Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 106

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 106
104 aö meðhöndla á stofu, og þurfa þeir því gjarnan bráða meðferð sérfræðings. En hér steðjar vandinn að. Formleg bráðaþjónusta hefur ekki verið til fram að þessu og hefur því þrautalendingin orðið sú, að biðja um bráða innlögn. Hefur læknum oft virst sem geðspítalar og geðdeildir séu lokuð kerfi, og þangað verði nýjum sjúklingum trauðla komið þó bráðveikir séu. Hér ræður eflaust miklu um, að á vegum þessara stofnana er stór hópur sjúklinga, sem eru ekki hæfir til útskriftar, og eins er á þeirra vegum hópur síkomusjúklinga, sem illa gengur að útskrifa úr geðheilbrigðiskerfinu. Líklega mætti fjölga innlagnarúmum fyrir bráðveika með því að byggja upp meðferðaraðstöðu fyrir hluta hinna „óútskriftarhæfu"' og fyrir hluta síkomusjúklinga utan við hið eiginlega sjúkrahúsakerfi (10,11). Einnig ætti tilkoma virkrar bráðaþjónustu að leysa hluta þess vanda. Geðlæknir og annað starfs- lið í bráðamóttöku þarf að vera sérþjálfað í kreppumeðferð (crisis intervention), læknirinn þarf að kunna að beita nýjustu rannsóknarmeð- ferðum, sem notaðar eru í greiningu líkamlegra sjúkdóma, og eins þarf hann að vera vel þjálfaður í ráðgjöf fyrir aðrar sérgreiningar læknisfræðinnar (12) . Stefnir að vaxandi sérhæfingu á þessu sviði innan geðlæknisfræðinnar, og hefur nú t.d. víða verið komið á gjörgæsludeildum fyrir bráðveika (13) . Margir þeir höfundar, sem vitnað er í hér að framan, leggja áherslu á það sjónarmið, að oft er heimilislæknirinn best í stakk búinn að meðhöndla sjúklinga með geðræna sjúkdóma. Byggist sú skoðun á því, að sjúklingur leitar oft fyrst til heimil- islæknis þegar eitthvað amar að, og hefur heimilis- læknirinn oft haft löng kynni af viðkomandi og þekkir þær aðstæður, sem hafa áhrif á vandamálið. En til þess að meðferðin beri árangur, þá þarf heimilislæknirinn að hafa áhuga á þessu sviði, og jafnframt þarf hann að hafa aðgang að sérfræð- ingum geðheilbrigðiskerfisins sér til ráðuneytis. En á þann þátt leggja heimilislæknar áherslu í þeirri könnun, sem að framan var lýst. I lögum og reglu- gerðum er gert ráð fyrir sérfræðiþjónustu við heilsugæslustöðvar. Sú þjónusta getur verið með ýmsu móti, bæði beint við sjúkling og eins með kennslu, ráðgjöf og handleiðslu fyrir heimilis- lækna. ÁLYKTANIR Niðurstöður könnunarinnar benda ótvírætt til þess, að samskiptum geðheilbrigðiskerfisins við heimilislækna og við ýmsa sjúklingahópa sé í ýmsu áfátt. Virðist oft ekki vera nægur sveigjan- leiki til staðar til þess að veita bráðameðferð né til þess að efla tengsl þessa kerfis við almenna heilsu- gæslu í landinu. Augljóslega þarf að koma til veruleg breyting á innra starfi geðdeilda og geðspítalanna til þess að þeir svari betur þörfum neytenda. Bráðaþjónustu þarf að koma á fót hið fyrsta. Ennfremur þarf að íhuga vel á hvern hátt hægt sé að efla möguleika til meðferðar á geðrænum sjúkdómum utan hinna hefðbundnu stofnana. HEIMILDIR 1. Ögar, B.: Pasienterí norsk almenpraksis. Oslo 1978. 2. Sigmundur Sigfússon: Hlutur geðsjúkra í heilbrigö- isþjónustu annarra en geðlæknisþjónustu. Lækna- blaðið 67: 50-64, 1981. 3. Tómas Helgason og Gylfi Ásmundsson: Prevalence of Mental Disorders. A 5-year follow-up study with questionnaires. í: Epidemiological Research as a Basis for the Organization of Extramural Psychiatry. Strömgren, E. et al. (eds.). Copenhagen 1980. 4. Guðmundur Sigurðsson o.fl.: The Egilsstaðir Project. Draft. NOMESKO: s. Plenarmöte. Oslo, august 1978. 5. Gunnar Guðmundsson: Könnun á sjúkdómatíðni í Djúpavogslæknishéraði. Læknablaðið 63: 41-3, 1977. 6. Shepherd, M.: General practice, mental illness and the British National Health Service. Am.J. of Public Health 64,230-31, 1974. 7. Goldberg, D.P. and Blackwell, B.: Psychiatric 111- ness in General Practice. A Detailed Study Using a New Method of Case Identification. Br. Med. J. 2, 439-43, 1970. 8. Dilling H.: Psychiatric and primary health services. I: Epidemiologial Research as a Basis for the Organization of Extramura! Psychiatry. Strömgren, E. et al. (eds.). Copenhagen 1980. 9. Lavik, N.J.: Client utilization of service in relation to mental illness in a population. í: Epidemiological Research as a Basis for the Organization of Extra- mural Psychiatry. Strömgren, E. et al (eds.). Copen- hagen 1980. 10. Lárus Helgason: Psychiatric Service and Mental Illness in Iceland. Acta Psychiat. Scand. Suppl. 268, Kaupmannahöfn 1977. 11. Sjúklingakönnun á vegum borgarlæknisembættisins í mars 1981. Gögn á skrifstofu borgarlæknis. 12. Feinsilver, D.L. and Hall, R.C.W.: The New Crisis Psychiatry: An Overwiew. Psychiatric Annals, ; 757-61. 1982. 13. Barton, G.M.: Emergency Psychiatry: Outlook for the Future. Psychiatric Annals. 12.; 807-13. no. 8, 1982.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.