Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 72

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 72
 Þessi „íhaldssama bylting" sem kennir sig við ný-frjálshyggju byggist í raun á gömlum merg. Hana má tengja „Laissez Faire“ stefnu klassískrar frjáls- hyggju og hinni ævafornu hugmynd um lífkeðjuna (chain of being) þar sem stærðfræðingurinn hefur tekið við hlutverki guðs og á botninum er hinn óupp- lýsti maður sem veit ekki mikið um hjól efnahagslífs- ins. í umfjöllun Bourdieus er raunar stutt í gagnrýni á kenningar Spencers því hann telur hugmyndir ný- frjálshyggjunnar grundvallast á eins konar ný- darwinisma sem gangi út frá að það séu hinir hæf- ustu sem fari á toppinn. Það eru alltaf einhverjir sem sigra og þar af leiðandi einhverjir sem tapa. Allt snýst þetta um samkeppni og gefið er til kynna að þeir sem eiga undir högg að sækja, til dæmis vegna atvinnu- leysis, séu einfaldlega ekki samkeppnishæfir. Alveg er horft framhjá misjafnri félags- og efnahagslegri stöðu einstaklinganna og hið innbyggða samfélagslega mis- rétti er falið á bakvið lögmál hins frjálsa markaðar.26 Samkvæmt ofangreindu gefur hin vel heppnaða „markaðssetning" á kenningum ný-frjálshyggjunnar til kynna að sem pólítískt hagstýringartæki sé stefnan fyrst og fremst vísindaleg og náttúruleg, ekki hug- myndafræðileg. Bourdieu telur raunar þá skoðun sorglega algenga að ekkert mótvægi sé til við ný-frjálshyggjuna; að það sé enginn annar valmögu- leiki til staðar. Málið snúist þannig annað hvort um frjálshyggju eða „barbarisma“. Þessu er félags- hyggjumaðurinn Pierre Bourdieu ekki sammála enda telur hann darwinískan heim ný-frjálshyggjunnar gera allt annað en að byggja undir almennt frelsi einstaklingsins. Að framfylgja efnahagslegri skipan af þessu tagi undir merkjum einstaklingsfrelsis flokkar hann sem formgerðarlegt ofbeldi enda leiði afskipta- leysisstefna ný-frjálshyggjunnar fremur til ófrelsis í formi samfélagslegrar streitu, þjáninga og óöryggis. Markaðurinn er einfaldlega ekki vél heldur snýst hann um framkvæmd hagsmunagæslu.27 Með þessum hugmyndum sínum afneitar Bourdieu fullkomlega þeirri hefðbundnu tengingu sem frjálshyggjumenn hafa löngum viljað meina að sé á milli markaðs- og einstaklingsfrelsis. „Sögulok?" Á síðustu áratugum hefur töluvert verið ritað um endalok sögunnar á söguspekilegum/stórsögulegum nótum. Þekktust þessara hugmynda og sú sem oftast er vísað til er vafalítið kenning Francis Fukuyama sem birtist í riti hans The end of history and the last man (1992). Það er þó ekki svo að kenningar um lok sögunnar séu alveg nýjar af nálinni: Markhyggju- kenningar af ýmsum toga hafa lengi gert ráð fyrir einhvers konar „sögulokum", guðlegum eða efnis- legum. Má þar sem dæmi nefna skrif Ágústínusar kirkjuföður (354-430) Um guðsríkið (De civitate Dei), og jafnframt má benda á að hugmyndakerfi þeirra Hegels, Marx og Spencers innihalda hug- myndir um einhvers konar sögulok, eins og aðeins hefur verið komið inn á hér að framan. Kenningar Fukuyamas skera sig þó alfarið frá eldri kenningum að því leyti að hann leggur ekki áherslu á markmið einfaldlega vegna þess að því hefur nú þegar verið náð að mestu. Með hugtakinu „lok sögunnar“ á hann ekki við það að atburðasagan sem slík hafi eða muni stöðvast heldur hitt að samfélags- og stjórnar- farslegar formgerðir hafi að öllum líkindum náð vissu loka- eða hástigi innan vestrænna þjóðfélaga. Án þess að farið sé út í gagnrýni á þann „eurócentrisma“ sem birtist í þessari hugsun telur Fukuyama að í frjálslyndum lýðræðissamfélögum (liberal- democracy) nútímans sé rúm fyrir alla og hinir ólíkustu ein- staklingar/hópar geti innan þess samfélagsforms sóst eftir og fengið þá viðurkenningu sem allir þarfnist. Hann bendir á að jafnvel þótt kapítalisminn sem slíkur sé ekki náttúrulegur þá séu menn misjafnir að upplagi og þar af leiðandi er náttúrulegur ójöfnuður á milli manna alltaf til staðar. Á Fukuyama má skilja að þessi tvennd, frjálslyndi/-hyggja annars vegar og lýðræðið hins vegar, búi yfir bestu hugsanlegri lausn á þessu mannlega vandamáli; í frjálslyndum lýðræðisþjóðfélögum hafi afburða- mennirnir sitt athafnalega svigrúm án þess þó að það bitni harkalega á þeim sem minna mega sín og þeir njóti jafnvel góðs af verkum þeirra sem betur eru settir.28 Hin „yfirþjóðlega" samfélagsgreining Fukuyamas miðast raunar mest við Bandaríkin, það ríki heims þar sem ný-frjáls- hyggjan hefur náð að blómstra hvað mest. Af framangreindu ætti að vera ljóst að Pierre Bourdieu lítur allt öðrum augum á samfélagsgerð frjálslyndra lýðræðisríkja en Francis Fukuyama og greinir allt annað en það jafnvægi sem birtist í tvenndar- hyggju Fukuyamas, enda er greiningarmódel hans ólíkt flóknara. Það skín í gegn hjá Bourdieu að hann telur lýðræðið vera undir hæl hins táknræna auðmagns markaðarins og þannig dregur hann jafnvægið á milli frjálshyggju og lýðræðis innan vestrænna samfélaga fullkomlega í efa. Hins vegar þykir honum sem ný-frjálshyggjan hafi tekið á sig æðsta form hinnar íhalds- sömu hugmyndar um „lok hugmyndafræðinnar“ sem hefur í seinni tíð þróast yfir í hugmyndina um „lok sögunnar". Þau „endalok" vísa til „staðfestingar" útópíunnar og þótt hann setji spurningarmerki við stórsöguleg hugtök á borð við hnattvæð- ingu þá hefur Bourdieu vissar áhyggjur af því að með sterkum bakhjarli sínum sé staðleysa ný-frjálshyggjunnar nálægt því vafasama marki að raungera sjálfa sig.29 Lokaorð Það er vart spurning um að kenningar þeirra Karls Marx og Herberts Spencers hafa hvor með sínum hætti haft mikil áhrif á hugmyndir jafnaðar- og frjálshyggjumanna og sett þannig mark sitt á vestræna samfélagsgerð. Sem kenningasmiðir hafa þeir báðir margt til síns máls en hugmyndir þeirra um sögulega framvindu og þróun mannlegs samfélags hljóta þó að teljast út- ópískar í sinni hreinustu mynd. Þeir hafa báðir smættað drif- kraft sögunnar niður í einn þátt, efnahagsþáttinn, og forspár þeirra um lögmál sögulegrar hreyfingar einkennast af lögmáls- og/eða eðlishyggju sem margir telja í dag fullkomlega úrelta. Fæstum dettur lengur í hug að bylting öreiganna á kapítalísku samfélagi muni eiga sér stað, og þaðan af síður að slík bylting myndi leiða til kommúnísks samfélags þar sem fullkominn jöfn- uður milli manna yrði ríkjandi. Það má raunar segja að hugsýn Marx um „lok sögunnar" hafi í seinni tíð verið afgreidd sem fullkomin staðleysa. Á sama tíma hafa framfarakenningar í anda Spencers undir merkjum ný-frjálshyggju náð mikilli út- breiðslu og jafnvel er horft til þeirra sem varanlegra, heildrænna lausna á formgerðum samfélagsins. Þetta hlýtur að vekja tölu- verða furðu þegar sú gríðarlega smættarhyggja sem í þeim felst er höfð í huga. Spencer hefur verið gagnrýndur fyrir að með kenningum sínum og framfarahyggju hafni hann frelsi mannlegs vilja. Hann virðist ekki átta sig á að án valfrelsis hefur hugmyndin um pólítískt og efnahagslegt frelsi ekkert gildi. Á honum má skilja að allir hafi náttúrulegan rétt, en sá réttur verði ekki til fyrr en þróun mannlegrar náttúru og samfélags hafi náð vissu hástigi.30 Raunar má segja að útópía Spencers um samfélag hinna hæfustu 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.