Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 102
Tímarit Máls og menningar miklu eldri en hinn ritaði texti og hafa ver- ið lagðir á minnið margar kynslóðir, sumir e. t. v. margar aldir, áður en þeir komust á skrá, og verið kenndir og lærðir í presta- skólum, að líkindum af mikilli nákvæmni; hefur raunar einatt verið meira mark tekið á þeim lærdómi en bókartextum. Af RV er nú ekki til nema ein gerð, kennd við Saka- lya, og handrit hennar mjög samhljóða og auk þess studd munnlegri hefð; þau eru þó flest tiltölulega nýleg. Fleiri gerðir hafa verið til í fymdinni, en líklega ekki borið mikið á milli. í vestrænum fræðum eru RV-hymnar oft- ast taldir til orðnir milli 1500 og 1000 f. Kr., en ekki er það nema ágizkun, og þætti að vísu ekki allnákvæmt tímatal annars staðar. Þeir eru líklega ortir í Induslönd- um eða nokkuð þar nærri sem nú er Pakist- an, en þar hafa staðið elztu ríki ariskra þjóða á Indlandi. Aría kölluðu sig bæði indverskar og íranskar þjóðir (sanskrít arya, avestiska airya; íran dregur nafn sitt hér af), en um flutninga þeirra norðan úr Miðasíu, suður yfir silkimjúka sanda Amú Darja sem Rúdakí kvað um löngu síðar, veit nú enginn neitt, nema þeir hafa varia orðið löngu eftir 1500 f. Kr. Það þjóðfélag sem í má ráða í hymnum RV virðist nú ær- ið fátæklegt til hvorrar hliðar sem horft er, þeirrar dýrðar sem síðar varð eða þeirra borga sem grafnar hafa verið úr jörð í Indus-löndum á síðustu áratugum og eru miklu eldri en ríki Aría. Rígveda er„keine schöngeistige Lektiire“, segir Geldner í formála fyrir þýðingu sinni, og víst munu fagurkerar og litteratar sækja þangað lítið gaman. Ég efast um að til séu margar leiðinlegri bækur í veröldinni: linnulausar bænarollur við báglunduð goð, ýmist svört eða lýsibjört, klofstór, drykk- felld og ógurieg; fegurstu samlíkingar við rymjandi graðuxa og skjöldóttar kýr. Allt er þetta svo bundið í stríðar og torráðnar setningar; fáir hymnar svo að þar sé ekki eitthvað sem enginn botnar upp né niður í, margir þar sem ekki sér glóru, enda kvað Yaska, einn af elztu ritskýrendum, þann dóm upp fyrir 2500 árum að RV væri með öllu óskiljanlegur. Því var að vísu svarað svo að það væri yndi guðanna að rugla fólk með myrkum gátum, og mann grunar líka stundum að RV sé ein af þessum dýrðar- bókum sem eru settar saman til að stríða málfræðingum, enda hefur hann orðið efni í meiri heilaspuna en nokkur önnur bók, nema væri þá Avesta. Þýðingar á þess kon- ar texta eru því í rauninni ólæsilegar öðr- um en þeim sem stuðzt geta við frumtext- ann, og eiginlega ekki til annars gerðar en að hjálpa til við að greiða úr setningafræði- legum flækjum. Af þessu má vonandi nokkuð ráða hvaða þrautir þýð. hefur átt að stríða við þegar hann reyndi að gera þennan myrkvið tor- ráðinna setninga og ódælla orða nokkurn veginn færan fólki með óskyld viðhorf og aðra siði, og á tungumáli svo gjörólíku sans- krít sem íslenzka er, og ekki nema vorkunn- armál þó honum hafi ekki tekizt það vel. Því þýðingin er ekki góð; hún er ekki skemmtileg, og hún er ekki ýkjafróðleg. Þýð. er bersýnilega óvanur að fást við ved- isk fræði. Þeir fræðimenn sem hann nefnir (sjá einkum bls. 8—12) eru flestir 19.-ald- armenn og hafa fæstir lifað langt fram á þessa öld; hann virðist hvergi hafa stuðzt við nútímarannsóknir, t. a. m. hvergi notað þýðingu Geldners1 eða skýringar Renou’s,2 rit sem þó liggja á náttborði hvers einasta Veda-fræðings. Að vísu var grundvöllur vediskra fræða lagður á 19. öld, en þó hef- ur ófátt verið gert í þeim vísindum síðan, þekking aukizt og vinnubrögð breytzt. Um 1 Der Rig-Veda, úbersetzt und eriautert. B. 1—4. Cambr., Mass. 1951—57. 2 Sjá t. a. m. Études védiques et pani- néennes. T. 1 — París 1955. 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.