Sagnir - 01.06.2001, Page 118

Sagnir - 01.06.2001, Page 118
HSigurður Gylfi Magnússon er sagnfræðingur í ReykjavíkurAkademíunni og fastráðinn stundakennari við Háskóla l'slands. í leit aó fyrirmynd Eitt af því eftirminnilegasta úr kennslustundum Björns Th. Björnssonar í listasögu við Háskóla íslands var málverk sem ég fékk tækifæri til að virða fyrir mér eftir franska málarann Manet. Myndina nefndi listamaðurinn Olympia og ég var strax hug- fanginn af henni og um tíma leið hún mér varla úr minni. Málverkið er sannarlega óvenjulegt í alla staði, manneskjan sterk og áhrifarík sem horfir framan í áhorfandann af yfirvegun og æðruleysi. Mér fannst að hér væri allt eins og það ætti að vera, engu ofaukið. Þó var það ekki myndbyggingin eða tjáning listamannsins sem átti huga minn, heldur var það konan sem sat fyrir sem mér þótti athyglisverð. Hvaðan kom hún og hver var hún? Af hverju hafði hún verið valin til að sitja fyrir hjá listamanninum og hvert lá leið hennar eftir að málverkinu sleppti sem hafði gert hana ógleymanlega? Var hægt að eiga sér líf eftir ódauðleikann? Þetta voru spurningar sem létu mig ekki í friði veturinn 1982-1983 þegar ég sótti tíma í listasögu og heimspeki við Háskóla íslands. Þetta voru erfiðir tímar. Nær alla daga vikunnar hlustaði ég á menn á borð við Björn Th., og heim- spekingana Pál Skúlason, Þorstein Gylfason og Mikael M. Karlsson lýsa fyrir nemendum sínum mestu andans mönnum mannkynssögunnar, ýmist á sviði myndlistar eða heimspeki og hvernig hugsanir þeirra og hugmyndir mótuðust, hugsanir sem síðar skópu mannkynsöguna og örugglega vestræna menningu. Á hverjum degi rölti ég til míns heima niðurbrotinn maður. Hvernig gæti nokkur nútíma- maður staðist samanburð við þessa snilllinga? Björn Th. lýsti listamönnum sem hann tók fyrir þannig að þeir gátu tæplega talist mennskir; sáu í gegnum fjöll og firnindi og voru næmari á samfélag og fólk en flestir samferðamenn þeirra. Verkin sem þeir unnu voru svo stórkostleg að varla væri hægt að ná hærri andlegri reisn; í þessum verkum öllum stæði mannkynið frammi fyrir sínum stærstu og háfleyg- ustu hugsunum. Ég átti mér ekki viðreisnar von. Tilvera mín varð dekkri og þyngri með hverjum deginum sem leið. Hugur minn var sem roksandur eða strá í vindi, sveiflaðist milli örvæntingar og ofsagleði yfir opin- berun sannleikans. Þegar síst skyldi birtist Olympia Manets eins og frelsandi engill. í öllu þessu stjörnu- flóði gáfumanna (það voru eingöngu karlar sem til umræðu komu) var í það minnsta ein mennsk vera sem engum þótti neitt sérstaklega mikið til koma, en náði allri minni athygli. Hún var aldrei nefnd á nafn, hennar var ekki sérstaklega getið fyrir and- lega yfirburði og snilli. Hún var bara fyrirmynd mikils lista- manns og andlegs ofurmennis, sjálfs Manet. Eftir á að hyggja var ég trúlega sjálfur ómeðvitað að leita að fyrirmynd og stóðst ekki mátið þegar ég sá Olympiu og ég skreið upp nakinn faðm hennar. Hún var í huga mínum ólýs- anleg ráðgáta. Við brostum bara kankvís og hurfum hvort til annars. Ég velti endalaust fyrir mér tilveru þessarar konu. Mér fannst afar freistandi að ímynda mér hvernig lífshlaup hennar hefði verið og hvernig það fór saman við impressioníska tilveru málaranna sem hún sat fyrir hjá. Mér fannst ekki líklegt að þeir hefðu gefið henni mikinn gaum, að þeir hefðu hlustað eftir skoðunum hennar á milli pensilstrokanna. Ég sá tæplega fyrir mér að hún hefði haft kjark til að brydda upp á umræðuefnum sem tengdust líðandi stund Parísarbúa á síðari hluta nítjándu aldar. Nei, mér fannst mikið líklegra að hún hefði haldið sig til hlés, sagt fátt, - aðeins fækkað fötum og setið grafkyrr tímunum saman á meðan meistarinn sökkti sér niður í fegurð hennar. Að afloknum degi tók hún við greiðslu fyrir störf sín og hvarf út á götur Parísarborgar. Þar átti hún líf sem ég hafði enga hugmynd um hvernig hún varði. Sá möguleiki að hún hafi lifað lífinu lif- andi heillaði mig. En ég legg áherslu á að hennar lífshlaup koma aldrei til tals og trúlega féll það ekki vel að stórbrotnum lýs- ingum sagnameistarans Björns Th. Hans biðu jöfrar myndlistar- sögunnar í röðum og við sem sum hver vorum enn milli tektar og tvítugs hlustuðum agndofa á alla hina andlegu auðlegð. Ég velti fyrir mér í laumi hvort fyrirmynd Olytnpiu skipti einhverju máli? Var ég ekki að spyrja rangra spurninga? Gæti líf hennar haft einhverja þýðingu fyrir sagnfræðina eða skilning okkar á fortíðinni? Að sjálfsögðu gerði ég mér strax grein fyrir að það mætti ekki orða þær upphátt, ég yrði að aðhlátursefni allra sem heyrðu slíkar vangaveltur. Þær voru bara viðraðar lág- um rómi í trjágöngunum á Háskólalóðinni eftir myrkur á leið minni heim á Ljósvallagötu þar sem ég bjó um þær mundir. Olympia Manet var ekki á neinu norpi í fjölmenni í vetrarkuld- unum uppi á íslandi í þá daga. Það var bara ég og hún sem áttum þessar stundir saman - engum var boðið til þeirrar sam- drykkju. Þannig leið tíminn í mínu lífi án þess að ég fengi botn í tilurðu þessarar dularfullu konu. Victorine Meurent var fædd árið 1844 í Frakklandi og lifði fram til loka þriðja áratugar tuttugustu aldar. Hún varð ein frægasta fyrirsæta impressionismans en um hana er lítið sem 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.