Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 23
21 bókmennta sakir sérkennilegrar frásagnaraðferð- ar, glöggskyggni þeirra á mannlegt eðli og rökræns samhengis við raunveruleikann. Lýsingar þeirra á mannlegu hátterni eru í jafn góðu gildi enn þann dag í dag og fyrir 700 árum þegar þær voru saman- settar. Frásagnaraðferð í íslendingasögum er að því leyti sérstæð, að sálarlífi manna er þar lýst frá ströngu atferlissjónarmiði. Höfundarnir láta per- sónumar lýsa sér í tali, látæði og athöfnum, en skýra nær aldrei beinum orðum frá innra hugarheimi. Þeir lýsa einungis þeim athöfnum og orðum sem augun fá séð og eyrun heyrt, líkt og gerist á kvikmyndatjaldi, og af þeim verður lesandinn að ráða þær hugsanir og tilfinningar sem inni fyrir búa. Annað sérkenni íslendingasagna felst í þeirri tilhneigingu höfundanna að láta persónuleika manna haldast svo til óbreyttan í allri sögunni. Sérhver sögupersóna virðist vera ánetjuð fast- mótuðu viðbragðakerfi og hvorki reynsla né skóli lífsins fá þar nokkru um breytt. Þetta viðhorf ber þó engan veginn vott um kyrrstætt sálarlíf, því að lýsingar á atferli manna eru öllu fremur i ætt við þann hugsunarhátt, sem kallaður er dynamiskur nú á dögum. Sérhvert sálrænt atferli leiðir af öðru í nokkurn veginn rökrænu samhengi, en innan þeirrar umgerðar sem persónuleikinn afmarkar. í íslendingasögunum birtast allvíða lýsingar á geðrænum truflunum og uppkomu þeirra í mann- legum samskiptum, rétt eins og höfundarnir líti á þær sem sjálfsagðan hlut í tilverunni. Geðrænar truflanir eiga sér þar ávallt rökræn tildrög, og lýsingar á ytra atferli þeirra samræmast nánar þeim klinisku myndum sem þekktar eru í geðlæknis- fræðinni nú á dögum og gefa jafnframt vísbendingu um innra eðli þeirra. Frásögnin er að sönnu stutt og gagnorð, en því meira felst í hverju orði og enn meira má lesa á milli línanna. Þar að auki lumar frásögnin oftast á útfarinni kímni, sem einnig tekur til lýsinga á hvers konar sjúkleika. Höfundarnir sjá ávallt tilveru mannsins í skoplegu ljósi, jafnvel þar sem alvara er á ferðum. Kunnasta lýsing á geðrænum sjúkleika í íslend- ingasögum er frásögnin af þunglyndi Egils Skalla- grímssonar eftir missi Böðvars, sonar síns. í Egils sögu er atburðarásinni lýst á eftirfarandi hátt: „En svá er sagt, þá er þeir settu Böðvar niðr, at Egill var búinn: Hosan var strengð fast að beini. Hann hafði fustanskyrtil rauðan, þröngvan upphlutinn ok láz at síðu. En þat er sögn manna, at hann þrútnaði svá, at kyrtillinn rifnaði af honum ok svá hos- urnar. En eftir um daginn lét Egill ekki upp lokrekkjuna. Hann hafði þá ok engan mat né drykk. Lát hann þar þann dag ok nóttina eftir. Engi maðr þorði at mæla við hann. En inn þriðja morgin, þegar er lýsti, þá lét Ásgerðr skjóta hesti undir mann, - reið sá sem ákafligast vestr í Hjarðarholt -, ok lét segja Þorgerði þessi tíðindi öll saman, ok var þat um nónskeið, er hann kom þar. Hann sagði ok þat með, at Ásgerðr hafði sent henni orð at koma sem fyrst suðr til Borgar. Þorgerðr lét þegar söðla sér hest, ok fylgðu henni tveir menn. Riðu þau um kveldit ok nóttina, til þess er þau kómu til Borgar. Gekk Þorgerðr þegar inn í eldahús. Ásgerðr heilsaði henni ok spurði, hvárt þau hefði náttverð etit. Þorgerðr segir hátt: „Engan hef ek náttverð haft, og engan mun ek fyrr en at Freyju. Kann ek mér eigi betri ráð en faðir minn. Vil ek ekki lifa eftir föður minn ok bróður". Hon gekk at lokhvílunni ok kallaði: „Faðir lúk upp hurðinni, vil ek, at vit farim eina leið bæði“. Egill spretti frá lokunni. Gekk Þorgerðr upp í hvílugólfit ok lét loku fyrir hurðina. Lagðist hon niðr í aðra rekkju er þar var. Þá mælti Egill: „Vel gerðir þú, dóttir, er þú vill fylgja feðr þínum. Mikla ást hefir þú sýnt við mik. Hver ván er, at ek mun lifa vilja við harm þenna?“ Síðan þögðu þau um hríð. Þá mælti Egill: „Hvat er nú, dóttir, tyggr þú nökkur?“ „Tygg ek söl“ segir hon, „því at ek ætla að mér muni þá verra en áðr. Ætla ek ella, at ek muna of lengi lifa“. „Er þat illt manni?“ segir Egill. „Allillt“, segir hon, „villtu eta?“. „Hvat mun varða?“ segir hann. En stundu síðar kallaði hon ok bað gefa sér drekka. Síðan var henni gefit vatn at drekka. Þá mælti Egill: „Slíkt gerir at, er sölin etr, þyrstir æ þess at meir“. „Viltu drekka faðir?“ segir hon. Hann tók við ok svalg stórum, ok var þat í dýrshomi. Þá mælti Þorgerðr: „Nú erum vit vélt. Þetta er mjólk“. Þá beit Egill skarð ór horninu, allt þat er tennr tóku, ok kast- aði hominu síðan. Þá mælti Þorgerðr: „Hvat skulum vit nú til ráðs taka? Lokit er nú þessi ætlan. Nú vilda ek, faðir, at við lengðim líf okkart svá at þú mættir yrkja sem síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.