hvort Gvendur eða Gudda vilja eiga hana. Það sem er huglægt í þessu sambandi er mat Gvendar og Guddu á hentugri hagamúsastærð en ekki það hvort músin er stór. Þetta huglæga mát er huglægt á talsvert annan hátt en eiginleikarnir sem ég kallaði huglæga. Samt sem áður er það afstætt við samhengi, samkvæmt þessari mögulegu afstæðiskenningu um stærð, hvort setningin „Músin er stór“ er sönn. Afstæði við samhengi eitt og sér dugar sem sagt ekki til að gera eiginleika huglægan. Það er ekki nægjanlegt skilyrði. En er það nauðsynlegt skilyrði? Til að leggja mat á það skulum við skoða hvaða hlutverki afstæðið gegnir þegar eigin- leikar geta talist huglægir. Það sem virðist einkenna þá eiginleika sem við köllum huglæga er að um þá getur ríkt ákveðið afbrigði af viflulausum ágreiningi sem getur ekki ríkt um þá afstæðu eiginleika sem ekki teljast huglægir: Hugsum okkur að Gvendur segi „þessi skemmtiþáttur er fyndnari en þátturinn sem var sýndur í gær“. Gudda svarar svo „nei, mér fannst hinn þátturinn fyndnari“. Sé villulaus ágreiningur mögulegur virðist hann eiga við þarna. En sambærilegt dæmi um villulausan ágreining er ekki hægt að setja upp um eiginleika á borð við að vera stór. Hugsum okkur að Gvendur segi „þessi mús er stærri en músin sem var hér í gær“ og að Gudda svari „nei, mér finnst hin músin stærri". Þetta hljómar undar- lega og við gerum ráð fyrir að annað hvort Gudda eða Gvendur hafi rangt fyrir sér. Það hvor músin er stærri hefúr ekkert með það að gera hvað einhverjumfinnst. Það er þetta að einhverjum finnist eitthvað sem er lykilflnn að huglægninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.