Sagnir - 01.06.1993, Page 130

Sagnir - 01.06.1993, Page 130
nefnt hafi ekki ævinlega verið jafnsjálf- sagður og hann er í dag, það útheimti baráttu að fa hann viðurkenndan. I fiam- haldi af því er spurt: hvernig gátu þing- menn rökstutt það fyrir sjálfum sér og öðmm, að meina konum jafiisjálisögð mannréttindi? Til að svara því setur höf- undurinn lesandann niður á áheyr- endapöllum alþingis anno 1911 til að hlýða á umræður. Svo kemur hver ræðan á fætur annarri; við hittum á þingfundi fullt af litlum körlunt, sem eiga það flest- ir sammerkt að vera logandi hræddir. Þeir eru hræddir um heimilin, hræddir um börnin og uppeldi þeirra, hræddir um að brenni við í pottunum, skyrtumar Hggi óstraujaðar í þvottakörfunum, og um gjörvallt íslenskt samfélag; kannski þó fyrst og fremst hræddir um eigin stöðu í þessu samfélagi sem þeim virtist riða til falls. Unnur álítur mótstöðu við réttinda- baráttu kvenna hafa stjórnast af fordóm- um, og er það líklega ómótmælanlegt. I það minnsta er mér til efs, að nokkur fengist til þess nú á dögum að viðurkenna upphátt, að þeim finnist karlmenn frá náttúrunnar hendi hæfari til opinberra starfa en konur. Það kom Kka á daginn að „heimurinn umbyltist ekkert þó að kon- ur fengju kosningarétt, eins og körlum hætti til að álíta.“ Ahrif kvenna og stjómmálaþátttaka breyttust heldur ekki til muna þegar í stað, hafi einhveijum dottið slíkt i hug, og þaðan af síður staða þeirra í samfélaginu: „Það þurfti meira til og þarf enn“. Sagníræðingur í klípu Gisli Gunnarsson er annar úr hópi kennara sem á grein í 13. árgangi Sagna. Heitir sú Um falda bók og aðra forboðna og dálítið um ættardramb. Segir Gísli þar frá því er hann var við gagnasöfnun í Þýska- landi vegna rannsókna og komst að því „hversu miskunnarlaust og forheimsk- andi þýski nasisminn afskræmdi öll fræði á sínum tíma.“ Fingraför nasistanna var með öðmm orðum víða að finna á ritum sem sagnfræðingur á tíunda tug 20. aldar þurfti á að halda vegna rannsókna á 17. og 18. aldar sögu! Grein Gísla er fremur stutt, en fróðlegt innlegg. GísH beitir skemmtilegri frásagnarað- ferð. Hann segir frá sagnfiæðingnum (þ.e. Gísla sjálfum) sem er að heyja sér efnis í rannsókn á þýsku safni, Carl von Ossi- etzky bókasafninu í Hamborg. Meðal þess sem hann fysir að kanna er bók um deilumál Kristjáns IV og Hamborgara á 17. öld eftir Gyðing nokkum, Freuden- berg að nafhi. Þetta hljómar nógu sak- laust en bókin finnst ekki fyrr en eftir umtalsverða leit, bundin meðal „arískra“ rita. Þannig hafði einhver séður bókavörð- ur bjargað þessu riti frá bókabrennu nas- istanna. Enn fremur þarf sagnfræðingur- inn að kynna sér efni rits um styqaldar- sögu Glúckstaðarvirkisins og kemst að raun urn að sú bók er raunar á lista með nasistaritum og því aðeins lánuð með sér- stökum skilyrðum. lldtið hafði unnið það til saka að vera helst til mikil lofgjörð um hermennsku nasista þegar rætt er um stöðu virkisins á 20. öld þótt það fjaHi annars að mestu um 17. og 18. öld. Loks greinir Gísli frá leit sinni að ætt- fræðilegum heimildum, ættfræðiáhuga á valdatíma nasista og mörk þeirra á ætt- fræðiheimildir. Hann getur þess raunar, að ffá stríðslokum hafi ættfræði átt undir högg að sækja í Þýskalandi, og mun greinin þannig hafa goldið dálætis nasista. Er athyglisvert ef rétt er hemrt. Þessi aðferð, „sagan inni í sögunni", er býsna áhrifarík og frásögn Gísla varp- ar svolitlu ljósi á einn ógeðfeHdasta þátt mannkynssögunnar nreð nýjum hætti. íslandi allt! Auðvitað varð ekki hjá því konfist að Sagn- ir sem komu út árið 1992 geymdu eina grein um Kristófer Kólumbus þegar 500 ár vora Hðin frá því að hann „fann“ Am- eríku. I grein sinni, Renndi Kólumbus blint í sjóinn?, gerir Einar Hreinsson að umtalsefni sögusögn sem Islendingar haía ævinlega verið dáHtið skotnir í; nefnilega að Kólumbus hafi haft pata af álfimni í vestri áður en hann hélt í sjóferð sína, og fengið upplýsingarnar á íslandi. Ekki held ég að það breyti heimssög- unni á nokkurn hátt hvort Kólumbus fékk vitneskju unt Ameríku á Islandi, fekk upplýsingar í öðra landi eða hitti á heimsálfúna af tómri slysni. Einar setur þetta þó fram með öðram hætti; hann spyr að því hvort Kólumbusi hefði nokkra sinni flogið í hug að leggja í landaleit ef hann hefði ekki fyrst heim- sótt ísland. Þegar svona er spurt snýr máhð nokkuð öðravísi við. Þá fer ansi mikið að velta á því að hægt sé að „sanna“ að langafar okkar eða ömmur hafi gaukað þessari vitneskju að sæfaranum, þótt ekki væri nema til þess að monta sig af í út- löndum. Það leynir sér heldur ekki að Einar langar ákaflega mikið til að færa á þetta fuUar sönnur. Hann nálgast viðfangsefni sitt á þann hátt, að freista þess að skjóta stoðum undir ferð Kólumbusar til Islands, en hún hefúr verið deUuefifi fiæðimanna unr langt skeið. Landkönnuðurinn segist í minnisgrein hafa komið til Islands í febr- úar árið 1477. Ymsir draga þetta þó í efa og álita minnisgreinina falsaða, aðrir trúa greininni og þriðji hópurinn er þeirrar skoðunar, að minnisgreinin sé ffá Kól- umbusi konfin, en byggi ekki á hans eigin reynslu. Þessar deilur rekur grein- arhöfundur vel og segir álit sitt á rök- semdafærslum fiæðimannanna. Hér heima hafá lengi verið uppi sögusagnir um heimsókn Kólumbusar, eða að nfig nfinnir frá því snemma á síð- ustu öld, með skrifúm Finns prófessors Magnúsonar. Bimi Þorsteinssyni þótti röksemdarfærsla Finns hins vegar „hæp- in“. Ekki leikur þó á tveimur tungum, að Einar er á þessu sama máK; hann áHtur að Kólumbus hafi komið til Islands og fengið hér vitneskju um löndin handan Atlantshafs. Þetta era vissulega hressandi heila- brot, en mér er til efs að við komumst nokkuð nær sannleikanum úr þessu. Og á móti má spyija: Hvað sannar það þótt Kólumbus kunni að hafá komið hingað á enskri fiskiduggu? Era Hkindi til þess að útlendingur á duggu hafi haft ráðrúm til 128 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.