Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Side 37
Tafla 2.12 Samneysla hins opinbera
i OECD-ríkjunum að meðaltali árið 1988 1).
- Hlutfal l af VLF -
Önnur
Norður-
ísland lönd OECD
Samneysla 18,6 20,9 16,6
1. Stjórnsýsla 2,9 3,2 3,2
2. Félagsleg þjónusta 13,4 15,7 11,6
- Fræðslumál 3,9 5,3 4,5
- HeiIþrigðismál 7,0 5,2 4,1
- Velferðarmál 1.2 4,0 2,1
- Menningarmál ofl. 1,3 1,2 1,0
3. Atvinnumál ofl. 1,7 2,0 1,6
1) Varnarmál eru ekki meðtalin.
2. Tekjutilfœrslur.
Veigamikill munur virðist vera á tekjutilfærsl-
um hér á landi samanborið við önnur OECD-
ríki. Hér á landi tekur hið opinbera tekjutil-
færslukerfi til sín 6,1% af VLF. Á hinum Norð-
urlöndunum er hlutur þess hins vegar 16,8% af
VLF og í OECD-ríkjum 15,1%. Þessi munur er
of mikill til að hægt sé að tala um sama kerfi.
Hver er skýringin á þessum mikla mun.
Almannatryggingar eru langstærsti útgjalda-
póstur tekjutilfærslna, en þær taka til sín 4,6% af
VLF hér á landi, 14,5% á hinum Norðurlöndun-
um og 13,1% í OECD-ríkjunum. Til almanna-
trygginga teljast ýmiss konar tekjutilfærslur til
einstaklinga vegna t.d. elli, örorku, veikinda,
tekjumissis, andláts, fæðingar, barnafjölda og
atvinnuleysis. Margt bendir til þess að tekjutil-
færslukerfi hins opinbera í OECD-ríkjunum sé
umfangsmeira en hér á landi.
í fyrsta lagi eru lögbundnar lífeynsgreiðslur til
lífeyrissjóða taldar með tekjuin og gjöldum al-
mannatrygginga í flestum þeirra. Hér á landi er
ekki svo, en iðgjöld lífeyrissjóðanna voru 3,3%
af VLF að meðaltali á árunum 1980-1988, og
útborgaðar lífeyrisgreiðslur 1,4% af VLF. í
öðru lagi hafa barnabætur hér á landi ekki verið
færðar sem útgjöld hins opinbera heldur hafa
þær verið dregnar frá beinum skatttekjum.
Sama gildir um aðrar félagslegar bætur, s.s.
vaxtabætur. Á árunum 1980-1988 námu barna-
bætur um 1% af VLF að meðaltali. í þriðja lagi
hefur atvinnuleysi verið lítið hér á landi saman-
borið við atvinnuleysi margra OECD-ríkjanna.
Eins og fram kemur í töflu 2.14 var atvinnuleysi
hér aðeins 0,7% af vinnuafli á árunum 1980-
1988 samanborið við 4,6% á öðrum Norður-
löndum og 6,0% í OECD-ríkjunum. Atvinnu-
leysi, sem væri 6% hér á landi, myndi kosta um
1% af VLF miðað við reglur hér.
Að síðustu má nefna varðandi almannatrygg-
ingar að mjög ólíkar reglur gilda í OECD-
ríkjunum varðandi sjúkradagpeninga. Hér á
landi kemur t.d. fyrst til greiðslu dagpeninga af
hálfu hins opinbera á 15. veikindadegi. í mörg-
um hinna ríkjanna kemur hið opinbera miklu
fyrr til skjalanna. Áætla má að kostnaður at-
vinnurekenda vegna veikindadaga sé í kringum
0,7% af VLF.
Að teknu tilliti til mismunandi uppgjörsað-
ferða þyrfti eflaust til samræmis að hækka
Tafla 2.13 Tilfærslur hins opinbera í
OECD-rikjunum að meðaltali árin 1980-1988.
- Hlutfall af VLF -
Önnur
Norður- Island
Island lönd OECD 1988
Tekjutitfærslur 6,1 16,8 15,0 6,9
1. Almannatryggingar 4,6 14,5 13,1 5,4
2. Erlend aðstoð 0,1 0,9 0,6 0,1
3. Aðrar tilfærslur 1,4 1,4 1,2 1,4
Tafla 2.14 Atvinnuleysi og atvinnuþátttaka
i OECD-ríkjunum að meðaltali árin 1980-1988.
- Prósentur - tsland Önnur Norður lönd OECD island 1988
.... .... ....
1. Atvinnuleysi 1) 0,7 4,6 6,0 0,7
2. Atvinnuþátttaka 2) 49,9 49,7 44,7 54,0
3. Fólksfj. eldri 64 10,5 15,6 14,0
4. Fólksfj. yngri 15 25,1 18,4 19,6 II II II II II II
1) % af vinnuafli. 2) % af fólksfjölda.
35