Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 148

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 148
330 HELGAFELL mcð atvinnulíf, mcnningu og félagsmál hér- aðsins að baksýn. Ritgerð hans um Þorgils Gjallanda er ekki aðcins stórfróðleg. Hún er einnig merkileg viðleitni til að skilja og skýra skáldið og samtíð hans í stærra samhengi en almennt gerist, þegar ritað er um bókmennt- ir á landi voru. Eg vil ráðleggja öllum, sem handfjatla ritsafn Þorgils Gjallanda, að lesa fyrst ritgerð Arnórs um skáldið. Þorgils gjallandi er eitt dæmi af mörgum um það hve bókmenntaáhuginn er ríkur, skáldskaparásrin ódrepandi, meðal íslenzkra alþýðumanna. Aldrei er lífsönnin svo þungur baggi á herðum þeirra, að þeir létri ekki af sér reiðingnum, þegar tækifæri býðst, og reyni að glugga í svartagaldur hins skráða orðs. Jón Stefánsson elst upp í vinnumennsku og er hugsjúkur, af því að hann vill helzt alltaf liggja í bókum, en ekki varð skólaganga hans lengri en vetrarpartur, er hann fékk tilsögn í íslenzku og dönsku hjá síra Bene- dikt Kristjánssyni, síðar að Grenjaðarstað. Á þessum árum varð danskan íslendingum lykill að ókunnum hcimi, þar sem mikil tíð- indi gerðust, gamalt og nýtt sviprist á. Þetta kemur greinilega fram í sögum Þorgils Gjall- anda, sjá t. d. Gamalt og nýtt og Upp við fossa. Þegar Þorgils Gjallandi er kominn á þroskaaldur er mikið öldurót í bókmenntum og félagslífi á Norðurlöndum. Brandes og raunsæisskáldin taka öll vandamál mannlegs lífs til rökræðu, læða efanum og vantrúnni inn í hugskot hvers manns. Okkur, sem nú lifum, finnst fátt um mörg þessara mála, þau eru ckki lengur á dagskrá og löngu leyst. En unga kynslóðin, sem lifði þessa straum- hvarfatíma, fann það bezt sjálf, hvílíku fargi var af henni létt. Islenzkir menntamenn í Kaupmannahöfn, Verðandi-mennimir, Gestur Pálsson, Hannes Hafstein, Einar Hjörleifsson o. fl. hrifust með af þessum straumi aldarinnar og reyndu af veikum mætti að vekja gust um viðfangsefni tímans heima í fásinninu íslenzka. En árangurinn af starfi þessara manna var undarlega lítill. Því meiri furðu hlýtur það að vekja, að bók- mennta- og hugmyndahræringar Norðurálf- unnar vöktu slíka ólgu í hugum þingeyskra bændasona, sem höfðu lírillega fengið tilsögn í dönsku á milli þess sem þeir stóðu við gegningar í hríðarveðrum og vetrarhörkum. Þegar athugað er bókasafnið á Húsavík, sem að stofni til var myndað af bókelskum, ungum þingeyingum, kemur í ljós, að þeir hafa keypt flest hinna merkustu rita raun- sæisskáldanna og bókmenntafyrirlestra Brand- esar jafnótt og þau komu út. Hinn nýji heimur, scm hinni ungu kynslóð Þingcyjar- sýslu var gefinn við lestur þessara rita, mark- aði Þorgils Gjallanda alla ævi síðan. Og það má jafnvel telja það fullvíst, að Þorgils Gjallandi hefði aldrei fært í letur sumar skáldsögur sínar, ef hann hefði ekki kynnzt þeim hræringum, er raunsæisstefnan vakti á Norðurlöndum. ,,I huga mínum var uppreisn og ólga gegn ýmsum venjum og kreddum. Ég gat ekki þagað. Þá sköpuðust sögurnar", segir hann í formála fyrir Ofan tir sveitum. Ég vejt ekki, hvort prófastinum á Grenjað- arstað hefur þótt það síðar nokkuð guðs- þakkaverk að hafa sagt vinnumanninum f Vogum til í dönsku þennan vetrarpart, þegar sýnt var, hver árangurjnn varð. En Þorgils Gjallandi hefur án efa getað tckið undir með Stepháni G. Stephánssyni, er hann hyllir vantrúna: Hún kom eins og gcisli í grafarhúm kalt, Og glóandi birtuna lagði um allt — Hún brá fyrir, kvísluð, sem kveldlciftur glampa, En kvejkinn minn snart hún og tendraði lampa. Lífskjör Þorgils Gjallanda, vinnumanns og leiguliða, settu auðvitað svipmót sitt á skáld- skap hans, en hin nýju viðhorf, er hann kynnrist hjá raunsæisskáldunum mörkuðu um leið stefnu þeirra skeyta, er hann sendi samtíð sinni. Af sönnum og einnig af öðrum heim- ildum er það ljóst, að hann hefur verið mjög andvígur klerkum og kirkju sem stétt og stofnun. Þessi ádeila á klerk og kirkju var svo algeng á þessum árum, að telja má hana eins konar bókmenntatízku, enda voru átökin milli kynslóðanna þá einna snörpust á sviði trúmála og siðferðismála. Þorgils Gjallandi ræðst heiftarlega á kirkjukreddurn- ar, á hina opinberu hræsni og lífslygi prest- anna. En inn í þessa ádeilu fléttast beiskja og vanmáttarrilfinning almúgamannsins, sem ekki öðlaðist þá menntun, er gáfur hans og hæfi- leikar stóðu ril. í sögunni Séra Sölvi fær Árni bóndi á Stekk aldrei staðizt klerki snúning „líklega fyrir það, livað hann var menntun- arlaus“......,Þetta var þrautreynt milli þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.