Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Síða 81

Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Síða 81
Reglulegur starfstími grunnskóla skal vera 7-9 mánuðir á ári hverju, og skal skólinn veita fræðslu í undirstöðugreinum mannlegra sam- skipta og þess andlega og veraldlega umhverfis sem maðurinn hrærist í. Grunnskólinn er starf- ræktur um allt land, eða í öllum fræðsluumdæm- um landsins, sem eru átta talsins. Svonefnt fræðsluráð hefur yfirumsjón með þjónustu grunnskóla innan hvers fræðsluumdæmis í um- boði menntamálaráðuneytisins og sveitar- stjórna, og er fræðslustjóri framkvæmdastjóri þess ráðs. 2. Framhaldsskólastig. Framhaldsskólastig tekur við af grunnskóla- stigi eða skyldunámsstigi og eru nemendur þess því 16 ára og eldri. Framhaldsskólastig gefa nemendum kost á annað tveggja, almennri menntun eða ákveðinni starfsmenntun. Með hliðsjón af þessum valkostum má greina fram- haldsskólastigið í annars vegar almennt námsstig og hins vegar sérhæft námsstig eða starfsmenntunarstig. Til hins almenna framhaldsskólastigs teljast menntaskólar og fjölbrautaskólar og er megin- markmið þeirra að efla þroska nemenda sinna, veita þeim almenna menntun að loknu skyldu- námi og búa þá undir háskólanám og þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsins. Fjölbrautaskólar gefa auk þess nemendum sínum möguleika á mennt- un og þjálfun í ýmsum starfsgreinum. Eðlilegur námstími almennra framhaldsskóla er fjögur ár og er yfirumsjón með starfsemi þessara skóla í höndum skólaráðs undir forsæti skólameistara. Sérhæft framhaldsskólastig eða starfsmennt- unarstig nær til fjölmargra skóla af ýmsum teg- undum og gerðum. Sem dæmi um starfsmennt- unarskóla má nefna tækniskóla, vélskóla, iðn- skóla, sjómannaskóla, stýrimannaskóla, hjúkr- unarskóla, fóstruskóla, hússtjórnarskóla, bændaskóla, listaskóla, og verslunarskóla. Flestir þessara skóla miða að því að búa nem- endur undir störf i atvinnulífinu með starfs- menntun er veitir starfsréttindi, eða undir nám við æðra skólastig. Skólaráð undir forsæti skóla- meistara annast yfirumsjón með starfsemi þessa skólastigs. Námstíminn er nokkuð breytilegur, þó í flestum tilfellum fjögur ár. 3. Æðra skólastig. Til æðra skólastigs telst háskólastig og annað hliðstætt skólastig. Háskólastig nær til Háskóla íslands, Kennaraháskólans og fleiri stofnana sem veita þjónustu á háskólastigi. Samkvæmt lögum skal Háskóli íslands vera vísindaleg rann- sóknar- og fræðslustofnun, er veitir nemendum sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vís- indalegum verkefnum og til þess að gegna ýmsum embættum og störfum í þjóðfélaginu. í háskólanum eru eftirfarandi deildir: Guðfræði- deild, læknadeild, lagadeild, heimspekideild, verkfræði- og raunvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild, tannlæknadeild og félagsvísinda- deild. Yfirumsjón með starfsemi háskólans hef- ur háskólaráð og rektor. Undir annað æðra skólastig fellur fræðsluþjónusta íþróttakennara- skóla íslands og Skálholtsskóla, svo eitthvað sé nefnt. 4. Annað skólastig. Undir þetta skólastig telst fræðsluþjónusta sem ekki flokkast annars staðar. Dæmi um slíka þjónustu er sú fræðsluþjónusta sem skólar þroskaheftra veita. Samkvæmt lögum skulu slíkir skólar leitast við að haga störfum sínum í samræmi við eðli og sérþarfir nemenda sinna, hjálpa þeim til þess að öðlast heilbrigt lífsviðhorf og gæta andlegrar og líkamlegrar heilsu þeirra. Enn fremur er þeim ætlað að veita nemendum tilsögn í lögskipuðum námsgreinum nemenda á fræðsluskyldualdri, eftir getu og þroska hvers og eins. 5. Námsaðstoð. Hér telst eingöngu sú aðstoð sem ríkissjóður veitir í formi námsstyrkja til jöfnunar á fjárhags- legum aðstöðumun nemenda í framhaldsskól- um, að því leyti sem búseta veldur þeim mis- þungum fjárhagsbyrðum. 6. Önnur frœðsluþjónusta. Öll yfirstjórn fræðslumála telst vera undir þessum lið, s.s. aðalskrifstofa menntamálaráðu- 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Búskapur hins opinbera 1980-1989

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1980-1989
https://timarit.is/publication/1002

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.