Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 108
io6
Olafur PállJónsson
Mynd 5: Samfélag
íhugandi einstaklinga.
Þetta er samfélag þar sem mikið er hugsað, en enginn segir neitt við neinn.
Það gerist ekkert manna á milli. Það lærir enginn neitt af neinum og það miðlar
enginn neinu til neins. Tungumálið er einungis tæki til þögullar íhugunar en ekki
Ufandi miðill hugsunar. Þetta samfélag hinna skynsömu er eitthvert heimskuleg-
asta samfélag sem um getur.
Það sem vantar algjörlega í þessa mynd er að einkunnirnar ,skynsamlegt‘, ,gagnrýn-
ið‘, ,rannsakandi‘ eða ,skapandi‘ eigi við um samfélagið sjálft. Þessar einkunnir kunna
að eiga við um einstaklingana, en það er ekkert í samskiptum þeirra og samveruhátt-
um sem gerir það að verkum að þær eigi við um samfélagið sem þeir mynda.
Hér á undan vitnaði ég í Aristóteles þar sem hann sagði að þekkingarþrá væri
manninum í blóð borin. Þetta sagði hann í fyrstu bók Frumspekinnar. I fyrstu
bók Stjómspekinnar veltir Aristóteles einnig fyrir sér mannlegu eðli og segir þá:
„borgríkið (gr.polis) tilheyrir náttúrulegum hlutum, og [...] maðurinn er að nátt-
úru sinni borgríkisdýr."12 Það sem Aristóteles á við með þessum orðum er að nátt-
úra mannsins sem skynsamlegs og siðferðilegs dýrs nær ekki að verða að veruleika
nema í samfélagi eins og gríska borgríkinu. Sambærileg hugsun kemur fyrir hjá
Jean-Jacques Rousseau á 18. öld. Sýn Rousseaus á frjálst samfélag gerir ráð fyrir
því að þeir einstaklingar sern mynda samfélagið búi yfir dómgreind, skynsemi
og félagskennd. I þessu samhengi er vert að hafa 1' huga að Rousseau leit ekki
svo á að skynsemin væri sjálfgefin - að það væri hægt að ganga út frá skynsemi
einstaklinganna sem gefinni - heldur taldi hann að skynsemi væri ávinningur.
Amélie Oksenberg Rorty lýsir þessu svo:
[...] Rousseau endurskoðar hinn klassíska skilning á hlutverki skynsem-
innar í gerð mannsins: skynsemi er ávinningur frekar en upphafspunktur.
Áður en hann er orðinn fullmótaður sjálfráða borgari bregst hinn nátt-
úrulegi maður við hverju sem við honum blasir, án þess að hugsa málið,
og án vals eða fyrirhyggju.13
12 Aristóteles, Stjómspekin, 1.2,125322-3.
13 Amélie Oksenberg Rorty, „Rousseau’s educational experiments", Philosophers on Education, Rout-
lege, London 1998, bls. 240.