Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 114
athygli ýmsum einkennum, svo sem skrópi úr
skóla, sem gefa til kynna aö hætta geti verið á
misnotkun áfengis síðar. En með því móti er aðeins
mögulegt að ná til takmarkaðs hóps þeirra, sem
síðar eiga eftir að stríða við áfengisvandamál.
Könnunin á ungum, andfélagslegum misnot-
endum náði til u.þ.b. 1% af körlum á aldrinum
15-29 ára. Hugsanlega hefði verið hægt að hjálpa
þessum mönnum og afstýra afleiðingum mis-
notkunarinnar, ef náðst hefði til þeirra nógu
snemma. Hins vegar hefði ekki verið hægt að ná til
meiri hluta þeirra 13,2% (15) af körlum, sem síðar
verða misnotendur. Hluti af þessum hópi hefði
kannski verið móttækilegur fyrir varnaraðgerðum,
svo sem auknum stuðningi foreldra og félagslegri
aðstoð og hvatningu til atferlis, sem ekki hefur í för
með sér áfengisnotkun, ásamt áfengisfræðslu, sem
miðuð hefði verið við mismunandi þroska skóla-
barna. En stór hópur hefði orðið út undan, sem
hefði þurft á að halda heilsuvemdaraðgerðum, sem
ná ekki fullum tilgangi nema þær séu veittar í geð-
læknisfræðilegu samhengi. En til þeirra aðgerða
skortir enn á nauðsynlega þekkingu.
LOKAORÐ
Þau þrjú rannsóknarverkefni, sem sagt hefur
verið frá, lýsa nokkrum möguleikum til að nota
niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna til geð-
verndar, þrátt fyrir það hve skammt þær ná.
En möguleikarnir til að koma algerlega í veg
fyrir meiri háttar starfræna geðsjúkdóma eru því
miður takmarkaðir á núverandi stigi þekkingar-
innar. Úr því mun vonandi rætast með auknum
rannsóknum í framtíðinni. Þangað til er nauðsyn-
legt að gera sér grein fyrir hve umfangsmikið
vandamálið er og hvar það mæðir mest á. „Raun-
hæfar varnaraðgerðir verða að byggjast á nægilegri
þekkingu á tíðni, eðli og gangi sjúkdóma hvar sem
er í heiminum, ásamt vistfræðilegri þýðingu þeirra í
víðari skilningi“ (17, 18). Þessi þekking fæst með
faraldsfræðilegum rannsóknum. Niðurstöðurnar,
sem geta bent á orsakir hinna ýmsu sjúkdóma, eru
nauðsynlegar árangursríkri stjórnun á meðferð
fjöldasjúkdóma eins og geðsjúkdóma og til að
koma í veg fyrir þá.
SUMMARY
Epidemiology and primary prevention.
The possibilities for primary prevention of major func-
tional mental illness are limited at the present state of the
art. None the less, results from epidemiological studies
can be used in preventive work in spite of their short-
comings. As an example three studies from our depart-
ment have been described briefly, one relating to the
families of trawler-fishermen, and the others relating to
groups at risk for developing alcohol abuse.
HEIMILDIR
1. Kaplan, G. Principles ofPreventive Psychiatry. Basic
Books, New York, 1964.
2. Adler, D.A., Levinson, D.J. & Astrachan, B.M.The
concept of prevention. Arch. Gen. Psychiatry,
1978; 35; 786-9.
3. Robins, L.N. Epidemiology of mental disorders.
Arch. Gen. Psychiatry, 1978; 35; 697-702.
4. MacMahon, B. & Pugh, T.F. Epidemiology. Prin-
ciples and Methods. Little, Brown and Company,
Boston, 1970.
5. Goldberger, J. The etiology of pellagra. The signi-
ficance of certain epidemiological observations with
respect thereto. Public Health Rep. 1914; 29;
1683-6.
6. Slater, E. & Cowie, V. The Genetics of Mental
Disorders. Oxford University Press, London, 1971.
7. Cooper, B. & Morgan, H.G. Epidemiological Psy-
chiatry. Charles C. Thomas, Springfield, 1973.
8. Dohrenwend, B.P. & Dohrenwend, B.S. Social and
cultural influences on psychopathology. Annu. Rev.
Psychol. 1974; 25; 417-52.
9. Shepherd, M. Epidemiologische Psychiatrie. In:
Kisker, K.P., Meyer, J.E., Miiller, C. & Strömgren,
E.: Psychiatrie der Gegenwart, Bd. III; 119-49.
Springer, Berlin, 1975.
10. Ödegárd, Ö. Social and ecological factors in the
etiology, outcome, treatment and prevention of
mental disorders. In: Kisker, K.P., Meyer, J.E.,
Múller, C. & Strömgren, E.: Psychiatrie der
Gegenwart, Bd. III; 151-98.Springer, Berlin, 1975.
11. Kessler, M & Albee, G.W. Primary prevention.
Annu. Rev. Psychol. 1975; 26; 557-91.
12. Munoz, R.F. The primary prevention of psy-
chological problems. Community Mental Health
Review, 1976; 1; 1-15.
13. Hannesdóttir, H., Stefánsson, J.G. A psychiatric
study of the families of deep-sea fishermen. Lækna-
blaðið, 1980; 66; 195-201.
14. Kaplan, G, Grunebaum, H. Perspectives on primary
prevention. Arch. Gen. Psychiatry 1967; 17; 331-
46.
15. Helgason, T. Epidemiological Studies on Alco-
holism. Adv. Biol. Psychiatr. 1979; 3; 97-112.
16. Helgason, T., Ásmundsson, G. Behaviour and
social characteristics of young asocial alcohol
abusers. Neuropsychobiology, 1975; 1; 109-20.
17. Kramer, M. Issues in the development of statistical
and epidemiological data for mental health services
research. Psychol. Med. 1976; 6; 182-215.
18. World Health Organization. Cit. Kramer (1976).
1971.