Hugur - 01.06.2008, Page 111
Gagnrýnar manneskjur
109
eða afleiðingar eru ólík frá einni manneslqu til annarrar, felur það að
temja sér að vinna saman af vinsemd - sem getur, t.d. í íþróttum, byggst
á samkeppni og kappi - í sér ómetanlega viðbót við b'fið. Með því að taka
sérhvern ásteytingarstein — og þeir hljóta að verða íjölmargir - eftir því
sem nokkur kostur er, út úr andrúmslofti og umhverfi valds og aflsmunar
sem leið til úrlausnar og inn í umhverfi rökræðu og skynsemi, þá h'tum
við á þá sem við eigum í ágreiningi við - jafnvel djúpstæðum ágreiningi -
sem einstaklinga sem við getum lært af, og að sama marki, sem vini.16
I þessum orðum Deweys um lýðræðið sjáum við áherslu á samþættingu hins per-
sónulega (að nálgast einhvern sem vin) og hins röklega (umhverfi rökræðu og
skynsemi) sem er algjörlega sambærileg við greiningu Lipmans á rannsóknar-
samfélaginu.17 Fyrri tilgáta okkar um hina gagnrýnu manneskju virðist því ófull-
komin þar sem hún tiltók ekkert um félagslegt eðli. Ur þessu getum við bætt með
því að bæta enn við nýjum lið:
(IV) Gagnrýnin er sú manneskja sem býr yfir (i) gagnrýnu hugferði, þ.e. hún
íhugar eigin skoðanir, bæði inntak þeirra og forsendurnar sem þær byggja
á, (ii) skynsamlegum sköpunarmætti, þ.e. hún breytir í samræmi við hugs-
anir sínar, hugsunin úthverfist í verki, og þessu til viðbótar þá (iii) beinist
gagnrýni hennar og sköpunarmáttur að henni sjálfri sem siðferðilegri veru
ekki síður en ytri viðfangsefnum og (iv) hún er fær um að taka virkan þátt
í gagnrýnu rökræðusamfélagi - rannsóknarsamfélagi.
Hið gagnrýna rökræðusamfélag - rannsóknarsamfélagið - getur verið með ýms-
um hætti. Við finnum það í kennslustofunni þegar vel lætur, h'ka í vinahópnum
sem ræður ráðum sínum í hversdagslegum leik, og í stærra samhengi birtist svo,
ef vel lætur, allt samfélagið sem rannsóknarsamfélag um forsendur og skilyrði
hins góða lífs. Hér renna þannig saman hugmyndin um rannsóknarsamfélag og
hugmyndin um lýðræðislegt samfélag.18
j. Gagnrýnin skynjun
Nú höfum við dregið upp viðamikla mynd af hinni gagnrýnu manneskju: (i) Hún
kann að íhuga og hugsa rökrétt, þ.e. hún hefur gott hugferði, (ii) hún er virk, þ.e.
hún beitir hugsun sinni á skapandi hátt til að takast á við tilveruna í kringum sig
og búa í haginn fyrir sig sem manneskju, (iii) hún er siðferðileg vera og (iv) hún
16 Dewey, „Creative democracy - The task before us“, Ibe EssentialDewey, Indiana University Press,
Bloomington 1998,1. bindi, bls. 342.
17 Þessar hugmyndir Deweys um lýðræði í samskiptum manna hafa raunar fengið byr undir báða
vængi í hugmyndum manna um rökræðulýðræði (e. deliberative democracý).
18 Þetta er einn kjarninn í hugmyndinni um rökræðulýðræði, sjá Ólafur Páll Jónsson, Náttúra, vald
og verdmæti, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2007, einkum kafla 8, „Prútt eða rök og
réttlæti".