Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 173
Ritdómar
171
breiðast út, keppa um rúm í heilabúi
manna og þróast með svipuðum hætti
og erfðavísar.) Þetta er afleit þýð-
ing. Trúlega væri skárra að tala um
„mím“ þar sem nokkur hefð er fyrir
því að nota grískuslettuna „að míma“
yfir að herma eftir. Einnig kemur til
greina að tala um „hermi“. Sömuleiðis
er „memetík" (á s. 57) heldur leiðin-
legt orð. Kannski væri „hermifræði"
skárra.
• A s. 137 segir frá hundingjum: „A
almannafæri gengu þeir til dæmis til
örna sinna, stunduðu sjálfsfróun og
báru matvæh svo til sæist, ...“. Ég
kannast við orðasambandið „að ganga
örna sinna“ en held að það samræm-
ist ekki neinni málvenju að segja að
menn gangi til örna sinna.
• Á s. 160 segir: „I bók sinni Hugsanir
Pensées leggur Pascal efasemdamanni
orð í munn ...“ „Hugsanir" er þýðing
á franska titlinum „Pensées" og því
færi betur á að rita til dæmis „I bók
sinni Hugsanir (Pensées) leggur Pascal
efasemdamanni orð í munn ..."
Á fáeinum stöðum í textanum eru full-
yrðingar sem mér þykja hæpnar þó ég
viðurkenni að sumar af efasemdum mín-
um kunni að vera umdeilanlegar:
• Á s. 54-5 segir: „Raunar má gera ráð
fýrir að heitið e/hwhyggja sé orðið úr-
elt þar sem nútímaeðlisfræði kennir
okkur að ,efni‘ sé í raun ekki til held-
ur sé allt mismunandi birtingarform
orku.“ Þetta er afar einkennileg full-
yrðing. Ef efni er eitt birtingarform
orku og rafsegulbylgjur annað er efni
þá ekki jafnraunverulegt og til dæmis
rafsegulbylgjur?
• A s. 65 er sagt að skipta megi þekkingu
í kenningar og lögmál og að mun-
urinn á þessu tvennu sé að lögmál séu
óumdeild en kenningar óvissari eða
umdeilanlegri. Þetta kemur ekki heim
við venjulega málnotkun þar sem til
dæmis er talað um só\mið)xikenningu
(sem er nokkuð óumdeild) en lögmál
Newtons (sem Einstein sagði að væru
ekki öll sannleikanum samkvæm).
• Á s. 173 segir að Nietzsche hafi ekki
sjálfur sagt að guð væri dauður heldur
lagt þau orð í munn vitfirringi. Þetta
er að vísu rétt, en hann leggur þessi
orð hka í munn Zaraþústru sem er
nokkuð augljóslega málpípa Nietzsc-
hes sjálfs. (I forspjallinu í upphafi
bókarinnar Svo mælti 7.arapústra seg-
ir: „En þegar Zaraþústra var orðinn
einsamall á ný, mælti hann til hjarta
síns: ,Getur þetta verið! Þessi heilagi
öldungur í skóginum veit ekki enn að
guð er dauður?“‘)
• Á s. 159 er fjallað um sönnun Anselms
en hún er ekki útskýrð nógu vel til að
aðrir en þeir sem þekkja hana fýrir
skilji hvernig hún er hugsuð. Þetta er
skaði því þessi „sönnun" er heppilegt
umræðuefni til að þjálfa nemendur í
heimspeki.
*
Þótt ég hafi fundið að ýmsu í bókinni tel
ég að hún sé vel til þess fallin að vekja
ábuga á heimspeki. Þetta er skemmtileg
bók og fremur auðlesin og það er óhætt
að mæla með henni við þá sem langar í
lausleg kynni af þeim stóra og víðfeðma
fræðaheimi sem heimspekin er. Margt í
bókinni er vel hugsað og í öllum köflum
hennar má finna athyglisverðar pælingar,
en til að skrifa virkilega góða kenns/ubók
í heimspeki, en ekki bara um heimspeki,
held ég að þurfi að ígmnda betur hvað í
því felst að kenna hana og nema.
Atli Harðarson