Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 24
Tímarit Máls og menningar lifað á ólæsum tíma, frá 910—990. Leiðinlegt að þurfa að taka fram að Egill var ekki ævinlega eins frægur og afkomendur hans vilja vera láta. Raunveruleg frægð hans virðist ekki ná leingra aftur en til ársins 1230 eða þarum, þegar saga um hann var saman sett af útsmognum sagnameist- ara, líklega sjálfum Snorra Sturlu- syni að því er Sigurður Nordal tel- ur. Saga þessi hefst á því að sagt er frá Skallagrími föður skáldhetjunnar og afa hans Kveldúlfi. Þessir menn eru upprunnir í ótilteknum plássum í Noregi. Eingin áþreifanleg vitn- eskja sagnfræðileg varð neinstaðar fundin um þá og hvergi skrifað orð. Kveldúlfur er 12ti—13di ættliður frá höfundi Eglu. Djúp það sem staðfest er í tíma milli rithöfundar og yrkis- efnis er um það 300 ár; 400 þar sem víðast er. Skallagrímur faðir Egils er talinn frægur landnámsmaðurvest- anvert á íslandi. Þó Ari haldi á penna 100 árum á undan Egilssögu og eigi sjálfur heima í þessum hluta lands- ins, gerir hann í Íslendíngabók sinni konu nokkra, Qþr, höfuðlandnáms- mann í þessum landshluta — sú púnktathugun er reyndar að sínu leyti athyglisverð. Náfrændi Snorra, Sturla Þórðar- son sagnaritarinn sem uppi er frá 1214 til 1284, og samið hefur höfuð- gerð Landnámu, hann skrifar hálfri öld síðar en Snorri. Þó undarlegt megi virðast sleppir hann Agli í Landnámu sinni einsog hinn frægi sonur Skallagríms væri ekki húshæf- ur né kirkjugræfur; nefnir nafn hans aðeins umsagnarlaust í tvö þrjú skifti sem undirlið í ættfærslum; Ari nefnir Egil reyndar einusinni í sömu veru. Manni verður spurn hvort Sturla telji þessa frásögn sem hann eflaust hefur þekt manna best, Egils- sögu föðurbróður síns, of vafasama að uppruna og trúanlegleika til þess að ívitnun í hana gæti samlagast al- varlegri historíubók einsog Land- námu. Söguöldin, þetta lánga gullna tóm aungrar sögu einsog jörðin var með- an andinn sveif einn yfir vötnunum, átti eftir þegar frá leið að heilla til sín ímyndunarafl uppljómaðri tíma, bergnema það. í tvö hundruð ár vann ein kynslóð meistara af annarri að því að ljá þessu þögla sviði rödd sem átti að hljóma leingi og hljómar enn; hljómar núna; kanski ekki í annan tíma betur. Það er athyglisvert að höfundar ritaldar lögðu því aðeins eitthvað uppúr munnmælum að þau ættu sam- leið með áhugamálum þeirra. Hefði nokkursstaðar verið til skýrsla til- kvæm sagnameisturunum um mann- lífi á íslandi á frumtíð þjóðarævinn- ar, er ekki líklegt að Íslendíngasögur hefðu orðið til. LFppkoma fullveðja sagnlistar okk- ar úr þrjú hundruð ára rökkri sög- unnar á sér fordæmi, reyndar full- 230
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.