Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 113
Gagnrýnar manneskjur
iii
hvað það var að gera, hvað étið var þann dag á Hala, hvort allir fengu
nóg, hvort nokkur sagði þann dag á Hala: „Það er kominn landnyrðingur
í Hornið," og margt fleira. En þetta hafði enginn skrifað, af því að steinar
gátu aldrei lent á sveitinni.20
Þannig fer allt á stað í huga Þórbergs Þórðarsonar þegar hann horfir á steinana í
brekkunni fyrir ofan Breiðabólsstaðarbæina. Og þetta er ekki nema byrjunin.
Eg sá á úditi steinanna, að þeir voru á ólíkum aldri. Sumir voru unglegir.
Þeir voru næstum strákslegir og sumir stelpulegir. Það var eins og væri
mikil hreyfing í þeim, og það var glatt yfir þeim og nýlegur blær á útliti
þeirra.
Aðrir báru það utan á sér, að þeir voru mjög gamlir. Þeir voru ellilegir
á litinn. Það var dauft yfir þeim, og hreyfingin í þeim var hæg og þung-
lamaleg. Það voru komnar skurfur í þá hér og þar, h'kt og hrukkur í húð
á gömlu fólki, og það voru seztar á þá skófir og mosi hér og þar, eins og
náttúran væri hætt að bera virðingu fyrir steindómi þeirra.
En þessi skynjun - þetta samspil augans og hugans - er nokkuð sem verður að
rækta eins og hvern annan hæfileika sálar eða líkama.
Mér var alveg náttúrlegt að hugsa, að maður gæti heyrt frá þeim raddir
og skihð í þeim hugsanir, ef maður heyrði nógu vel og væri nógu fimur
að skilja. En maður þyrfti að æfa sig til þess, og ef maður æfði sig nógu
lengi, þá færi maður að heyra og skilja. En ég vissi ekki þá, hvernig maður
ætti að æfa sig.2'
Stundum kom ég mér fyrir í góðri stellingu norðan á húsagarðinum til
þess að geta horft á hann í þægilegu næði og hugsað djúpt um hann, og
ég horfði oft lengi á hann og hugsaði oft djúpt um hann, og því lengur
sem ég horfði og því dýpra sem ég hugsaði, því furðulegri varð hann, því
dularfyllri og óskiljanlegri.”
Við erum komin langt frá myndinni af hugsuðinum sem Rodin gerði ódauðleg-
an. Þessi álúti og íhuguli maður var ágætis byrjun en nú erum við komin að allt
annarri manngerð.
(V) Gagnrýnin er sú manneskja sem býr yfir (i) gagnrýnu hugferði, þ.e. hún
íhugar eigin skoðanir, bæði inntak þeirra og forsendurnar sem þær byggja
á, (ii) skynsamlegum sköpunarmætti, þ.e. hún breytir í samræmi við hugs-
anir sínar, hugsunin úthverfist í verki, og þessu til viðbótar þá (iii) bein-
20 Þórbergur Þórðarson, Steinamir tala, Helgafell, Reykjavík 1956, bls. 293. Þessi kafli er endurprent-
aður í Þegar ég varð óléttur: Úrval úr ritum Þórbergs Þórðarsotiar, Mál og menning, Reykjavík 1989.
Þar stendur tilvitnunin á bls. 23.
21 Þórbergur Þórðarson, Steinamir tala, bls. 298.
22 Þórbergur Þórðarson, Steinamir tala, bls. 300.