Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 23

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 23
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 23 FORSÍÐUGREIN heimurinn að verða að einu markaðssvæði fyrir vörur og þjónustu. Hnattvæðingin hefur leitt til alþjóðlegrar samkeppni á mörkuðum, samskiptaleiðir hafa styst, flutningskostnaður lækkað og hreyfanleiki fólks, fjármagns og jafnvel fyrirtækja eykst stöðugt. Af þessum sökum skiptir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja meira máli nú en nokkru sinni fyrr. Frá árinu 1915 til ársins 2006 (júlí) hafa þau 21 fyrirtæki, sem tekin voru til skoðunar, yfirtekið rúmlega 200 fyrirtæki og stofnað um 130 ný fyrirtæki á erlendum vettvangi. Rannsóknin staðið yfir síðastliðin tvö ár Til þess að varpa ljósi á viðfangsefnið hefur undirrituð síðastliðin tvö ár safnað upplýsingum um beinar erlendar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í samanburði við önnur lönd. Samhliða því fóru fram tvenns konar athuganir. Annars vegar voru lagðar spurningar fyrir um 500 íslenska framkvæmda- stjóra, sem svöruðu símleiðis spurningum varðandi alþjóðavæðingu fyrirtækja sinna og áætlanir þar um. Einnig voru athuguð 21 fyrirtæki sem hafa fjárfest umtalsvert erlendis á undanförnum árum. Upplýsingum um þessi fyrirtæki var safnað á margvíslegan hátt en þegar öll gögn lágu fyrir fengu stjórnendur fyrirtækjanna sendar upplýsingar um fyrirtæki sitt og þeir beðnir að staðfesta þær. Sú spurning sem vaknaði var hvort alþjóðavæðing þessara fyrirtækja væri í samræmi við kenningar á þessu sviði eða hvort um séríslenskt mynstur væri að ræða. 500 íslensk fyrirtæki Einn helsti tilgangur þessarar rannsóknar er eins og áður sagði að skoða hvernig íslensk fyrirtæki hafa farið á markað erlendis. Til þess að fá yfirsýn yfir yfirtökur íslenskra fyrir- tækja í öðrum löndum var gerð könnun í ársbyrjun 2006. Um 500 stjórnendur tóku þátt í könnuninni sem var gerð í gegnum síma. Nokkrar spurningar voru lagðar fyrir stjórnendurna. Fyrst var spurt hvar fyrirtækin störfuðu og þá kom í ljós að ein- ungis 57 fyrirtæki af 497 höfðu tekið það skref að fjárfesta erlendis. Af þessum 57 fyrirtækjum störfuðu 38 í fleiru en einu landi og langflest fyrirtækin höfðu starfsemi í Bretlandi og Danmörku. Þetta kemur ekki á óvart því það er eðlilegt að íslenskir stjórnendur leiti á mið sem eru nálæg og þeir þekkja vel, að minnsta kosti á fyrstu stigum alþjóðavæðingarinnar. Seinna meir, þegar stjórnendur hafa öðlast meiri þekkingu og reynslu, sækja þeir án efa á enn fjarlægari mið. Hefur þú fjárfest eða hyggur þú á fjárfestingar erlendis? Þegar stjórnendur voru spurðir að því hvort þeir hefðu keypt ráðandi hlut í fyrirtæki erlendis á sl. 12 mánuðum, eða á árinu 2005, kom í ljós að það voru aðeins tæp 4% sem höfðu lagt í slíkar fjárfestingar. Þetta sýnir að tiltölulega fá fyrirtæki eru að fjárfesta í öðrum löndum en þau fjárfesta hins vegar mörg hver stórt. Hins vegar er ljóst að fjárfest- ingagleði íslensku fyrirtækjanna er ekki að ljúka, því rúmlega tvöfalt fleiri hafa hug á að fjárfesta á tímabilinu 2006-2007. Er stærra endilega betra? Hvort telur þú vænlegra fyrir fyrirtæki þitt að kaupa hlutfallslega stór fyrirtæki og vaxa þannig hratt eða að kaupa smærri fyrirtæki og vaxa hægar? Allir stjórnendurnir, sem tóku þátt í könnuninni, höfðu kost á að svara þessari spurningu því að hún gefur vísbendingu um almennt viðhorf íslenskra stjórnenda. Rúmlega 400 aðilar svöruðu spurning- unni og af þeim töldu 210 að betra væri að kaupa smærri fyrirtæki og vaxa þannig hægar. Að kaupa stór fyrirtæki töldu 52 stjórnendur væn- legast, en 24 sögðu að best væri að kaupa bæði stór og lítil fyrirtæki. Það að fjárfesta erlendis, hvort heldur að kaupa stærri eða smærri fyrirtæki, hentaði ekki tæplega 30% þessara stjórnenda. Ef einungis þeir sem höfðu fjárfest voru spurðir þessarar spurningar kom í ljós að tæplega helmingur vildi kaupa smærri fyrirtæki, 40% stór, en 13% vildu blanda þessu saman og kaupa bæði stór og lítil fyrirtæki. Ásta Dís Óladóttir, kennari við Viðskiptaháskólann í Kaup-mannahöfn, hefur gert fyrstu umfangsmiklu rannsóknina á kaupum Íslendinga á erlendum fyrirtækjum. Rannsóknin nær aftur til ársins 1915 og er hluti af doktorsverkefni hennar. Ann- ars vegar voru lagðar spurningar fyrir um 500 íslenska framkvæmdastjóra, sem svöruðu símleiðis spurningum varð- andi alþjóðavæðingu fyrirtækja sinna og áætlanir þar um. Einnig voru athuguð 21 fyrirtæki sem hafa fjárfest umtalsvert erlendis á undanförnum árum. Ásta Dís hefur að undanförnu haldið fyrirlestra um rannsókn sína og fjárfestingar Íslendinga erlendis, m.a. á fjármálaráðstefnu í Osló nýlega. FYRSTA UMFANGSMIKLA RANNSÓKNIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.