Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 52
50 merktur voru silfur/silfurklórið elektróður (8 mm í þvermál) festar á viðeigandi staði og notað Spectra 360 hlaup sem milliefni. Elektróðurnar hvíla í plastbolla (21 mm í þvermál) sem límkragi er festur við. Viðnáminu milli hinna tveggja virku elektróða og hinnar jarðtengdu var haldið undir 10 Kohms (22). Hitastigsmœlingar: Hitastig var mælt með hita- næmri plötu, 4 mm í þvermál (thermistor), frá Light Laboratories Ltd. Eftir að hafa hreinsað hægri vísifingur með Sterets-pjötlu var hitamælirinn festur neðan á miðkjúku vísifingurs með límbandi. Devices 3553 magnarinn var stilltur á 18-38°C hitastigssvið. Hitahópurinn fékk tölulegar upplýsingar um breytingar á hitastigi á Fluke 8000 A Digital fjöl- mæli (multimeter). Sjúklingamir fengu upplýsing- ar á bilinu 000-500 sem svöruðu línulega til hita- stigsbreytinga frá 18-38°C. Mælirinn var staðsettur í augnhæð á borði í 1,2 m fjarlægð frá sjúklingnum. Mælingar á hitastigi voru bæði skráðar á síritann og birtust samtímis í tölum (°C) með nákvæmni upp á eina kommu á Devices Digital Display Unit 4460. Mœling á andardrœtti: Andardráttur var mældur með belti (strain gauge) sem spennt var um brjóst- kassa sjúklingsins þannig að það hvíldi á sternum. Á þennan hátt var hægt að mæla tíðni andardráttar á mínútu með nákvæmni upp á fjórðung úr andar- drætti. Mœlingar á hjartsláttartíðni: Hjartarit var skráð á síritann og á mæli, sem mældi tíðni hjartsláttar á mínútu. Silfurhúðaðar EKG-elektróður, 4x3 cm, voru festar ofan á báða úlnliði með gúmmíbelti og Cambridge EKG-hlaup var notað sem milliefni. Vinstri framhandleggur og hönd hvíldu á stól- arminum og snéri lófinn að sjúklingnum til að draga úr bjögun í mælingum á vöðvavirkni í flexor- um framhandleggjar. Upplýsingar voru spilaðar af segulbandi í Koss K-6 heymartól. Sjúklingamir vom skildir eftir einir og ekki ónáðaðir meðan á öllum lotum stóð eftir að hafa verið beðnir um að hreyfa sig sem minnst. Dregið var úr ljósstyrk í rannsóknarherberginu svo rökkvað varð og voru fólkinu þá gefin fyrirmæli. Hóparnir þrír fengu svipuð fýrirmæli og voru þeir beðnir að slaka á í hverri lotu en forðast að sofna. Jafnframt voru hópamir beðnir að æfa sig í slökun u.þ.b. 15 mínútur á degi hverjum og nota þá slökun sem þeir lærðu í tímum við hversdagslegar aðstæður. NIÐURSTÖÐUR Gögnin voru rannsökuð með þríliða dreifigrein- ingu með endurteknum mælingum (3-way ANOVA with repeated measures) (23) og Inter- rupted Time Series Analysis with multiple inter- rupts (24). Þessar tölfræðiaðferðir voru notaðar fremur en fylgnisathuganir, sem algengastar hafa verið á þessu sviði, þar eð eðli málsins samkvæmt átti betur við að beita þeirri tölfræðilegu nálgun sem minnst er á hér að ofan. Lader (25) hefur bent á að hver lífeðlisleg breyta hafi einkennandi efri og neðri mörk og spennusvið og að breytingar eigi sér sjaldan stað samtímis í ólíkum lífeðlislegum breyt- um. Þess vegna er útreikningur á fylgni ekki við- eigandi. í Interrupted Time Series Analysis er leitast við að meta breytingar á gildum hópanna fyrir hverja breytu fyrir sig við snertipunkt milli grunnlínu og meðferðartímabila (treatment periods) í hverri lotu, m.ö.o. milli eftirfarandi tímabila: Fyrstu 10 mínútna (grunnlína) tímabilsins, 11-20 mínútur (fyrra tímabil) og tímabilsins 21-30 mínútur (annað tímabil). Niðurstöður fyrir hverja lífeðlislega breytu voru eftirfarandi (marktæknisstig eru stjömumerkt þannig að * er fyrir 5%, ** er fyrir 1% og *** er fyrir 0,1%): Frontalis EMG: Marktækur munur var milli hópa F (2, 127) = 3,44*, mjög marktækur munur milli mínútna F(29, 783) = 4,37***, og marktæk MEAN FRONTALIS MUSCLE TENSION 5.5- • EMG GROUP 15J I---------1-----1-------»------»------»-------1------1 PRE TREATMENT 1 2 3 4 5 6 7 SESSION IWITHIN SESSIONS. BASELINE FOLLOWED BY TREATMENT PERIODS 1 & 21 Mynd 1. Meðaltal vödvasvpennu í frontalis vöðvum (Meðferðar- tímabil 1 og 2 fjlgja á ettir grunnlínu innan hverrar lotu).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.