Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 89
87 síðan heldur nýgengið áfram að aukast jafnframt því sem SÁÁ ræður yfir fleiri plássum. UMRÆÐA Nærtækt er að geta sér þess til, að hér hafi verið mikil ófullnægð eftirspum eftir meðferð vegna drykkjusýki. Til þess að hægt sé að nota fyrstu innlagnir á sjúkrahús eða fyrstu viðtöl á göngu- deild sem grundvöll fyrir áætlun um nýgengi, verður sjúkdómurinn eða kvillinn, sem um ræðir, að vera vel skilgreindur og framboð á sjúkrahús- rýmum eða göngudeildarmeðferð að vera nægjan- legt og stöðugt til að mæta eftirspurn. Að því er tekur til drykkjusýki hefur hvorugt þessara skilyrða verið til nema á árabilinu 1953- 1960, og aftur síðan 1976, að framboð meðferð- armöguleika fyrir drykkjusjúklinga hefur verið verulega mikið. Að frátöldum þessum tveim tímabilum er líklegt að ekki hafi nema hluti þeirra, sem hafa drykkjusýki, komið til meðferðar. Sé ætl- unin að finna hvert raunverulegt nýgengi einhvers einkennis eða sjúkdóms er, verður að fylgjast ná- kvæmlega með tilteknum hópi yfir ákveðið tímabil og skrásetja öll ný tilfelli, sem upp koma á því tímabili. Augljóst er, að slíku er erfitt að koma við, þegar um er að ræða einkenni eða kvilla eins og drykkjusýki, sem er óskýrt afmarkaður, nema í hinum alvarlegri tilvikum, þegar allir eru sammála um greininguna. Æskilegasta aðferðin er að byrja að fylgja slíkum hópi, áður en nokkur í hópnum hefur fengið kvillann, og fylgja honum síðan yfir ákveðið árabil, en slíkar kannanir eru erfiðar í framkvæmd. Næstbesti kosturinn, kannski betri kostur, þegar um er að ræða kvilla eins og alkohól- isma, er að gera þverskurðarkannanir og sjá hvert algengið er með vissu millibili og hversu margir hafa fallið brott og hversu margir nýir hafa bæst í hópinn við endurkönnun. Eina slíka könnun höfum við gert hér á landi (13) og fundum þá, að algengið var 5,1% 1974, en 4,5% fimm árum seinna. Á þessu fimm ára bili hafði 2,5% „batn- að“, en 1,9% „veikst“, ef skilgreiningin var sú, að þeir sem veikir væru, hefðu þrjú eða fleiri einkenni, sem bentu á misnotkun áfengis. Fært yfir á sama mál og nýgengið, sem hér er lýst að framan, þýðir þetta 378 á ári af hverjum 100.000 íbúum á aldrin- um 20-54 ára. Sé hins vegar litið eingöngu á það, sem fellur undir áfengisfíkn, er nýgengið 231 á ári fyrir fólk á þessum aldri. Síðustu fjögur árin hefur nýgengið, reiknað frá öllum sem leitað hafa með- ferðar, aukist úr 285 upp í 384. Líkumar til að verða áfengismisnotkun eða á- fengisfíkn að bráð má áætla af nýgenginu, sem við fundum við rannsóknirnar á drykkjuvenjum (13) og bera saman við það sem áður hefur verið áætlað (8). Sé þetta gert, kemur í ljós, að líkumar til að verða þessum kvillum að bráð eru rúmlega helm- ingi meiri nú en áður, eða 12,4% á móti 5,4% fyrir áfengismisnotkun, og 7,8% fyrir áfengisfíkn nú á móti 3,5% fyrir áfengissýki í læknisfræðilegum skilningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fýrir 25 árum. Ef eingöngu væri litið á líkumar fyrir áfengismisnotkun hjá körlum samkvæmt skilgrein- ingu rannsóknanna á drykkjuvenjum, mætti áætla þær 22,1% nú á móti 9,9% áður. Við samanburð á niðurstöðum erlendra rannsókna og rannsókna hérlendis á drykkjuvenjum 1974 (12) kom í ljós, að algengi misnotkunar hér á landi samkvæmt skil- greiningu sem við notum, reyndist eins og það gerist hæst annars staðar þar sem áfengisneysla er miklu meiri en hér á landi. Það má þannig leiða nokkrar líkur að því, að skilgreiningarnar á mis- notkun og áfengisfíkn sem notðar voru í drykkju- venjukönnununum hafi verið það rúmar, að tíðni þessara kvilla hafi verið ofáætluð. Á hinn bóginn mundu þeir sem aðhyllast kenningar Ledermanns (15) telja aukninguna á líkunum fyrir áfengis- misnotkun svara til þess sem búast mætti við, þar eð meðalneyslan á mann hefur nær þrefaldast miðað við það sem var á manndómsárum hópsins, sem fjallað var um í eldri rannsóknum. Nýgengið við meðferðarstofnanir á árunum 1953-57 var 219 ááriaf 100.000 íbúumeldri en 15 ára og nálgast því fíkninýgengið, sem fannst síðar við kannanimar á drykkjuvenjum. Á árabilinu 1976-80 er það orðið enn hærra og þó sínu hæst á árabilinu 1978-81, að það er jafnvel orðið hærra en misnotkunamýgengið, sem áætlað var á grund- velli þverskurðarkannanana á drykkjuvenjum. Á íslandi virðast fleiri leita meðferðar vegna drykkjusýki en nokkurs staðar annars staðar. Skýrist það sjálfsagt fyrst og fremst af hinu mikla framboði á meðferð á vissum tímabilum. Finnland, Frakkland og írland hafa mjög hátt nýgengi inn- lagna á geðdeildir vegna drykkjusýki (16) eða 89,9, 76,8 og 90,6 fyrir 100.000 karla eldri en 15 ára á ári hverju á árunum 1968-1969. Á írlandi var nýgengið 183 á árinu 1977 fyrir 100.000 karla 15 ára ogeldri (17). Á ámnum 1972-1975 var tíðni fyrstu innlagna vegna drykkjusýki á Kleppsspítala meðal karla yfir 15 ára aldri 85 af 100.000 á ári. Eftir að þjónusta spítalans við drykkjusjúka hafði verið endurskipu- lögð og aukin á árinu 1976, meira en tvöfaldaðist tíðni fyrstu innlagna og varð að jafnaði 183 á árun- um 1976-1979. Nýgengi drykkjusýki miðað við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.