Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 111

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 111
109 Tómas Helgason FARALDSFRÆÐI OG GEÐVERND Þekking manna á orsökum helstu geðsjúkdóma er enn takmörkuð, en yfirleitt er gert ráð fyrir að orsakir þeirra séu margþættar. Tilraunir til að koma í veg fyrir slíka sjúkdóma skortir oft sértækni bæði hvað snertir aðferðir og markmið. í flestu tilliti svara þessar tilraunir til aðgerða almennrar heilsuverndar. Þeim er ætlað að stuðla að almennu heilbrigði eða að auka mótstöðu fólksins gegn geðbroti. Nægileg umhyggja fyrir líkams- og geð- heilsu er mikilvæg fyrir heilbrigði og þroska og kemur í veg fyrir margs konar kvilla, jafnt líkam- lega sem geðræna. Faraldsfræðin hefur fyrir löngu sýnt tengslin milli afkomu og öryggis og heil- brigðis. Geðvernd, í víðum skilningi, fjallar um allt sem stuðlar að því að viðhalda andlegri vellíðan, koma í veg fyrir geðsjúkdóma, lækna og líkna þeim sem slíka sjúkdóma fá og draga úr þeirri hömlun, sem þeim fylgir fyrir sjúklingana og fjölskyldur þeirra. Hin almenna geðvernd, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg, getur þannig verið mjög yfir- gripsmikil og fjallað um allt sem gefur lífinu gildi og fyllingu. En menn getur greint á um markmið og leiðir. í þrengri skilningi fjallar geðvernd eins og önnur heilsuvernd um það, hvernig skuli koma í veg fyrir sjúkdóma. Til þess þarf að finna sjúk- dómsorsakirnar og eyða þeim. Verði það ekki gert, þarf að beina aðgerðum að einstaklingnum til að gera hann ónæman. En það er einnig hægt að grípa til almennra aðgerða til að koma í veg fyrir sjúk- dóma. Enginn ágreiningur er um markmið, allir vilja koma í veg fyrir sjúkdóma, en annað mál er hvaða almennum aðgerðum skuli beita. Slíkar að- gerðir eru oft óþægilegar og óvinsælar meðal meiri hluta fólks og geta leitt af sér önnur vandamál, jafnvel þótt þær séu árangursríkar. Dæmi um slíkar almennar aðgerðir, sem horfa til geðvemdar, er bann áfengra drykkja, sem er óvinsælt, þar sem meirihluti fólks vill hafa aðgang að þeim, þrátt fyrir þá hættu, sem notkun þeirra getur haft í för með sér. Til þess að geta nýtt þekktar aðferðir til heilsu- verndar með einhverjum árangri og fundið nýjar, þarf faraldsfræðilegar rannsóknir. Þær eru og mikilvægar í leit að sjúkdómsorsökum. GEÐVERND Kaplan (1) telur heilsuverndandi geðlæknis- fræði fjalla um þá sérfræðilegu þekkingu, bæði fræðilega og hagnýta, sem nota má til að skipu- leggja og framkvæma aðgerðir, sem 1) draga úr tíðni geðtruflana í samfélaginu; 2) stytta sjúk- dómstímann; og 3) minnka hömlun, sem leitt getur af þessum sjúkdómum. Þetta er mjög yfirgripsmikil skilgreining og gæti eins vel verið skilgreining á viðfangi geðlæknisfræði yfirleitt. Heilsuverndaraðgerðir má flokka með tilliti til sértækni markmiðs, sértækni aðferðar og sérkenna viðfangsins. Við heilsuverndaraðgerðir verður eins og við aðrar læknisaðgerðir bæði að taka tillit til áhættunnar, sem þeim er samfara, og siðferðislegra forsendna, sem þær verða að fara eftir. Þegar rætt er um sjúkdómsvarnir í geðlæknis- fræði, er gott að hafa líkan af sviði geðlækninganna í huga. Nýlega hafa Adler, Levinson og Astrachan (2) kynnt eina slíka nýtilega mynd og fjallað um hana með tilliti til geðverndar. Þeir greina verkefni geðlæknisfræðinnar í: 1) læknisfræðileg verkefni, sem fjalla um lækningar sjúkdóma; 2) endurhæf- ingarverkefni, sem fjalla um aðlögunarerfiðleika; 3) félagslegt eftirlit, sem snýst um stjóm á afbrigði- legri hegðun; og 4) mannúðarverkefni, sem stuðla að þroska einstaklingsins. Ákveðnar beinar að- gerðir, sem snerta frumheilsuvernd, falla innan ramma læknisfræðilegra verkefna, en aðrar óbein- ar fyrirbyggjandi aðgerðir undir önnur verkefni. í kenningu Kaplans (1) er engin tilraun gerð til að skilgreina aðgerðir til að koma í veg fyrir ein- staka geðsjúkdóma. Frumvömin verður að stuðla að geðheilbrigði með óbeinum aðgerðum meðal fólks í samfélaginu, sem ekki hefur enn fengið einkenni, í von um að draga úr líkum á því að það veikist. Ef sameiginlegur orsakavaldur væri þekkt- ur, jafnvel þótt hann einn væri ekki nægjanlegur, ef samstaða væri um virkar aðferðir til að stuðla að geðheilbrigði og ef næg úrræði væru fyrir hendi, gætu slíkar almennar varnaraðgerðir komið að haldi. Þó að allir setji góða heilsu efst á óskalistann, eru takmörk fyrir því hve miklu menn vilja eyða til að ná því marki, sérstaklega ef ekki er víst hve
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.