Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Síða 81
Reglulegur starfstími grunnskóla skal vera 7-9
mánuðir á ári hverju, og skal skólinn veita
fræðslu í undirstöðugreinum mannlegra sam-
skipta og þess andlega og veraldlega umhverfis
sem maðurinn hrærist í. Grunnskólinn er starf-
ræktur um allt land, eða í öllum fræðsluumdæm-
um landsins, sem eru átta talsins. Svonefnt
fræðsluráð hefur yfirumsjón með þjónustu
grunnskóla innan hvers fræðsluumdæmis í um-
boði menntamálaráðuneytisins og sveitar-
stjórna, og er fræðslustjóri framkvæmdastjóri
þess ráðs.
2. Framhaldsskólastig.
Framhaldsskólastig tekur við af grunnskóla-
stigi eða skyldunámsstigi og eru nemendur þess
því 16 ára og eldri. Framhaldsskólastig gefa
nemendum kost á annað tveggja, almennri
menntun eða ákveðinni starfsmenntun. Með
hliðsjón af þessum valkostum má greina fram-
haldsskólastigið í annars vegar almennt
námsstig og hins vegar sérhæft námsstig eða
starfsmenntunarstig.
Til hins almenna framhaldsskólastigs teljast
menntaskólar og fjölbrautaskólar og er megin-
markmið þeirra að efla þroska nemenda sinna,
veita þeim almenna menntun að loknu skyldu-
námi og búa þá undir háskólanám og þátttöku í
lífi og starfi þjóðfélagsins. Fjölbrautaskólar gefa
auk þess nemendum sínum möguleika á mennt-
un og þjálfun í ýmsum starfsgreinum. Eðlilegur
námstími almennra framhaldsskóla er fjögur ár
og er yfirumsjón með starfsemi þessara skóla í
höndum skólaráðs undir forsæti skólameistara.
Sérhæft framhaldsskólastig eða starfsmennt-
unarstig nær til fjölmargra skóla af ýmsum teg-
undum og gerðum. Sem dæmi um starfsmennt-
unarskóla má nefna tækniskóla, vélskóla, iðn-
skóla, sjómannaskóla, stýrimannaskóla, hjúkr-
unarskóla, fóstruskóla, hússtjórnarskóla,
bændaskóla, listaskóla, og verslunarskóla.
Flestir þessara skóla miða að því að búa nem-
endur undir störf i atvinnulífinu með starfs-
menntun er veitir starfsréttindi, eða undir nám
við æðra skólastig. Skólaráð undir forsæti skóla-
meistara annast yfirumsjón með starfsemi þessa
skólastigs. Námstíminn er nokkuð breytilegur,
þó í flestum tilfellum fjögur ár.
3. Æðra skólastig.
Til æðra skólastigs telst háskólastig og annað
hliðstætt skólastig. Háskólastig nær til Háskóla
íslands, Kennaraháskólans og fleiri stofnana
sem veita þjónustu á háskólastigi. Samkvæmt
lögum skal Háskóli íslands vera vísindaleg rann-
sóknar- og fræðslustofnun, er veitir nemendum
sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vís-
indalegum verkefnum og til þess að gegna
ýmsum embættum og störfum í þjóðfélaginu. í
háskólanum eru eftirfarandi deildir: Guðfræði-
deild, læknadeild, lagadeild, heimspekideild,
verkfræði- og raunvísindadeild, viðskipta- og
hagfræðideild, tannlæknadeild og félagsvísinda-
deild. Yfirumsjón með starfsemi háskólans hef-
ur háskólaráð og rektor. Undir annað æðra
skólastig fellur fræðsluþjónusta íþróttakennara-
skóla íslands og Skálholtsskóla, svo eitthvað sé
nefnt.
4. Annað skólastig.
Undir þetta skólastig telst fræðsluþjónusta
sem ekki flokkast annars staðar. Dæmi um slíka
þjónustu er sú fræðsluþjónusta sem skólar
þroskaheftra veita. Samkvæmt lögum skulu
slíkir skólar leitast við að haga störfum sínum í
samræmi við eðli og sérþarfir nemenda sinna,
hjálpa þeim til þess að öðlast heilbrigt lífsviðhorf
og gæta andlegrar og líkamlegrar heilsu þeirra.
Enn fremur er þeim ætlað að veita nemendum
tilsögn í lögskipuðum námsgreinum nemenda á
fræðsluskyldualdri, eftir getu og þroska hvers og
eins.
5. Námsaðstoð.
Hér telst eingöngu sú aðstoð sem ríkissjóður
veitir í formi námsstyrkja til jöfnunar á fjárhags-
legum aðstöðumun nemenda í framhaldsskól-
um, að því leyti sem búseta veldur þeim mis-
þungum fjárhagsbyrðum.
6. Önnur frœðsluþjónusta.
Öll yfirstjórn fræðslumála telst vera undir
þessum lið, s.s. aðalskrifstofa menntamálaráðu-
79