Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 30
28 SAMBAND SAMFÉLAGSLEGRA ÞÁTTA OG VINNU Geðheilbrigðisþjónusta er einn sá þáttur samfé- lagsins er hvað mestu skiptir fyrir geðsjúka. Lögð hefur verið áhersla á gildi starfsþjálfunar, félags- legrar endurhæfingar (46, 47, 48, 7), félagslegs stuðnings (49, 50), fjölskylduráðgjafar (51, 52) og aðstoðar þegar upp koma skyndilegir erfiðleikar (46,51). Lengd spítalavistar, bæði fyrstu innlagnar og samanlagðra innlagna, er í tengslum við starfsgetu eftir útskrift (20, 53, 21, 38, 22, 19). Lengd dvalar á spítala er komin undir fjölda þátta og margra annarra en beinlínis veikindanna, t.d. stjórnunar- legra þarfa spítalans (54), meðferðarhugmyndum starfsliðs (55, 56) og hve sjúklingur býr langt frá spítalanum (57, 58). Spítalavist getur skaðað, t.d. með því að rjúfa tengsl sjúklings við félagslegt um- hverfi hans og gera stofnunina að því félagslega umhverfi sem sjúklingi verður nákomnast. Löng spítalavist er í ákveðnu sambandi við lakari út- komu (59, 58, 60). Áhersla á göngudeildarmeð- ferð og stuttar spítalainnlagnir með fljótri útskrift út í samfélagið og til vinnu ættu því að leiða til betri stundunar atvinnu. Þó hefur komið í ljós að fyrr- verandi sjúklingar sem útveguð var vinna meðan þeir voru á sjúkrahúsinu entust styttra í vinnu en þeir sem fengu vinnu eftir útskrift með aðstoð vina, eftir auglýsingu eða gegnum atvinnumiðlun. Lík- legasta skýringin á þessu var talin sú að þeir sem fengu vinnu sína á sjúkrahúsinu færu að vinna of snemma (31). Margt fólk skammast sín fyrir að hafa þurft að leggjast inn á geðsjúkrahús (10) og flestir útskrif- aðir sjúklingar forðast að minnast á geðsjúkrasögu sína við væntanlega vinnuveitendur (61, 14). Nokkur rök hníga að því að vinnuveitendur séu ragir við að ráða í vinnu fólk með sögu um geð- sjúkdóm (61, 62) þótt reyndar hafi sumar athug- anir bent til þess að vinnuveitendur séu almennt tilbúnir að ráða til starfa fyrrverandi geðsjúklinga (63, 14). í samkeppni við aðra umsækjendur er þó líklegt að fyrrverandi geðsjúklingar standi höllum fæti (42). Ákveðið samband er milli stundunar atvinnu og stéttar og eru sjúklingarúr lægri stétt ólíklegri til að stunda atvinnu eftir útskrift af geðdeild (42). Að einhverju leyti má gera ráð fyrir að þetta samband stéttar og atvinnu skapist af því að samspil ein- staklinga, fjölskyldna og samfélagsins, þar á meðal geðheilbrigðiskerfisins og atvinnurekenda, sé mismunandi eftir stétt. Þó veldur líklega meiru að röðun í stétt ákvarðast að verulegu leyti af atvinnu og sá sem er lítt hæfur í vinnu er því líklegur til að vera í lægri stétt. Að lokum er ýmislegt sem bendir til þess að starfsumhverfi tengist geðheilsu. Lélegur aðbún- aður við vinnu, leiðinleg, tilbreytingarlaus vinna, vaktavinna, skortur á sjálfstæði og skortur á upp- lýsingum um sjálfan sig frá öðrum, óljós hlutverk og mótsögn í hlutverkum, hafa verið sýnd tengjast lakari geðheilsu (64). Atvinna manns hefur áhrif á skynjun hans, gildismat og hugsanagang (65). Allir þessir þættir valda sjálfsagt nokkru um hvernig til tekst um þátttöku fyrrverandi og núverandi geð- sjúklinga í atvinnulífinu. LOKAORÐ Starfshæfni og atvinnustundun núverandi og fyrr- verandi geðsjúklinga er komin undir fjölda þátta, spunnum úr einstaklingsbundnum sérkennum, fjölskyldulífi og félagslegu umhverfi. Bestar vinnuhorfur við útskrift af geðdeild ætti sá að hafa sem fyrir innlögn hefur stundað vinnu samfleytt, er í hjónabandi, er fyrirvinna heimilis síns, er vel menntaður, í góðu starfi og hefur ekki þurft að vera nema stutt á spítalanum. Verstar atvinnu- horfur hefði hinn sem áður hefur stundað vinnu stopult, er einhleypur, býr hjá foreldrum er sjá fyrir honum, hefur litla menntun og heldur lélegt starf og hefur verið langdvölum á sjúkrahúsi. Slíkum sjúklingi þarf að sinna sérstaklega í þessu tilliti því geðsjúkir þurfa að vinna af sömu ástæðum og aðrir, vegna peninganna og ánægjunnar. SUMMARY Mental disorder and work participation. This paper gives a short overview of work dysfunction and mental disorder. The importance of the problem of work dysfunction is clarified and the problems of its measurement are discussed. Symptomatology and other individual factors, as well as family and social factors and their correlation with work functioning are discussed. The factors prognostic for good work functioning after discharge from hospital are good pre-illness work functioning, beeing married, having the role of a provider, good education, high social class and short total hospitalization. HEIMILDIR: 1. Krupinski, J., Stoller, A., Meredith, E. Sociopsychi- atric study of schizophrenia: The follow-up. Aust. N.Z.J. Psychiatry 1971; 5; 140-55. 2. McPartland, T.S. and Richart, R.H. Social and clinical outcomes of psychiatric treatment. Arch. Gen. Psychiatry 1966; 14; 179-84. 3. Cross, K.W., Harrington, J.A., and Mayer Gross,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.