Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 62

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 62
Drepsóttir og hungurdauði voru helstu orsakir mannfellis á öldinni en í vaneldi magnast áhrif sjúk- dóma og þeir geta orðið banvænir þó fullhraustum séu þeir meinlausir.4 Upplausn fjölskyldna var því daglegt brauð í sveitum landsins. Híbýli íslendinga voru flest lágreistir niðurgrafnir moldarkofar sem hripláku í rigningum. Hreinlæti var mjög ábótavant í þessu gamla samfélagi, fólk þvoði sér almennt ekki um líkamann og fatnaður var sjaldan þrifinn.5 Allur aðbúnaður íslendinga á 17. og 18. öldinni var mjög slæmur, mannfellisár höfðu ekki verið fleiri en einmitt þá eða allt að 30 á hvorri öld.6 Þrátt fyrir það voru íslenskar konur afar frjósamar en Eggert Ólafsson segir ekki óvanalegt að hjón eignist allt að 10 til 15 börn yfir ævina en aðeins þriðjungur þeirra lifði.7 Orsök ungbarnadauðans hefur löngum verið vinsælt rannsóknarefni fræðimanna bæði fyrr og síðar og hafa flestir komist að þeirri niðurstöðu að orsakir hans séu fyrst og fremst afleiðingar smitsjúkdóma, lélegs aðbúnaðar og almenns heilsu- leysis mannskepnunnar á tímabilinu.8 í skrifum margra þeirra er hægt að greina það viðhorf að vanrækslu mæðra megi kenna um ótímabæran dauða ungbarna.5 Samhjálp kvenna Danski læknirinn P.A. Schleisner, ferðaðist hér um landið á 19. öld og kannaði m.a. barneldishætti íslendinga. Skýrsla hans um ástandið í heilbrigðis- málum íslendinga á þeirri öld er að mörgu leyti einnig lýsandi fyrir ástandið eins og það var á 18. öldinni því almennur aðbúnaður manna var síst betri þá. I skýrslu Schleisners er að finna athyglisverða lýsingu á meðhöndlun ungbarna við fæðingu. Sú heimild segir okkur þó meira um viðhorf læknisins til kvenna almennt heldur en hún gerir um meðferð á hvítvoðungum. ...Moderen, saasnart hun kun vel kar födt, overgiver sit Barn til den nærmest boende Kone, der har betjent hende ved Födslen. Det spæde Barn overlades alt saa hvorledes de stakkels Börn behandles hos disse saakaldte Jordemædre, hvor en gammel kjærling sættes til at passe dem, kan man let tænke sig.10 En þessar svokölluðu ljósmæður, eða gömlu kerl- ingar eins og Schleisner velur að kalla þær, nutu mik- illar virðingar í gamla samfélaginu þar sem þær bjuggu yfir áratugareynslu við fæðingarhjálp og aðhlynningu ungbarna. í bókinni A Midwife's Tale eftir sagnfræðinginn Laurel Thatcher Ulrich er að finna góðar lýsingar á lífi og starfi amerískrar ljós- móður er uppi var á 18. öld. Þessar minningar eru dagbókarbrot Mörthu Ballard, ómenntaðrar bónda- konu sem gerðist ljósmóðir á efri árum sínum. Ástæða þess að konur sinntu almennt ekki ljós- móðurstörfum fyrr en á gamals aldri var m.a. sú að barnauppeldi og dagleg skyldustörf við búreksturinn gerði það að verkum að þær gátu síður yfirgefið heimilið en þær sem eldri voru og nutu aðstoðar uppkominna barna sinna. Ljósmóðurstarfið krafðist oft langrar fjarveru frá heimilinu þar sem fæðing gat tekið allt upp í tvo sólarhringa. Ungar mæður Ekki var óalgengt að ljósmæður kynnu ýmislegt fyrir sér í notkun lækningajurta til að lina þjáningar fæðandi kvenna. sem stóðu í barnauppeldi voru því ekki í aðstöðu til að sinna slíku starfi. Einnig krafðist ljósmóðurstarfið mikillar reynslu af fæð- ingum og fæðingarhjálp en áður en Martha fór sjálf að starfa sem ljósmóðir hafði hún verið viðstödd fjölda fæðinga og sjálf alið níu börn en á þeim 27 árum sem Martha hélt dagbók aðstoðaði hún við 816 fæðingar. Læknisáhöld hennar voru í formi blíðlegra hughreystinga og atlætis en auk þess var ekki óalgengt að ljósmæður kynnu ýmislegt fyrir sér í notkun lækn- ingajurta til að lina þjáningar kvennanna. Nálægð slíkrar ljós- móður hefur veitt fæðandi móður andlegan sem líkamlegan stuðning á langdregnu og erfiðu ferli fæðingarinnar. í dagbók Mörthu er greinilegt að í þessu gamla samfélagi skipti samhjálp kvenna miklu máli. Þegar nálgaðist fæðinguna sjálfa var safnað saman nánustu kunningjakonum eða ætt- ingjum sængurkonunnar sem komu til að veita henni stuðning og aðstoða ljósmóðurina. Einnig var al'gengt að þær önnuðust hið nýfædda barn meðan móðirin lá sængurleguna og safnaði kröftum eftir barnsburðinn.11 Eflaust hefur verið algengt að einhver af konunum dveldi á heimilinu skamma hríð eftir fæð- ingu barnsins en sökum þrengsla og fátæktar hafa íslensk alþýðuheimili oft ekki verið í stakk búin til að hýsa nýfædd börn sem þá hafa verið send í fóstur á annað heimili meðan á sængurlegu móðurinnar stóð eða eins lengi og þurfa þótti. Rannsókn Gísla Ágústs Gunnlaugssonar á íslenskum fóstur- börnum á 19. öld sýnir að slík börn hafi yfirleitt ekki verið send í fóstur til vandalausra heldur önnuðust þau ættingjar eða vinir móðurinnar innan hreppsins.12 Harðorðar lýsingar Schleisners læknis, sem að ofan er getið, þar sem hann lýsir hirðuleysi ís- lenskra mæðra gagnvart nýfæddum börnum sínum, geta því ekki talist réttmætar. Helgi Þorláksson sagnfræðingur telur stutta sængurlegu íslensku konunnar á 18. öld hugsanlega tilkomna vegna kröfu um að móðirin sinnti heimilisstörfunum.13Ósjálfbjarga ungbarn hefði bæst við dagleg störf hennar sem þó voru ærin fyrir og móðurinnar beið nú hið erfiða hlutverk að samræma langan vinnudag sinn við umönnun ungbarnsins. Mæóur í vanda í allri þeirri fátækt sem íslensk alþýða bjó við á 18. öld hefur vinnuframlag hvers einstaklings skipt sköpum. Sá tími er smá- börnin þörfnuðust umönnunar móðurinnar á heimilinu skerti verulega afkomumöguleika fjölskyldunnar og gat átt þátt í því að hún varð bjargþrota. í þessu samfélagi grúfði stöðugur ótti 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.