Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 24
22 deyjum vit, ef okkr sýnist. Seint ætla ek Þorstein, son þinn, yrkja kvæðit eftir Böðvar, en þat hlýðir eigi, at hann sé eigi erfðr, því at eigi ætla ek okkr sitja at drykkjunni, at hann er erfiðr“. Egill segir, at þat var þá óvænt, at hann myndi þá yrkja mega, þótt hann leitaði við, - „en freista má ek þess“ segir hann. Egill hafði þá átt son, er Gunarr hét, ok hafði sá ok andazt litlu áðr. Ok er þetta upphaf kvæðis: „Mjök erum tregt tungu at hræra . . . “ o.s.frv. „Egill tók að hressast, svá sem fram leið að yrkja kvæðit, ok er lokit var kvæðinu, þá færði hann þat Ásgerði ok Þorgerði ok hjónum sínum. Reis hann þá upp ór rekkju ok settist í öndvegi. Kvæði þetta kallaði hann Sonatorrek" (5). Frásögn þessi bregður upp svipmynd af djúpu þunglyndiskasti ásamt helstu einkennum þess og af því tagi sem brýst oft út í sambandi við ástvina- missi. Egill leggst í rekkju og ætlar bersýnilega að svelta sig í hel. Raunar hefir birst sú skoðun, að Agli hafi aldrei til hugar komið að „flýja af hólmi lífsins“ með því að svelta sig til bana. Hann hafi lokað sig inni í rekkju sinni og hvorki neytt svefns né matar til að „magna anda sinn, heyja glímu við Oðinn, geta ort sér til huglausnar", jafnvel heima- menn hans á Borg hafi ekki skilið hvað hann væri að gera (6). Vel má vera að hægt sé að gæða hátterni Egils Skallagrímssonar svo rómantískum skilningi, þótt sultur hafi yfirleitt ekki þótt vænleg leið til andagiftar. En þá væri líka allt framferði Egils helber leikaraskapur og lítt í samræmi við hugarstríð hans yfir líki sonar síns. Viðbrögð Ásgerðar, konu Egils, bera þess hins vegar greinileg merki, að hún hafi talið hér hættu á ferðum. Hún þekkti betur skaplyndi Egils en aðrir og hafði einmitt sjálf valdið honum þunglyndis- kasti, þegar hún hafnaði umsjá hans eftir dauða Þórólfs manns síns. Þá tók „Egill ógleði mikla, sat oft og drap höfðinu niður í feld sinn“. Einmitt þess vegna skynjar Ásgerður af kvenlegum næmleika, að hún stendur Agli of nærri tilfinningalega til þess að geta haft áhrif á hann í þessu sjúklega ástandi. Á þriðja degi bregður hún á það ráð að leita ásjár Þorgerðar, dóttur sinnar, en hún var gift kona í Hjarðarholti og löngu vaxin frá Agli, föður sínum. Sendimaður Ásgerðar „reið sem ákaflegast vestur í Hjarðarholt,“ svo að mikið hefir þótt liggja við, og kom hann þangað „um nónskeið". Jafnskjótt og Þorgerður spyr tíðindin, lætur hún söðla sér hest og ríður ásamt tveim fylgdarmönnum „um kvöldið og nóttina" uns hún kemur til Borgar. Tímasetningin á komu sendimannsins og brottför Þorgerðar und- irstrika enn frekar í frásögninni hversu brátt var brugðist við. Þorgerður hefir engin umsvif við komuna að Borg, heldur tekur strax til við meðferð á Agli og gengur síðan markvisst til verks. Það er eftirtekt- arvert að hún viðhefur sams konar tilburði gagn- vart Agli og nú á tímum þykja vænlegastir til árangurs í geðlækningum og eru í reyndinni for- senda þess að terapeutisk breyting eigi sér stað, þ.e. að sjúklingurinn losni við einkenni sín og verði aftur samur og jafn fyrir tilverknað meðferðar- innar. Raunar stefnir hvers konar viðtalsmeðferð að þessu marki og í því skyni hafa fjölmargar slíkar aðferðir sprottið upp í seinni tíð. Höfundar þeirra eiga það allir sameiginlegt að rökstyðja notkun aðferðanna með sálfræðilegum skýringum eða jafnvel kenningakerfum, sem þeir telja að eigi mesta hlutdeild í hinni terapeutisku breytingu, enda státa þeir flestir af árangri hjá 70-80% sjúklinga. Rannsóknir hafa hinsvegar leitt í ljós, að terapeutisk breyting á sér ekki stað fyrir tilstuðlan sálfræðilegrar skýringar, sem er í raun réttri goð- saga (7) — heldur fyrir áhrif ákveðinna tilburða í samskiptum sjúklings og læknanda, og ræðst þetta samskiptamynstur í meginatriðum af kringum- stæðum meðferðarinnar og atferlisháttum geð- sjúklinga yfirleitt. Hér er því umfram allt á ferðinni samskiptalegt atferli (communicative behavior) (8) og verður þetta mynstur að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að terapeutisk breyting eigi sér stað. Mikilvægust þeirra eru þessi: a) Læknandinn ræður alltaf ferðinni, beint eða óbeint, vitandi eða óafvitandi. b) Læknandinn gengst inn á einkenni sjúklingsins og lætur hann halda þeim áfram, en setur honum jafnframt þolraun (ordeal) að þreyta með sér og ræðst hún af þeirri mótspyrnu sem sjúklingurinn veitir. Þegar sjúklingur hefur yfir- stigið raunina, hefir terapeutisk breyting farið fram og sjúklingurinn losnað við einkenni sín (8). Þolraunin ber í sér þversögn í meðferðinni (therapeutic paradox) því að þar er jafnframt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.