Hugur - 01.06.2008, Síða 147
Valsað um valdið
145
og Genet er sviðsetning á því hvernig samfélagsvélin er, einmitt, ómennsk í kaldri
flokkunaráráttu sinni.
* * *
Þriggja binda verk franska heimspekingsins Michels Foucault um sögu kynh'fs-
ins14 markaði á sínum tíma nokkur tímamót í fræðilegri umþöllun um samband
valds og kynhfs - að minnsta kosti frá bæjardyrum heimspekinnar séð. Fyrsta
bindi verksins, sem er raunar einn allsherjar fræðilegur inngangur að rannsókn-
inni, kom út 1976 og náði fljótlega mikihi útbreiðslu.15 Síðari bindin tvö, sem hafa
að geyma „áþreifanlegri" rannsóknir, komu ekki út fyrr en 1984, um það leyti sem
Foucault lést.'6 Grunntónninn í rannsókninni, og grundvallarafstaða Foucaults til
efnisins, kemur ágætlega fram í fyrsta bindinu og í eftirfarandi yflrhti um kenn-
inguna mun ég að mestu styðjast við þennan hluta verksins.17
I Sögu kynlífsins ræðst Foucault til atlögu við þá góðkunnu og jafnvel viðteknu
söguskoðun að á síðustu öldum hafi umræða um kynlíf, og ekki síður iðkun þess,
mátt sæta skipulegri og víðtækri bælingu á Vesturlöndum. Tepruskapur að hætti
Viktoríu drottningar — „heimsveldispempíunnar"18 eins og Foucault kallar hana -
hafi öðru fremur sett mark sitt á stöðu kynlífsins í þeim þjóðfélögum sem kenna
sig á þessu tímabili í æ ríkari mæli við upplýsingu, frjálslyndi og lýðræði. Okkur
hafi verið kennt að tala ekki um kynhfið, halda því kirfilega innan vébanda hjóna-
herbergisins, láta ekki nokkurn mann vita af því hvernig við gerðum pað. Þessa
söguskoðun kahar Foucault bælingartilgátuna - og tekur hana til afar gagnrýn-
innar skoðunar eins og áður sagði.19
I stuttu máh felur gagnrýni Foucaults í sér einfalda ábendingu: hvernig getur
staðið á því að við erum jafn bæld og af er látið -þegar raunin er sú að aldrei hefur
verið meira talað um kynh'fið en einmitt um þessar mundir? (Mig grunar að hefði
Foucault lifað 25 ár til viðbótar, og væri enn á meðal vor, hefði hann styrkst ah-
verulega í þessari tilgátu sinni.) I frægum greinaflokki fyrir rúmum áratug talaði
Kristján Kristjánsson heimspekingur um „öld kjaftastéttanna" - og ef til vih má
segja að fjandvinur hans Foucault sé á sömu buxunum hér.“ Sá síðarnefndi beinir
nefnilega spjótum sínum að öllum þeim nýtilkomnu starfsgreinum sem gera það
að markmiði sínu að fá fólk til að tala hispurslaust og blátt áfram um kynh'f sitt -
14 Nokkur vandi er að þýða franska hugtakið sem hér býr að baki - scxualité. Með allgóðum rökum
hefði einnig mátt taka þann kost að þýða það sem „kynhneigð" eða „kynferði".
15 Michel Foucault, Histoire de la sexualité 1: La volonté de savoir (París: Gallimard 1976).
16 Michel Foucault, Histoire de la sexualité2:L'usage desplaisirs (París: Gallimard 1984) og Histoire de
la sexua/itéj: Le souci de soi (París: Gallimard 1984).
17 Þess má geta að í reynd lauk Foucault aldrei verkinu, og raunar tók það aðra stefnu en hann ætlaði
sér í upphafi, eins og sjá má í inngangi 2. bindis.
18 Micliel Foucault, „Við hinir, viktoríumenn", Björn Þorsteinsson þýddi, Alsæi, vald og pekking:
Urvalgreina og bákakajia, ritstj. Garðar Baldvinsson (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun 2005),
s. 170-179, hér s. 170.
19 Sjá Michel Foucault, „Bælingartilgátan", Björn Þorsteinsson þýddi, Alsæi, vald og pekking, s.
180-211.
20 Sjá Kristján Kristjánsson, „Tíðarandi í aldarlok", Mannkostir (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2002),
s. 171-222, hér s. 171. Kristján beinir sjónum að Foucault á s. 181-182.