Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 45
43 Af 1.073 sjúklingum, er liðu af taugaveiklun (neuroses), voru 573 (53.4%) með geðræn líkams- einkenni. Flestir liðu af kynlífstruflunum eða ein- kennum frá meltingarfærum. Af 331 sjúklingi er leið af drykkjusýki og geðvillu (alcoholism, psychopathy), voru 136 (41.1%) með geðræn líkamseinkenni. Flestir höfðu einkenni frá meltingarfærum. Flokkun geðrænna líkamseinkenna var eftir- farandi: Geðræn líkamseinkenni í vöðvum 305.1 Geðræn líkamseinkenni í hjarta- og æðakerfi 305.3 Geðræn líkamseinkenni í meltingarfærum 305.6 Önnur geðræn líkamseinkenni 305.0, 305.2, 305.7, 305.8, 305.9 Aðeins um 21% sjúklinga er liðu af alvarlegri geðveiki (psychosis) voru með geðræn líkamsein- kenni, en rúmlega 53% þeirra er liðu af tauga- veiklun. Niðurstöður þessar eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (4). UMRÆÐA Sjúklingar með geðræn líkamseinkenni í rann- sókn þessari hafa sérstöðu njá þeim er h'ða af slíkum einkennum. Þeir höfðu almennt einnig önnur ein- kenni, s.s. kvíða og depurð. í flestum tilfellum leiddu einmitt þessi einkenni til þess að þeir leituðu til geðlækna. Sjúklingarnir höfðu einnig vissa sér- stöðu hjá þeim er líða af geðsjúkdómum. Flestir þeirra eru með taugaveiklun (neuroses) og eru því tiltölulega fáir þeirra lagðir inn á geðsjúkrahús. Við skiptingu geðrænna líkamseinkenna (physical disorders of presumably psychogenic origin) er stuðst við skilgreiningu 8. alþjóðlegu sjúkdómsskrárinnar. í síðustu eða 9. alþjóðlegu sjúkdómsskránni er tók gildi hér á landi þann 01.01. 1982 hefur fyrri greiningu verið breytt þannig að nú er henni skipt í tvo flokka. Til annars flokksins teljast geðræn líkamseinkenni sem eru án finnanlegra vefrænna breytinga. Til hins flokksins teljast þau einkenni er koma fram með vefrænum breytingum. Síðari skiptingin er jafnframt skráð meðal vefrænna sjúkdóma í líffærum sem breyt- ingarnar koma fram í hverju sinni. Ekki var í öllum tilfellum ljóst hvort um vefrænar breytingar væri að ræða hjá þeim, er höfðu geðræn einkenni í rann- sókninni, því fer hér betur að tala um líkams- einkenni en líkamssjúkdóma. Ljóst er þó að flestir þeirra liðu af geðrænum líkamssjúkdómum eins og þeir eru skilgreindir samkvæmt 8. alþjóðlegu sjúk- dómsskránni. Ekki er ljóst á hvern hátt andlegt ástand leiðir til líkamlegra einkenna. Nefnd á vegum heilbrigðis- málaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur unnið að betri skilgreiningu á einkennum og orsökum þeirra. Nefndin bendir á að oftast fari saman líkamleg einkenni og geðræn. Því vill hún draga í efa réttlætingu þess að rekja orsakir geðrænna líkamseinkenna annaðhvort til sálrænna truflana eða líkamlegra. Nefndin telur að betur færi að tala um viðkvæmni eða veilu í viðkomandi líffærum og starfsemi þeirra gagnvart andlegu álagi. Slík veila eða röskun á starfsemi kemur aðallega fram í því sem kallað er „ósjálfrátt taugakerfi“ líffæranna (autunom system) (5). Aðeins þeir sjúklingar í rannsókn þessari eru taldir haldnir geðrænum líkamseinkennum þegar þeir hafa verið meðhöndlaðir, oftast eftir ná- kvæmar rannsóknir á sjúkdómum þessum. Hér er því í vissum skilningi um að ræða sjúklingahóp þar sem bæði geðlæknar og aðrir læknar vinna saman að greiningu og meðferð. Bent hefur verið á þýð- ingu þess að sjúklingar séu skoðaðir og metnir á þann hátt (6). I um 68% tilfella meðhöndluðu tveir læknar sjúklinga fyrst í stað eftir komu til geð- læknis. Tveim árum eftir fýrstu komu höfðu 39% sjúklinga geðræn líkamseinkenni áfram í meðferð hjá geðlæknum. Af þeim var einn af hverjum fjór- um einnig í meðferð hjá öðrum lækni. Á sama tíma voru 16% þeirra er voru með geðræn líkamsein- kenni aðeins í meðhöndlun hjá öðrum læknum en geðlæknum, en 45% voru ekki í meðferð. Áður hefur verið fjallað um sameiginlegt verkefnasvið geðlækna og annarra lækna (7). Fullnægjandi upplýsingar fengust hjá um 40% sjúklinga um skoðun þess að vera meðhöndlaðir af tveim læknum. Almennt létu sjúklingamir í ljós ánægju með slíkt samstarf þar sem annar læknirinn sinnti líkamlegum einkennum og hinn tilfinninga- legum vandamálum. Telja má því víst að þetta hafi stuðlað að bættum skilningi og nýtingu sjúklinga á þekkingu okkar og starfssviði. Yfirleitt létu geð- læknarnir og aðrir læknar vel af slíku samstarfi. Sýnt hefur verið fram á (8) að 9% sjúklinga yngri en 50 ára, er leita í fyrsta skipti til geðlækna á íslandi, virðast einkum áhyggjufullir út af líkams- einkennum. í erlendri athugun (9) kemur í ljós að 40% þeirra er leita eftir geðlæknisþjónustu töluðu mest um líkamleg einkenni. U.þ.b. 72% sjúklinga með geðræn líkamsein- kenni liðu af truflunum á meltingarfærum og kyn- færum. Rannsóknir (10) á íbúum New York borgar sýndu að hjá þeim er liðu af geðrænum líkamseinkennum reyndust 18% hafa einkenni frá meltingarfærum og kynfærum. Ef draga má álykt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.