Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 34
32 sjúkdóma, heldur aðeins mikilvægt hjálpartæki, sem getur þó stundum skipt sköpum að því er varðar árangur. Gagnrýni á geðlyfjameðferð hefur orðið ótrúlega rúmfrek í fjölmiðlum á seinni árum og svo virðist sem mörgum hafi gleymst sá geysilegi ávinningur sem geðlæknisfræðin hlaut með til- komu þessarar meðferðartækni. Enda er það svo, að þeir sem háværast gagnrýna lyfjameðferð við geðveiki eru svo ungir að árum, að þeir hafa ekki af eigin raun kynnst geðdeildum spítalanna fyrir upp- haf þessarar meðferðar. Þeir sem á hinn bóginn hafa þennan mun í fersku minni, draga ekki gagn- semi geðlyfjanna í efa, þótt annmarkar ýmissa þeirra séu öllum ljósir. EFNIVIÐIJR OG AÐFERÐIR Ákveðið var á ársþingi Skandinavisk selskab for psykofarmakologi í mars 1981 að framkvæma þverskurðarrannsókn á sem flestum geðstofnun- um á Norðurlöndum til að kanna tíðni hinna ýmsu hjáverkana geðlyfja, einkum neuroleptica. Mark- miðið var í fyrsta lagi að afla kerfisbundinna víð- tækra upplýsinga um tíðni, alvarleika og varan- leika ýmissa hjáverkana geðlyfja, sérstaklega neuroleptica, og fá fram hugsanlegt samband við meðferðartíma, lyfjategund, skömmtun, kyn, ald- ur o.s.frv. I öðru lagi var markmiðið að þróa hentugt skráningarkerfi fyrir helstu hjáverkanir slíkra lyfja til notkunar í daglegri vinnu, sérstaklega við lang- tíma neurolepticameðferð. í þessu skyni var sett saman sérstakt eyðublað til að skrá þessar upplýsingar. Eyðublaðið er 3 síður (sjá bls. 34-35), en þar er að finna hina íslensku þýðingu könnunareyðublaðsins. Fyrsta síðan tekur yfir persónulegar upplýsingar og nauðsynlegar bakgrunnsupplýsingar um sjúkl- inginn, um veikindatíma, sjúkdómsgreiningu, fyrri og núverandi geðlyfjameðferð ásamt heildarmati á sjúkdómsástandi hans með tilliti til aðalgreiningar. Önnur síðan tekur yfir alls konar rannsóknir sem gerðar hafa verið á sjúklingi, ennfremur upp- lýsingar um líkamlega sjúkdóma og áverka, svo og heildarmat á áhrifum aukaverkananna á daglegt líf, starfsemi og starfsgetu sjúklings. Þessu heild- armati verður lýst síðar. Þriðja síðan er svo notuð til að skrá þau ein- kenni, sem ef til vill stafa af núverandi geðlyfja- meðferð. Hvert einkenni er metið eftir fjögurra stiga skala á eftirfarandi hátt: 0: Einkenni er ekki til staðar eða mjög vafasamt. 1: Er til staðar, en mjög vægt og ekki að ráði til baga fyrir sjúkling. 2: Er til staðar í verulegum mæli og veldur sjúkl- ingi óþægindum. 3: Er til staðar í svo ríkum mæli, að sjúklingur er þjakaður af því, og ef til vill þarf einkennið sérstakrar meðferðar við. Eftir að hjáverkunin hefur verið metin, er skráð hvort hún hefur verið til staðar við og við eða samfleytt seinustu þrjá dagana. Ennfremur skal reynt að meta sem nákvæmast samband einkenn- isins við geðlyfjameðferð þá, sem í gangi var á umræddum tíma. Dagana 22. og 23. febr. ’82 var þessum mats- stiga beitt við könnun hjáverkana hjá 144 sjúkl- ingum á Kleppsspítala og geðdeildum Landspít- alans. Nánar tiltekið var könnunin gerð á öllum deildum Kleppsspítalans við Sund, báðum geð- deildum Landspítalans og á Laugarásdeildinni. Allt voru þetta inniliggjandi sjúklingar, engir göngudeildarsjúklingar voru teknir með. Þessi sjúklingahópur var blandaður með tilliti til aldurs, veikindatíma (duration of illness), sjúkdómsgrein- ingar o.s.frv. Aðeins 2 sjúklingar, einn karl og ein kona höfðu engin lyf fengið, og aðeins 3, einn karl og tvær konur, höfðu einungis fengið geðdeyfilyf eða benzodiazepin. Að þessari þverskurðarkönnun lokinni voru út- fylltir matsstigamir sendir til Svíþjóðar, en þar átti á vegum sænsku heilbrigðisstjórnarinnar að fara fram sameiginleg úrvinnsla á efniviði frá öllum Norðurlöndunum. Ekki hafa enn borist neinar niðurstöður úr þessari úrvinnslu, en að öllum lík- indum má vænta þeirra bráðlega. Hins vegar héldum við á Kleppsspítala eftir afriti af öllum rannsóknarblöðunum og gerðum smáúttekt á þessari könnun til að reyna að glöggva okkur sem fyrst á ástandi þessara mála hér heima. Ætlunin er að segja hér á eftir frá þessum bráðabirgðaniður- stöðum. Eins og áður segir, var hér um mjög blandaðan sjúklingahóp að ræða. Mestmegnis voru þetta þó sjúklingar með langvinna schizophreniu og manio-depressiva sjúkdóma. Flestir sjúklinganna hafa verið tiltölulega lengi veikir, svo árum skiptir og margir þeirra eiga að baki áralanga neuroleptica-meðferð. Heildarmat á áhrifum aukaverkananna á dag- legt líf sjúklinga var framkvæmt með notkun fjögurra stiga skala eins og hér segir: 0: Engar aukaverkanir. 1: Vægar aukaverkanir án öruggrar truflunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.