Sagnir - 01.06.1993, Blaðsíða 130
nefnt hafi ekki ævinlega verið jafnsjálf-
sagður og hann er í dag, það útheimti
baráttu að fa hann viðurkenndan. I fiam-
haldi af því er spurt: hvernig gátu þing-
menn rökstutt það fyrir sjálfum sér og
öðmm, að meina konum jafiisjálisögð
mannréttindi? Til að svara því setur höf-
undurinn lesandann niður á áheyr-
endapöllum alþingis anno 1911 til að
hlýða á umræður. Svo kemur hver ræðan
á fætur annarri; við hittum á þingfundi
fullt af litlum körlunt, sem eiga það flest-
ir sammerkt að vera logandi hræddir.
Þeir eru hræddir um heimilin, hræddir
um börnin og uppeldi þeirra, hræddir
um að brenni við í pottunum, skyrtumar
Hggi óstraujaðar í þvottakörfunum, og
um gjörvallt íslenskt samfélag; kannski
þó fyrst og fremst hræddir um eigin
stöðu í þessu samfélagi sem þeim virtist
riða til falls.
Unnur álítur mótstöðu við réttinda-
baráttu kvenna hafa stjórnast af fordóm-
um, og er það líklega ómótmælanlegt. I
það minnsta er mér til efs, að nokkur
fengist til þess nú á dögum að viðurkenna
upphátt, að þeim finnist karlmenn frá
náttúrunnar hendi hæfari til opinberra
starfa en konur. Það kom Kka á daginn að
„heimurinn umbyltist ekkert þó að kon-
ur fengju kosningarétt, eins og körlum
hætti til að álíta.“ Ahrif kvenna og
stjómmálaþátttaka breyttust heldur ekki
til muna þegar í stað, hafi einhveijum
dottið slíkt i hug, og þaðan af síður staða
þeirra í samfélaginu: „Það þurfti meira til
og þarf enn“.
Sagníræðingur í klípu
Gisli Gunnarsson er annar úr hópi
kennara sem á grein í 13. árgangi Sagna.
Heitir sú Um falda bók og aðra forboðna og
dálítið um ættardramb. Segir Gísli þar frá
því er hann var við gagnasöfnun í Þýska-
landi vegna rannsókna og komst að því
„hversu miskunnarlaust og forheimsk-
andi þýski nasisminn afskræmdi öll fræði
á sínum tíma.“ Fingraför nasistanna var
með öðmm orðum víða að finna á ritum
sem sagnfræðingur á tíunda tug 20. aldar
þurfti á að halda vegna rannsókna á 17.
og 18. aldar sögu! Grein Gísla er fremur
stutt, en fróðlegt innlegg.
GísH beitir skemmtilegri frásagnarað-
ferð. Hann segir frá sagnfiæðingnum (þ.e.
Gísla sjálfum) sem er að heyja sér efnis í
rannsókn á þýsku safni, Carl von Ossi-
etzky bókasafninu í Hamborg. Meðal
þess sem hann fysir að kanna er bók um
deilumál Kristjáns IV og Hamborgara á
17. öld eftir Gyðing nokkum, Freuden-
berg að nafhi. Þetta hljómar nógu sak-
laust en bókin finnst ekki fyrr en eftir
umtalsverða leit, bundin meðal „arískra“
rita. Þannig hafði einhver séður bókavörð-
ur bjargað þessu riti frá bókabrennu nas-
istanna. Enn fremur þarf sagnfræðingur-
inn að kynna sér efni rits um styqaldar-
sögu Glúckstaðarvirkisins og kemst að
raun urn að sú bók er raunar á lista með
nasistaritum og því aðeins lánuð með sér-
stökum skilyrðum. lldtið hafði unnið það til
saka að vera helst til mikil lofgjörð um
hermennsku nasista þegar rætt er um
stöðu virkisins á 20. öld þótt það fjaHi
annars að mestu um 17. og 18. öld.
Loks greinir Gísli frá leit sinni að ætt-
fræðilegum heimildum, ættfræðiáhuga á
valdatíma nasista og mörk þeirra á ætt-
fræðiheimildir. Hann getur þess raunar,
að ffá stríðslokum hafi ættfræði átt undir
högg að sækja í Þýskalandi, og mun
greinin þannig hafa goldið dálætis nasista.
Er athyglisvert ef rétt er hemrt.
Þessi aðferð, „sagan inni í sögunni",
er býsna áhrifarík og frásögn Gísla varp-
ar svolitlu ljósi á einn ógeðfeHdasta þátt
mannkynssögunnar nreð nýjum hætti.
íslandi allt!
Auðvitað varð ekki hjá því konfist að Sagn-
ir sem komu út árið 1992 geymdu eina
grein um Kristófer Kólumbus þegar 500
ár vora Hðin frá því að hann „fann“ Am-
eríku. I grein sinni, Renndi Kólumbus
blint í sjóinn?, gerir Einar Hreinsson að
umtalsefni sögusögn sem Islendingar
haía ævinlega verið dáHtið skotnir í;
nefnilega að Kólumbus hafi haft pata af
álfimni í vestri áður en hann hélt í sjóferð
sína, og fengið upplýsingarnar á íslandi.
Ekki held ég að það breyti heimssög-
unni á nokkurn hátt hvort Kólumbus
fékk vitneskju unt Ameríku á Islandi,
fekk upplýsingar í öðra landi eða hitti á
heimsálfúna af tómri slysni. Einar setur
þetta þó fram með öðram hætti; hann
spyr að því hvort Kólumbusi hefði
nokkra sinni flogið í hug að leggja í
landaleit ef hann hefði ekki fyrst heim-
sótt ísland. Þegar svona er spurt snýr
máhð nokkuð öðravísi við. Þá fer ansi
mikið að velta á því að hægt sé að „sanna“
að langafar okkar eða ömmur hafi gaukað
þessari vitneskju að sæfaranum, þótt ekki
væri nema til þess að monta sig af í út-
löndum.
Það leynir sér heldur ekki að Einar
langar ákaflega mikið til að færa á þetta
fuUar sönnur. Hann nálgast viðfangsefni
sitt á þann hátt, að freista þess að skjóta
stoðum undir ferð Kólumbusar til Islands,
en hún hefúr verið deUuefifi fiæðimanna
unr langt skeið. Landkönnuðurinn segist í
minnisgrein hafa komið til Islands í febr-
úar árið 1477. Ymsir draga þetta þó í efa
og álita minnisgreinina falsaða, aðrir trúa
greininni og þriðji hópurinn er þeirrar
skoðunar, að minnisgreinin sé ffá Kól-
umbusi konfin, en byggi ekki á hans
eigin reynslu. Þessar deilur rekur grein-
arhöfundur vel og segir álit sitt á rök-
semdafærslum fiæðimannanna.
Hér heima hafá lengi verið uppi
sögusagnir um heimsókn Kólumbusar,
eða að nfig nfinnir frá því snemma á síð-
ustu öld, með skrifúm Finns prófessors
Magnúsonar. Bimi Þorsteinssyni þótti
röksemdarfærsla Finns hins vegar „hæp-
in“. Ekki leikur þó á tveimur tungum,
að Einar er á þessu sama máK; hann áHtur
að Kólumbus hafi komið til Islands og
fengið hér vitneskju um löndin handan
Atlantshafs.
Þetta era vissulega hressandi heila-
brot, en mér er til efs að við komumst
nokkuð nær sannleikanum úr þessu. Og
á móti má spyija: Hvað sannar það þótt
Kólumbus kunni að hafá komið hingað á
enskri fiskiduggu? Era Hkindi til þess að
útlendingur á duggu hafi haft ráðrúm til
128 SAGNIR