Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 72
70 NIÐURSTÖÐUR I félagsfræöilega hluta rannsóknarinnar voru 110 togaramenn og í samanburðarhópnum í landi voru 79 menn. Meðalaldur togaramanna var 33.8 ár, en landmanna 34.1 ár. Yngstu togaramennirnir voru 15 ára, en hinnelsti 62 ára. Mjög fáir voru yfir fimmtugt. Fyrst er að geta uppruna þessara manna. Spurt var um starf foreldra, föðurforeldra og tengda- foreldra. Ekki kom fram hve margir foreldranna höfðu slitið samvistum eða hvort þau hefðu verið gift. Ennfremur var spurt um starf eiginkonu. Eins og taflan ber með sér er verulegur munur á störfum feðra hópanna tveggja. Feður togara- manna eru margir úr hópi sjómanna og manna, sem tengdir eru sjómennsku, útgerðarmanna, fisk- verkenda, o.s.frv. Samanburðarhópurinn í landi er fremur úr hópi bænda og verkamanna. Oljósara er um störf mæðra, en um þriðjungur í báðum hópum hefur stundað launuð störf utan heimilis. Fiestar mæður hafa vafalítið verið húsmæður einhvern tíma meðan viðkomandi var í þeirra umsjá, og sumar konur fara að vinna ein- hverja vinnu utan heimilis, þegar börnin eru komin á legg. Þar sem fiskvinnsla er, stunda fjölmargar húsmæður vinnu í frystihúsum þegar fiskur berst, en sinna heimilisstörfum einvörðungu þegar fisk- vinnsla liggur niðri. Tölulegum upplýsingum um þetta verður að taka með varúð, en því má þó slá föstu, að fleiri mæður en fram kemur í skýrslunni hafi stundað vinnu utan heimilisins annað veifið, sérstaklega í sjávarplássunum (5). Þegar kemur að starfi föðurafa, kemur fram greinilegur munur á hópunum. Er áberandi hversu miklu oftar togaramennirnir eru tengdir mönnum, er stundað hafa sjómennsku en verksmiðjumenn- irnir í landi. Hér fjölgar bændum í hópi beggja og lýsir það þjóðfélaginu á fyrrihluta aldarinnar. Þá er tafla um störf móðurafa. Það vekur athygli, að verksmiðjumenn eru oftar synir bændadætra en togaramennirnir. Flestir hafa á reiðum höndum upplýsingar um þessa nánu ættingja sína, en þó eru um 20 sjómenn, sem litla hugmynd virðast hafa um afa sína og ömmur. Fjölskyldulíf togarainanna er allfrábrugðið því, sem tíðkast meðal annarra, eins og áður er minnst á. Þess er því að vænta, að eiginkonur þeirra stundi ekki störf utan heimilis í sama mæli og eiginkonur manna í samanburðarhópnum. Hinn mikli fjöldi, sem ekki svarar, er ókvæntur. Nærri þrisvar sinnum fleiri togaramenn en verk- smiðjumenn eru ókvæntir. Fjöldi eiginkvenna tog- TAFLA II Föðursíarf Togaramenn Landmenn Bændur 16 15,1% 19 24,7% önnur störf í landi 43 40,5% 41 53,3% Yfirmenn á sjó 20 18,9% 1 1,3% Undirmenn á sjó 27 25,5% 16 20,8% Alls 106 77 Ekkert svar 4 2 TAFLA III Starf föðurafa Togaramenn Landmenn Bændur 35 38,0% 29 42,0% Önnurstörf ílandi 21 22,8% 25 36,2% Yfirmenn á sjó 8 8,7% 5 7,2% Undirmenn á sjó 28 30,4% 10 14,5% AUs 92 69 Ekkert svar 18 10 TAFLA IV Starf móðurafa Togaramenn Landmenn Bændur 34 36,2% 39 54,9% Önnur störf í landi 31 33,0% 15 21,1% Yfirmenn á sjó 6 6,4% 4 5,6% Undirmenn á sjó 23 24,5% 13 18,3% Alls 94 71 Ekkert svar 16 8 TAFLA V Starf eiginkonu Togaramenn Landmenn í launavinnu í landi 27 45,8% 43 70,5% Húsmóöir 32 54,2% 18 29,5% Alls 59 61 Ekkert svar 51 18 aramanna, sem starfa utan heimilis, er helmingi minni en landsmeðaltal, en konur verksmiðju- manna vinna utan heimilis í álíka mæli og meðaital kvenna landsins á sama aldri (5). Eiginkonur tog- aramanna eiga langtum erfiðara með að starfa utan heimilis en konur þeirra, sem í landi vinna (3). Eiginkonur togaramanna verða að mestu einar að axla byrði húshalds og barnauppeldis, og verða þar að auki að taka á sig ýmislegt af því, sem eiginmenn annast oftast. Þá verður einnig að hafa í huga, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.