Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 78

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 78
76 til að reyna aðferðir og til þess að finna sérstök vandamál og sérstaka áhættuþætti eða streituvalda í starfi. Rannsókn sem þessi er ýmsum tæknilegum erfiðleikum bundin. Er það sérstaklega til að nefna, að hún krefst tíma, sem er dýrmætur fyrir alla sem hlut eiga að máli. Með því að tími sjó- manna í landi er yfirleitt stuttur og þeir hafa í mörg horn að líta, varð að samkomulagi að útgerðar- menn gæfu þann tíma, sem til þyrfti, með því að seinka aðeins brottför skipanna. Til þess að brott- förinni seinkaði ekki um of, var nauðsynlegt að hafa marga aðila til að safna upplýsingum frá sjó- mönnunum. Slíkt leiðir auðvitað til nokkurra vandkvæða við úrvinnslu. Fýsilegast hefði verið að einn maður rannsakaði allan hópinn, sem í hlut átti Til þess að svo hefði mátt verða, hefði sá þurft að fara eina ferð með hverjum þeirra fimm togara, sem valdir voru til rannsóknarinnar. Jafnframt hefði hann orðið að dvelja álíka lengi í hverri þeirra verksmiðja, sem samanburðarhópur var valinn úr. Ekki var kostur á neinum rannsóknarmanni til þess að framkvæma athugunina með þessum hætti. Því var tekinn sá kostur, að fjórir læknar, fjórir félagsfræðingar og einn sálfræðingur fóru samtímis um borð í togarana eða verksmiðjurnar og dvöldu þar í 4-6 klukkutíma á hverjum stað, til þess að tala við og skoða 20-24 menn í hvert skipti. Áður er vikið að því, að nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar erlendis á sjómönnum í verslunarflot- anum og einni rannsókn á togarasjómönnum frá Bretlandi. Hins vegar var ekki vitað um nema eina norska rannsókn (8), sem snerti fjölskyldulíf eða heilsufar fjölskyldna sjómannanna, en hún tók til rannsóknar á þroska 40 sjómannabarna. Þegar hafa verið birtar niðurstöður rannsókna, sem varða samanburð á heilsufari og fjölskyldulífi tog- arasjómanna og verksmiðjustarfsmanna hér á landi (9, 10). Þar er lýst bæði efnivið og gagna- söfnun, en lítillega verður vikið að hvoru tveggja hér á eftir. GAGNASÖFNUN OG EFNIVIÐI R í upphafi var framkvæmd athugun á áhöfn eins togara og eftir það saminn spurningalistinn, sem varðar ýmsa streituskapandi þætti, sem hér verður fjallað um. Fyrir utan upphafsathugunina voru rannsakaðar áhafnir fjögurra togara og saman- burðarhópur úr jafnmörgum verksmiðjum. Stjórn- endur og starfsmenn þessara fyrirtækja sýndu rannsókninni mikinn áhuga og gerðu það sem þeir gátu til að greiða fyrir henni. Við gagnasöfnunina varð að taka tillit til þess, að sjómenn eru hlutfallslega mun fleiri í yngri aldurs- hópunum en starfsmenn í landi. Þess vegna var samanburðarhópurinn í verksmiðjum valinn þannig, að verksmiðja kom á móti togara, og í verksmiðjunni var fundinn starfsmaður á móti hverjum togarasjómanni, sem var á svipuðustum aldri og hafði sem líkasta menntun og/eða sem svipaðasta ábyrgð í starfi. Með þessu móti átti að vera unnt að komast fram hjá þeim mismun, sem er á heilsufari manna eftir aldri og stöðu. Tafla I sýnir meðalaldur þeirra, sem þátt tóku í könnuninni, jafnframt meðalaldur togarasjó- mannanna í forathuguninni og 140 verksmiðju- starfsmanna, sem voru í fyrstu verksmiðjunni, sem farið var í. Kom í Ijós, að meðalaldur verksmiðju- starfsmannanna var 16 árum hærri en togarsjó- mannanna. Á töflunni sést, að þegar saman- burðarhópurinn hafði verið valinn samkvæmt ofangreindum reglum, reyndist aldursmunurinn nánast engin og í töflu II sést, að hlutfallið milli undirmanna og yfirmanna á togurunum og í verksmiðjunum reyndist nokkum veginn hið sama. Allir sem tóku þátt í rannsókninni, svöruðu ítar- legum spurningalista um heilsufar sitt (Cornell Medical Index Health Questionnaire), undirgeng- ust einfalda læknisrannsókn, tóku persónuleika- próf og áttu viðtal við félagsfræðinga. Auk þess svöruðu þeir, sem þessi grein fjallar um, 64 spurn- ingum, sem vörðuðu ýmsa streituþætti, og sjó- mennirnir tveimur aukaspurningum, sem ekki vörðuðu landmenn. Hér verður reynt að gera grein fyrir því, hvernig vinnuaðstæður starfshópanna tengjast líðan starfs- mannanna og þá einkum hvaða aðstæður geti haft áhrif á andlegt og líkamlegt ástand, sem tengist streitu. Verður það gert með samanburði á svörum við heilsufarsspurningum og persónuleikaprófi annars vegar og spurningum, sem varða vinnuað- stæður (streituspurningar) hins vegar. Eins og kemur fram í töflu II, gengust 116 sjó- menn og 81 verksmiðjustarfsmaður undir þessa athugun. Ekki urðu þó fullar heimtur á gögnum frá öllum einstaklingunum. í töflu III sést hve mikill hluti þeirra, sem athugaðir voru, svöruðu þeim spurningalistum, sem hér eru til umfjöllunar, og byggjast niðurstöðurnar á þessum gildu svörum. Heilsufarsspurningalistinn (CMI) inniheldur 195 spurningar, sem varða ýmis andleg og líkamleg sjúkdómseinkenni (11). Þessi spumingalisti var upphaflega saminn til að losna við læknisskoðun á öllum nýliðum í ameríska hernum, en hefur síðan verið mjög mikið notaður til þess að flýta fyrir læknisskoðun í göngudeildum sjúkrahúsa erlendis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.