Hugur - 01.06.2008, Síða 144

Hugur - 01.06.2008, Síða 144
142 Björn Þorsteinsson vinnu sína eru í raun allir þrælar auðmagnsins — launþegar jafnt sem atvinnurek- endur.6 7 Hugmyndin sem allt snýst um í þessu sambandi erfirring. Einstaklingur sem verður að selja vinnu sína og starfa til dæmis við færiband alla daga, þar sem hann innir af hendi sömu hreyfinguna - snyrtir til fiskiflök eða festir baksýnis- spegil á bíl, tínir appelsínur af trjám eða þræðir reimar í skó — er ákaflega fjarri því að rækta eðli sitt sem fijáls, skapandi, andleg vera. I reynd, hlutlægt séð, er slíkur einstaklingur sambærilegur við tannhjól í vél. I stað þess að rækta manndóm sinn í starfi er hann dæmdur til að inna af hendi andlausa, ómennska vinnuJ Látum þetta nægja um Marx og vinnuna í bili. Það sem ég vildi benda á varð- andi spurninguna um manninn - um eðli hans og kjarna - er að tilgangur mann- legs samfélags, markið sem mannkynssagan hlýtur að eiga að stefna að (eða erum við kannski ekki öll sammála um það?), felst eflaust í því að þjóðskipulagið geri sem flestum, eða raunar (úr því að við erum nú einu sinni að tala um hugsjónir og endanleg markmið) öllum manneskjum kleift að rækta eðli sitt. Þjóðfélag er gott, svo ekki verður um bætt, ef bókstaflega öllum líður eins og þau eigi heima í því, og ekki er nóg með að þeim h'ði þannig, heldur er þessi líðan eða þessi tilfinn- ing á rökum reist, hún er sönn - þjóðfélagið sem þau búa í er sannarlega peirra þjóðfélag. Með öðrum orðum er enginn útilokaður, enginn tilheyrir réttnefndum minnihlutahópi (að minnsta kosti ekki í þeim skilningi að hann beri skarðan hlut frá borði), enginn er útlendingur í eigin landi, enginn er réttlaus, enginn utangarðsmaður, enginn annars flokks þegn - allir jafnir og frjálsir. Með orðalagi að hætti Páls postula: þar er hvorki gyðingur né grískur (Kól 3:11), þar er enginn innfæddur og enginn innflytjandi. Hljómar þetta ekki vel? Er það ekki þetta sem við erum að leita að, hugsjónin sem við höfum að leiðarljósi — þjóðfélag þar sem 6 Þessi staðreynd skín til dæmis í gegn þegar atvinnurekendur réttlæta uppsagnir eða aðrar „sárs- aukafullar ákvarðanir" með því að „önnur leið hafi ekki verið fær“ - „markaðsaðstæður" hafi „kraf- ist“ þess að gripið yrði til aðgerða sem eru < reyttd engum að skapi - hvorki atvinnurekandanum né launpegunum. 7 Metsölubók Andra Snæs Magnasonar um Draumalandið hefst á því að sögumanninum er sagt að „skáldin", og þ.m.t. sögumaðurinn sjálfur, „séu ekki í neinu sambandi við raunveruleikann". Sá sem þannig mælir er leigubílstjóri sem telur sig augljóslega þess umkominn að fella dóma um það hvað raunveruleikinn sé, hvar hann sé og hveijir séu í sambandi við hann. Ekki má ráða af frásögn Andra Snæs að bílstjórinn hafi þó látið svo lítið að nefna áþreifanleg dæmi um fólk sem væri í téðu sambandi við veruleikann; en þó er augljóst af samhenginu að sögumaður telur bílstjórann ráðast að sér með þessum hætti vegna andstöðu þess fyrrnefnda við álverksmiðjur austur á fjörðum og annars staðar. Sjá Andri Snær Magnason, Drauma/andið: Sjálfshjálparbók handa hrœddripjóð (Reykjavík: Mál og menning 2006), s. 9-12. - Eg skýt inn þessari svipmynd úr upphafi Drauma/andsins vegna þess að tengslin við myndina af verkamanninum, sem vinnur með höndunum við það að snyrta fiskiflök eða tína appelsínur, eru augljós. Væntanlega ber að túlka reglu leigubílstjórans á þá leið að slíkir verkamenn séu sannarlega í sambandi við raunveruleik- ann — þeir hafa að minnsta kosti ekki tækifæri til að sitja spekingslegir eða dreymnir á svip með skriffæri í hönd og láta vaða á súðum, út og suður. Myndin sem leigubílstjórinn dregur upp er óvægin og minnir einna helst á orð Guðs almáttugs við Adam eftir að sá síðarnefhdi hafði bitið í eplið: „[...] akurlendið [sé] bölvað þín vegna. Með erfiði skaltu hafa viðurværi af þyí alla þína ævidaga. Þyrna og þisda skal landið gefa af sér og þú skalt lifa á grösum merkurinnar. I sveita þíns andlitis skaltu brauðs þíns neyta þar til þú hverfúr aftur til jarðarinnar því af henni ertu tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa." (iMós 3:17-19) Hlutskipti mannsins er að draga fram lífið í þessum táradal, og öll viðleitni til að skapa eða stunda andlega iðju er ekkert annað en sambandsleysi við veruleikann, ábyrgðarlaust svif á rósrauðu skýi meðan aðrir þræla — og haida þér uppi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.