Hugur - 01.06.2008, Síða 170

Hugur - 01.06.2008, Síða 170
i68 Ritdómar hefur verið verið þýtt til þessa af heim- spekiritum frá nýöld. Gaman væri að sjá fleiri spreyta sig á að koma sígildum ritverkum, t.d. eftir Spinoza, Berkeley, Pascal eða Hobbes, yfir á íslensku þann- ig að þau gætu bæst við þau fáu rit sem fýrir eru eftir Descartes, Locke, Hume, Rousseau og Kant. A meðal mikilvægra rita frá þessum tíma, sem vert væri að þýða, má nefna Nýjar ritgerdir um skiln- ingsgáfuna og e.t.v. einnig Gudréttu eftir Leibniz. Ekki verður annað séð en að þýðingin sé til fyrirmyndar. Handahófskenndur samanburður við frumtextann í „Món- öðufræðinni" bendir til þess að bæði sé málfarið vandað og þýðingarlausnir smekklegar. Neðanmálsgreinar eru einn- ig upplýsandi enda þótt stundum séu þær í stysta lagi. Inngangur Henrys Alexand- ers Henryssonar er að sama skapi vand- aður og heldur sig við aðalatriðin um leið og hann dregur upp skemmtilega mynd af Leibniz sem ódeigum fjölfræðingi er reyndi að þætta saman hugmynda- og trúarkerfi sem virtust á yfirborðinu illa ríma saman. Gagnleg er einkum umfjöll- unin um helstu vandamálin sem frum- speki hans glímir við og nær ekki að svara. Helst saknar maður þess að ekki sé gerð betri grein fyrir því í hverju endurvakinn áhugi á heimspeki Leibniz á 20. öld hafi falist heldur aðeins ýjað að honum. En það breytir því ekki að mikill fengur er að þessu kveri. Egill Arnarson Að kenna heimspeki eða kenna um heimspeki Ármann Halldórsson og Róbert Jack: Heimspeki fyrir pig. Mál og menning 2008. 203 bls. Bókin Heimspeki fyrirpig eftir Ármann Halldórsson og Róbert Jack kom út síð- sumars 2008.1 formála hennar segja höf- undar að hún sé kennslubók í heimspeki fyrir framhaldsskólastig og að undanfarin ár hafi kaflar úr henni verið notaðir sem kennsluefni við nokkra framhaldsskóla. I formálanum gera þeir líka stutta grein fyrir því hvernig bókin er hugsuð þar sem þeir segja: Strax í upphafi gengum við út frá þess- um viðmiðum: að kaflar skiptust eftir viðfangsefnum (frekar en sögulegum tímabilum), að textinn væri heppilegur til umræðu, að hver kafli væri marg- radda (geymdi nokkur viðhorf á við- fangsefnið), að sem flestir merkustu höfúndar heimspekisögunnar kæmu við sögu í bókinni, að greint væri frá samtímaviðhorfum í heimspeki, að umfjöllunin tengdist hversdagslegum veruleika og að heimspeki væri lýst sem lifandi viðfangsefni. (10) Hér eru mörg og stór markmið sett frem- ur stuttri bók. Höfundar færast mikið í fang. Þeir kynna til sögu hugsuði frá tím- um sem spanna tvö og hálft árþúsund og fjalla um úrlausnarefni úr flestum helstu undirgreinum heimspekinnar. Bókin skiptist í þijá hluta. Hver hluti er fimm kaflar sem er skipt í stutta undir- kafla með millifýrirsögnum. Fyrsti hlutinn heitir Hið sanna. Hann fjallar um nokkur viðfangsefni á sviði rökfræði, fmmspeki, þekkingarfræði og vísindaheimspeki. Ann- ar hlutinn, Hið góða, snýst að mestu um sið- fræði og stjórnmálaheimspeki þótt fleira sé kynnt til sögu, meðal annars það sem J. L. Austin sagði um málgjörðir (84-86). Þriðji hlutinn ber yfirskriftina Hið fagra. Af nafni hans má ætla að hann fjalii um fagurfræði, en fýrsti kafli hans fjallar um heimspeki sem lífsleikni eða leið til að temja sér heilla- vænlegan lífsstfl og þankagang. Næstu þrír kaflarnir snúast um ráðgátur á sviði trúar- heimspeki og aðeins sá síðasti fjallar um eiginlega fagurfræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.