Sagnir - 01.06.1993, Page 66

Sagnir - 01.06.1993, Page 66
merkingar og strangt til tekið ekki til fyrr en sagt er frá þeim. Um leið og það er gert taka lögrnál frásagnar, tungumáls og hugsunar við stjóminni. Lýsing á atburð- um eins dags tæki marga daga, en upp- talning er ekki sagnfræði. Sagnfræði er flókin og samfelld frásögn um samhengi. Atvik eru ekki raunvemleg fyrr en þau fa sæti í þeirri röð. Sagnfræðingur semur setningar um það hvemig þjóðfelög vom og söguþráð um atvik á tilteknum stað og öld. Hann framleiðir merkingu um það sem honunt virðist að hafi verið og gerst. Ekkert var alveg eins og hann segir að það hafi verið. Engu að síður segir hann satt, sé hann heiðarlegur, einlægur og vandvirkur. Sagnfræði er gjörningur í tungumáli, táknmál ekki síður en skáldsaga eða ljóð. Fyrir vikið em margar leiðir til að tala um sama hlut og skiptar skoðanir um allt sem skiptir máli. Þess vegna úreldist sagnfræði hröðum skrefum, ekki vegna þess að ný þekking komi til, heldur vegna breyttra viðhorfa og nýrra hug- mynda í samtíma okkar. Sagnfræði má því leggja að jöfnu við skáldskap sem afUrð hugvits. Þegar það er gert verður notkun sagnfræðinga á tungumálinu, hvemig þeir segja það sem þeir segja, mikilvægari en nákvæmni þeirra eða hvort það stenst sem þeir halda fram. Sagnfræði er þá ekki um eitthvað sem var til, heldur býr hún það til. Hér má til útskýringar nefna þann eiginleika sagn- fræðirita að lýsa tilteknu atriði i þaula, frá upphafi til enda og allt sem vitað er verð- ur að vera með: einokunarverslun, blóð- skömm, sjálfstæðisbarátta, togaraútgerð, skósmíðar og verkalýðsfélög. Ekkert kemst að sem ekki telst segja eitthvað markvert um viðfángsefnið. Er raunveru- leikinn nokkum tíma jafn þéttur og fastur fyrir í vitund fólks? Eg efast um það og lýsing sagnfræðirits er því ekki rninni blekking en uppspunninn þráður í skáldsögu. Þetta var aldrei svona, heldur er þetta orðið svona í meðfömm sagnfræð- inga, alveg eins og skáldsaga skapar raunveruleika sem aldrei var til. En er þá í lagi að segja hvað sem er? Er enginn munur á sagnffæði og skáld- skap? Formlega séð er sagnfræði ekki frá- bmgðin skáldskap. Hún skapar fortíðina og er tilbúningur, en af því leiðir ekki endilega að hún sé uppspuni eða helber lygi. Henni em ýmis takmörk sett, en hún getur sitt af hveiju. Raunveruleik- anunt hæfir ekkert eitt tungumál, því við horfum ekki á heiminn eins og hann er eða var. Margskonar orðræðu er þörf til að gera honum skil og engin ein endilega betri eða merkilegri en önnur.4 Sagnffæði gerir eitt og skáldskapur annað, aðrar fiæðigreinar gera enn annað og kvik- myndir eitthvað sent er ólikt öllu öðm og svo framvegis. Sagnffæði segir ffá fortið- inni eins og lesendur fa skilið hana. Nauðsynlegt skilyrði sagnfiæðilegra rann- sókna er að fortíðin hafi verið samtíma- mönnum samskonar raunvemleiki og sá sem við sjáum fyrir okkur og teljum okkur til. Sú staðreynd skiptir minna máli fyrir rithöfunda. Munur á sagnfræði og skáldsögu er meðal annars að heimur skáldsögunnar er sjálfstæður og vísar ekk- ert frekar út fyrir sjálfan sig (þó hann geti gert það og vilji það oft). Hann verð- ur til um leið og höfundur skrifár og honunt eru fijálsar hendur ef honum sýnist. Heimur sagnfræðirits skírskotar aftur á móti ávallt til tilvistar utan ritsins. Lýst er einhverju sem á að hafa gerst eða verið akkúrat svona, í raun og vem eða „wie es eigentlich gewesen" eins og Ranke er hvað fiægastur fyrir að hafa 64 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.