Hugur - 01.06.2008, Síða 170
i68
Ritdómar
hefur verið verið þýtt til þessa af heim-
spekiritum frá nýöld. Gaman væri að
sjá fleiri spreyta sig á að koma sígildum
ritverkum, t.d. eftir Spinoza, Berkeley,
Pascal eða Hobbes, yfir á íslensku þann-
ig að þau gætu bæst við þau fáu rit sem
fýrir eru eftir Descartes, Locke, Hume,
Rousseau og Kant. A meðal mikilvægra
rita frá þessum tíma, sem vert væri að
þýða, má nefna Nýjar ritgerdir um skiln-
ingsgáfuna og e.t.v. einnig Gudréttu eftir
Leibniz.
Ekki verður annað séð en að þýðingin
sé til fyrirmyndar. Handahófskenndur
samanburður við frumtextann í „Món-
öðufræðinni" bendir til þess að bæði
sé málfarið vandað og þýðingarlausnir
smekklegar. Neðanmálsgreinar eru einn-
ig upplýsandi enda þótt stundum séu þær
í stysta lagi. Inngangur Henrys Alexand-
ers Henryssonar er að sama skapi vand-
aður og heldur sig við aðalatriðin um leið
og hann dregur upp skemmtilega mynd
af Leibniz sem ódeigum fjölfræðingi er
reyndi að þætta saman hugmynda- og
trúarkerfi sem virtust á yfirborðinu illa
ríma saman. Gagnleg er einkum umfjöll-
unin um helstu vandamálin sem frum-
speki hans glímir við og nær ekki að svara.
Helst saknar maður þess að ekki sé gerð
betri grein fyrir því í hverju endurvakinn
áhugi á heimspeki Leibniz á 20. öld hafi
falist heldur aðeins ýjað að honum. En
það breytir því ekki að mikill fengur er
að þessu kveri.
Egill Arnarson
Að kenna heimspeki eða kenna um heimspeki
Ármann Halldórsson og Róbert Jack:
Heimspeki fyrir pig. Mál og menning
2008. 203 bls.
Bókin Heimspeki fyrirpig eftir Ármann
Halldórsson og Róbert Jack kom út síð-
sumars 2008.1 formála hennar segja höf-
undar að hún sé kennslubók í heimspeki
fyrir framhaldsskólastig og að undanfarin
ár hafi kaflar úr henni verið notaðir sem
kennsluefni við nokkra framhaldsskóla. I
formálanum gera þeir líka stutta grein
fyrir því hvernig bókin er hugsuð þar sem
þeir segja:
Strax í upphafi gengum við út frá þess-
um viðmiðum: að kaflar skiptust eftir
viðfangsefnum (frekar en sögulegum
tímabilum), að textinn væri heppilegur
til umræðu, að hver kafli væri marg-
radda (geymdi nokkur viðhorf á við-
fangsefnið), að sem flestir merkustu
höfúndar heimspekisögunnar kæmu
við sögu í bókinni, að greint væri frá
samtímaviðhorfum í heimspeki, að
umfjöllunin tengdist hversdagslegum
veruleika og að heimspeki væri lýst
sem lifandi viðfangsefni. (10)
Hér eru mörg og stór markmið sett frem-
ur stuttri bók. Höfundar færast mikið í
fang. Þeir kynna til sögu hugsuði frá tím-
um sem spanna tvö og hálft árþúsund og
fjalla um úrlausnarefni úr flestum helstu
undirgreinum heimspekinnar.
Bókin skiptist í þijá hluta. Hver hluti
er fimm kaflar sem er skipt í stutta undir-
kafla með millifýrirsögnum. Fyrsti hlutinn
heitir Hið sanna. Hann fjallar um nokkur
viðfangsefni á sviði rökfræði, fmmspeki,
þekkingarfræði og vísindaheimspeki. Ann-
ar hlutinn, Hið góða, snýst að mestu um sið-
fræði og stjórnmálaheimspeki þótt fleira sé
kynnt til sögu, meðal annars það sem J. L.
Austin sagði um málgjörðir (84-86). Þriðji
hlutinn ber yfirskriftina Hið fagra. Af nafni
hans má ætla að hann fjalii um fagurfræði,
en fýrsti kafli hans fjallar um heimspeki
sem lífsleikni eða leið til að temja sér heilla-
vænlegan lífsstfl og þankagang. Næstu þrír
kaflarnir snúast um ráðgátur á sviði trúar-
heimspeki og aðeins sá síðasti fjallar um
eiginlega fagurfræði.